Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Page 10
Fk-4 www.frikirkja.is Fimmtudagur 20. september 2007
Fullorðnir eru
líka velkomnir
Það er alltaf glatt á hjalla í
kirkjunni á sunnudagsmorgnum
og kirkjan þétt setin börnum og
fullorðnum. Sunnudagskólinn er
í kirkjunni alla sunnu dags -
morgna kl. 11.
Sigríður Kristín, Edda, Hera,
Erna, Örn og Skarphéðinn hafa
umsjón með sunnudagaskól an -
um en þess má geta að þau Örn
og Edda hófu sitt samstarf í
sunnu dagaskólanum fyrir rúm -
um 22 árum síðan.
Það hefur vakið athygli margra að í
Fríkirkjunni er það ekki aðeins orgelið
sem notað er til undirleiks heldur koma
þar fleirri hljóðfæri við sögu. Þannig er
Örn Arnarson tónlistarstjóri kirkjunnar
gítarleikari og hefur fengið til liðs við sig
góða tónlistarmenn sem skipa hljómsveit
kirkjunnar, Fríkirkjubandið. Þar er fyrst
að nefna Skarphéðinn Þór Hjartarson
organista sem einnig spilar á píanó og
hljómborð, Guðmund Pálsson sem spilar
á bassa og oft er Þorvaldur Þorvaldsson
með þeim félögum og spilar á trommur
auk þess að vera liðtækur söngvari eins
og þeir félagar reyndar allir.
Líflegt í sunnudagaskólanum
Barnakór
Fríkirkjunnar
Barnakór fyrir börn á aldrinum
7-10 ára verður starfandi í vetur
og stjórnandi kórsins er Skarp -
héðinn Þór Hjartason organ isti
kirkjunnar. Skarp héð inn hefur
góða reynslu þar sem hann hefur
starfað sem tón mennta kennari
um árabil og stjórn aði Barnakór
Víðistað skóla. Kóræfingar eru í
safnaða rheim ilinu á miðviku -
dögum kl. 17.
Skráning í
söfnuðinn
Það er mikilvægt fyrir
Fríkirkjusöfnuðinn að þau sem
leita þangað þjónustu séu skráð
í söfnuðinn. Þetta er vegna þess
að sóknargjöldin sem ríkið
innheimtir fyrir Þjóðkirkju,
fríkirkju og aðra söfnuði eru
einu tekjur safn aðarins. Þannig
nýtur söfn uð urinn ekki þess
fjárhagslega stuðnings sem
ríkið veitir Þjóðkirkjunni með
því að greiða laun þjóð kirkju -
presta og greiða í Jöfn unarsjóð
sókna ofl. Til þess að mæta
þessari miklu mismunun er
mikilvægt að þeir sem finna sig
í starfi Fríkirkjunnar og líta á
hana sem sína kirkju séu þar
skráðir.
Lífsleikni í
Iðnskólanum
Prestar Fríkirkjunnar hafa að
ósk Iðnskólans hér í Hafn arfirði
tekið að sér þann þátt í Lífs -
leikni kennslu skól ans þar sem
fjall að er um sorg, áföll og
áfalla hjálp. Alls er um að ræða
fjór ar kennslu stundir með
hverj um bekk en í tveimur seinni
kennslu stundunum heim sækja
nem endur kirkjuna og kynnast
sérstaklega starfi prestanna.
Gítar, bassi og trommur
Þakkir
Guðmundur E. Árnason,
fyrr verandi gjaldkeri Fríkirkj -
unn ar lést 31. ágúst síðast
liðinn. Guðmundur sat í
safnaðar stjórn og var gjald -
keri í rúma tvo áratugi. Auk
þess höfðu prestar safnaðar -
ins um árabil viðtalsaðstöðu
á heimili hans og Grétu. Fór
orð af því hve hlýlega þau
hjón tóku á móti fólki sem átti
erindi við prestana og oft var
stofan þeirra full af fólki sem
beið eftir viðtali.
Erna með börnunum í Sunnudagaskólanum.
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n