Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 28
Um kosninguna: 32 einstaklingar sendu inn topp 5 lista. Efsta sæti gaf fimm stig, annað sæti fjögur stig og svo koll af kolli. Þessir tóku þátt : Alísa Ugla Kalyanova (Iceland Airwaves), Anna Hildur Hildibrandsdóttir (Útón), Arnar Eggert Thoroddsen (Morgunblaðið), Árni Þór Jónsson (Sýrður rjómi), Ágúst Bogason (Rás 2), Ásgeir Eyjólfsson (Rás 2), Benedikt Reynisson (Gogoyoko), Björn Jónsson (bubbij.123.is), Dana Hákonardóttir (Iceland Airwaves), Dr. Gunni (Fréttatíminn), Egill Harðarson (Rjóminn), Einar Bárðarson (Kaninn), Engilbert Hafsteinsson (Tonlist.is), Freyr Bjarnason (Fréttablaðið), Frosti Logason (X-ið), Georg Atli (Topp 5 á föstudegi), Grímur Atlason (Iceland Airwaves), Halldór Ingi Andrésson (Plotudomar.com), Haukur S Magnússon (Grapevine), Hildur Maral Hamíðsdóttir (Rjóminn), Ingveldur Geirsdóttir (Morgunblaðið), Jóhann Ágúst Jóhannsson (Kraumur), Kamilla Ingibergsdóttir (Iceland Airwaves), Kjartan Guðmundsson (Fréttablaðið), Kristín Gróa Þorvaldsdóttir (Topp 5 á föstudegi), Lilja Katrín Gunnarsdóttir (Séð og heyrt), Matthías Matthíasson (Rás 2), Ólafur Páll Gunnarsson (Rás 2), Ómar Eyþórsson (X-ið), Tómas Young (Útón), Trausti Júlíusson (Fréttablaðið) og Wim Van Hooste (Icelandic Music Museum).  besta íslenska platan samkvæmt könnun Fréttatímans Mugison stendur upp úr á frábæru ári 11-12. Of Monsters and Men My head is an animal 17 stig 11-12. Snorri Helgason Winter Sun 17 stig 13-14. Ben Frost & Daníel Bjarnason Sólaris 10 stig 13-14. Low Roar Low Roar 10 stig 15. FM Belfast Don’t Want To Sleep 9 stig 16. Samaris Hljóma þú 8 stig 17. Hellvar Stop that Noise 7 stig 18. ADHD ADHD2 6 stig 19-20. Dikta Trust me 5 stig 19-20. Hjálmar Órar 5 stig Mugison Haglél 54 stig Sóley We Sink 46 stig Lay Low Brotinn strengur 42 stig Ham Svik, harmur og dauði 36 stig Reykjavík! Locust Sounds 31 stig      GusGus Arabian Horse 28 stig Sin Fang Summer Echoes 27 stig Björk Biophilia 23 stig Helgi Hrafn Jónsson Big spring 20 stig Sólstafir Svartir sandar 20 stig     - - Bestu plötur ársins 2011 Borgar upp lán „Það er algjör snilld að selja svo mikið að maður fái pening fyrir það,” segir hann. „Maður leit bara á plötur sem einskonar nafn- spjöld til að fá fólk á tónleika. Það var kannski séns að maður fengi eitthvað út úr tónleikum, það er að segja ef maður væri einn með kassagítarinn. Ég er þegar búinn að greiða upp eitt lán en á eftir að tækla annað. Geri það fljótlega. Djöfull verður það gaman.” Haglél er fjórða meginplata Mugisons og sú fyrsta sem er eingöngu sungin á íslensku. Þótt þakka megi íslenskunni vinsæld- irnar að einhverju leyti ætlar Mugison að syngja á ensku næst. „Það eru einhver eitt til tvö ár í næstu plötu. Ætli maður skelli ekki nokkrum lögum í spilun fyrst og detti svo í plötuna. Það er skemmtilegt þetta single-format sem margir eru komnir í. Það er, að gefa út slatta af lögum þar til tími er kominn á plötu. Þetta gekk allavega vel upp hjá mér með Haglél.“ Mugison er gríðarlega jarð- bundinn og á ekki von á því að endurtaka þessa gríðarlegu sigurgöngu. „Ég held að þetta sé í síðasta skipti í 20 ár eða eitthvað sem ég á bestu plötu ársins. Það verður erfitt að fylgja þessu eftir og ekki fræðilegur möguleiki að maður haldi dampi, vinsældarlega séð. Jafnvel þótt næsta plata verði góð eða jafnvel betri en þessi.“ Frábært ár Það komu margar frábærar plötur út á þessu ári og samtals voru 42 plötur nefndar í þessari kosningu. Fast á hæla Mugison komu tvær tónlistarkonur sem gerðu framúrskarandi plötur. Hin unga Sóley Stefánsdóttir varð í öðru sæti með frumraun sína í „fullri“ lengd, hina ævintýralegu We Sink, en Lay Low hampaði bronsinu fyrir meistaraverkið Brotinn strengur, þar sem hún bjó til lög við ljóð íslenskra kvenna. Í næstu sætum komu tvær rokk- aðar plötur með hinum endur- lífguðu og þó nokkuð goðsagna- kenndu Ham (fyrsta alvöru platan síðan 1989!) og þriðja plata rokk- hundanna í Reykjavík! Sjálf Björk varð í áttunda sæti með furðuverkið Biophilia og spútniksveit ársins – Hey! – Of Monsters and Men eru ásamt Snorra Helgasyni í 11. til 12. sæti með frumraun sína. Auk allra þessara frábæru platna var árið gleðilegt fyrir margt annað: Mikil aukning varð í sölu á íslenkri tónlist, Iceland Airwaves hefur aldrei heppnast eins vel og svo opnaði lúxushöll tónlistarinnar, Harpan, flestum til allnokkurrar gleði. Áfram veginn og gleðilegt ár! Dr. Gunni J ess! Þetta er bara geðveikt, ég þakka fyrir heiðurinn,“ segir Örn Elías Guðmundsson – Mugison – þegar honum er tilkynnt að hann eigi plötu ársins, Haglél. Platan sigraði í viðamikilli kosningu Frétta- tímans, sem bransa- og áhugafólk um tónlist tók þátt í. Óhætt er að segja að 2011 hafi verið árið hans Mugisons. Nú fara gæði og vinsældir saman svo um munar, því platan seldist í hátt í 30 þús- und eintök fyrir jólin, sem er örugglega einhvers konar met, að minnsta kosti hvað Örn varðar. Lj ós m yn d/ H ar i 28 úttekt Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.