Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Síða 54

Fréttatíminn - 29.06.2012, Síða 54
„Stolt,“ segir Greta Salóme Stefáns- dóttir þegar hún lítur um öxl til Bakú og lagsins, Never Forget, sem hún samdi og flutti þar með söngvaran- um Jónsa: Flutningurinn, skipulagið og utanumhaldið hafi verið eldskírn hennar á tónlistarmarkaðnum og með þátttöku í keppninni hafi hún tryggt sér plötusamning við Senu og er platan væntanleg í vetur. Íslenska Eurovision-lag Gretu Salóme Stefánsdóttur hefði færst upp um eitt sæti hefðu dómnefndir einar fengið að ráða úrslitum í keppninni í ár. Lagið hefði þá verið í nítjánda sæti í stað þess tuttugasta. Svíar eru í því fyrsta hjá dómnefndun- um rétt eins og áhorfendum. Helsta mun má sjá hjá Rússum, Tyrkjum, Írum og Frökkum. Rússnesku ömmurnar urðu í 2. sæti áhorfenda og einungis ellefu stigum frá sænsku Loreen, en í ellefta sæti dómnefndanna – samanlagt því 113 stigum á eftir Svíum og héldu öðru sætinu. Áhorfendur settu Tyrki í fjórða sæti en dóm- nefndir í 22. sæti. Frakkar voru í 13. sæti dómnefnda en neðstir meðal áhorfenda, Írar í 10. meðal sjónvarpsáhorfenda en 25. sæti dómnefnda og Ítalir í 4. sæti dómnefnda en 17. sæti áhorfenda, sam- kvæmt úttekt wikipedia á netinu. -gag  Eurovision GrEta salómE stolt  vEisluhöld BjörGólfur thor oG Kristín ólafs Bjóða til vEislu Feðgin bítast um hlustun Gestir fá engar upp- lýsingar um hvert ferðinni er heitið eða hvað bíður þeirra á áfangastað. Boðskortið í veisluna var 45 snúninga vínilplata. Björgólfur Thor og Kristín sjást hér ganga nýgift út af borgarskrifstofum Rómarborgar í nóvember árið 2010. Brúðkaupinu og fertugsafmæli Kristínar verður fagnað í Englandi um næstu helgi. Slá brúðkaupsveislunni saman við fertugsafmæli Vinir og ættingjar Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur eiga von á góðu um næstu helgi þegar hjónin bjóða til veislu í Englandi. Þá fagna þau hjónavígslu sinni fyrir einu og hálfu ári síðan og fertugsafmæli Kristínar. h jónakornin Kristín Ólafsdóttir og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa boðið vinum sínum og ættingjum til tvöfaldrar veislu í Englandi um næstu helgi. Veislan er bæði brúðkaupsveisla þeirra og af- mælisveisla Kristínar, en hún verður fertug á föstudaginn, 6. júlí. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Björgólfs Thors, staðfesti við Fréttatímann að hjónin verði með veislu um næstu helgi en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans verður veislan öll hin glæsilegasta. Gestum frá Íslandi verður flogið út til Bretlands, þeir verða sóttir á flugvöllinn og keyrðir til veislunnar. Gestir fá engar upplýsingar um hvert ferðinni er heitið eða hvað bíður þeirra á áfangastað. Boðskortið í veisluna var 45 snúninga vínilplata. Meðal gesta sem boðið er til veislunnar eru vinir Björgólfs Thors, þeir Leifur Dagfinnsson framleiðandi hjá TrueNorth, Birgir Bieltvedt athafnamaður og Skúli Mogensen fjárfestir. Þá er við búið að Björgólfur Guðmundsson og Þóra Hallgríms- son, foreldrar Björgólfs, verði meðal gesta. Eins og Fréttatíminn greindi frá í fyrra- sumar fór brúðkaup Kristínar og Björgólfs Thors fram í kyrrþey í nóvember árið 2010 eftir tólf ára sambúð. Athöfnin fór fram á borgarskrifstofum Rómar, Palazzo dei Con- servatori. Skrifstofurnar eru við hið forn- fræga torg Piazza del Campidoglio sem er hannað af Michaelangelo. Látlaus athöfnin í kyrrþey í Róm þótti stinga nokkuð í stúf við eftirminnilega fer- tugsafmælisveislu Björgólfs Thors í febrúar- mánuði 2007. Þá flaug Björgólfur Thor með fjölda manns til Jamaíku þar sem hópurinn dvaldi í nokkra daga við stanslaus veisluhöld og skemmtiatriði tónlistarmanna á borð við 50 Cent, Jamiroquai og Ziggy Marley, son goðsagnarinnar Bobs Marley. Þá bauð Björg- ólfur Thor til að mynda öllum bekknum sínum úr Versló. Ekki er búist við viðlíka veisluhöldum um næstu helgi – hermt er að fjöldi gesta hlaupi á tugum frekar en hundr- uðum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Blaðamaðurinn sjóaði Sigurjón M. Egils- son þeysist um sinn Sprengisand alla sunnudagsmorgna á Bylgjunni þar sem hann fer yfir pólitíkina og þjóðmálin. Rödd hans hefur einnig hljómað af og til í sumar í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið, þar sem hann hefur hlaupið í skarð þeirra Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur. SME, eins og hann er jafnan kallaður, tekur sumarafleysingar í morgunþættinum í júli og fer þá í beina samkeppni við dóttur sína, Hjördísi Rut Sigurjónsdóttur, sem situr við hljóðnemann á sama tíma í Efstaleiti í Morgunþætti Rásar 2 en þessir þættir bítast um hylli árrisulla hlustenda. Of Monsters and Men fær styrk til útitónleikahalds Ein helsta vonarstjarna Íslands á tónlistarsviðinu, hljómsveitin Of Monsters and Men og útvarpsstöðin Bylgjan fá 250 þúsund króna styrk frá borginni til undirbúnings og þrifa vegna fyrirhugaðra tónleika í Hljómskálagarðinum. Þetta var ákveðið í borgarráði 21. júní en bæði borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sátu hjá. Hljóm- sveitin hefur boðið landsmönnum á útitónleika í garðinum þann 7. júlí næstkomandi. Hún hefur náð undraskjótum frama að undanförnu og segir meðal annars á vefmiðlinum Pressunni að sveitin hafi ákveðið þegar færi gafst á „örstuttu og langþráðu fríi“ að koma heim, „heilsa uppá vini og ættingja og sýna þjóðinni þakklæti sitt í verk með því að bjóða henni til útitónleika.“ - gag Mamma Hreiðars opnar hótel Ferðamönnum sem eiga leið í Stykkishólm býðst nú að gista í einu fallegasta húsi bæjarins. Í vikunni var Hótel Egilsen opnað í glæsilegu rauðu húsi við höfn- ina en það er tíu herbergja, svo- kallað „boutique“-hótel. Hótelið þykir hið glæsilegasta en það var Daníel Freyr Atlason sem sá um hönnun þess. Í hverju herbergi er til að mynda iPad og glæsilegt hljóðkerfi. Gréta Sigurðardóttir rekur hótelið en hún er móðir Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings. Athygli hefur vakið að bar- inn á hótelinu er sjálfsaf- greiðslubar, „honesty-bar“ eins og það heitir erlendis, og treysta eigendur hótelsins því á að gestir skrái samvisku- samlega niður drykkju sína. Dómnefndir höfðu lítil áhrif á gengi Gretu Salóme í Eurovision Jedward-drengirnir hefðu orðið í tíunda sæti hefðu áhorfendur einir fengið að ráða, en í því 25. hefðu dómnefndirnar haft niðurstöðuna í hendi sér. Þeir enduðu í 19. sæti. Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 54 dægurmál Helgin 29. júní-1. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.