Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Side 14

Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Side 14
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. september 2007 Í lok marsmánaðar sl. keypti eignarhaldsfélagið Reynimelur ehf. fyrirtækið Kynnisferðir ehf. af FL Group hf. Reynimelur er félag sem stofnað var vegna þessara kaupa á Kynnisferðum m.a. af hópferðafyrirtækjunum SBA-Norðurleið ehf. og Hag - vögnum/Hópbílum hf. Kaup in voru tilkynnt til Sam keppnis - eftirlitsins í maímánuði sem samruni. Kynnisferðir, SBA-Norðurleið og Hagvagnar/Hópbílar hafa um margra ára skeið verið um - fangsmikil í fólksflutningum hér á landi, s.s. á sviði hópferða og sk. dagsferða. Auk þess hafa Kynnis ferðir verið lang umsvifa - mesta fyrirtæki landsins í sér - leyfisakstri, t.d. á leiðinni milli Reykjavíkur og Leifs stöðvar. Þá stunda félögin akstur fyrir sveitarfélög á strætisvagna leið - um. Það er mat Samkeppnis eftir - litsins að hefði samruninn verið lát inn óátalinn hefði orðið til mark aðs ráðandi staða á þeim mark aði sem þessi fyrirtæki starfa á, en samanlögð mark aðs - hlutdeild þeirra er tæplega 60%. Til samanburðar nemur hlutdeild annarra einstakra keppinauta mest 5-10% af markaðnum. Að mati Samkeppniseftirlitsins hindr ar samruninn virka sam - keppni á umræddum markaði fyrir fólksflutninga og vinnur því gegn markmiði samkeppnislaga. Af þeim sökum hefur Sam - keppniseftirlitið ógilt samruna félaganna með vísan til heim - ildar í 17. gr. samkeppnislaga Fá ekki að kaupa Kynnisferðir Samkeppniseftirlitið bannar fyrirtæki í eigu Hóp - bíla og SBA-Norðurleiðar að kaupa Kynnisferðir Laus störf í Flensborgarskólanum Flensborgarskólinn leitar eftir starfsmönnum í eftirtalin störf: • Stuðningsfulltrúi á starfsbraut 100% staða • Þjónustuliði í dagræstingu 100% staða Í bæði störfin kemur minna starfshlutfall vel til greina. Launakjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi. Umsóknarfrestur er til 11. október n.k. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum. Umsókn skal senda til Flensborgarskólans í Hafnarfirði, Póshólf 240, 222 Hafnarfirði, merkt starfsumsókn eða í tölvupósti á netfangið flensborg@flensborg.is . Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur Einar Birgir Steinþórsson skólameistari í síma 5650400 en einnig er hægt að fá upplýsingar með fyrirspurn á netfangið flensborg@flensborg.is . Ýmsar upplýsingar um skólann og starfsemi hans er að finna á heimasíðu hans www.flensborg.is . Skólameistari Hádegistónleikarnir sem Anton ía Hevesi hefur staðið fyrir í samstarfi við Hafnarborg undan farin ár hafa notið gífur - lega vinsælda og hefur ávallt verið þéttsetinn salurinn. Fyrstu tónleikar vetrarins verða 4. október en þá hefur Antonía fengið með sér Hönnu Björk Guðjónsdóttur, spópran - söngkonu sem víða hefur komið fram sem einsöngvari, einkum við kirkjulegar athafnir og með kórum. Yfirskrift þessara fyrstu tónleika er „Íslenskt - já takk!“ Elínu Ósk Óskarsdóttur er óþarft að kynna, þessi ástsæli söngvari Hafnfirðinga verður með Antoníu 1. október og flytja þær stöllur þýska dagskrá. Þann 6. desember fær Antonía Ingveldi Ýr Jónsdóttur, messó - sópransöngkonu sem syngur sem sópransöngkona á tónleikum sem hefur yfirskriftina „Sópran út úr skápnum“. Tónleikarnir eru á fimmtu dög - um og hefjast kl. 12. Hádegistónleikarnir hefjast á ný 4. október Hanna Björk, Elín Ósk og Ingveldur Ýr Hanna Björk Guðjónsdóttir Antonía Hevesi Ingveldur Ýr JónsdóttirElín Ósk Óskarsdóttir Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis - flokksins lögðu til á bæjar - stjórnar fundi í byrjun mánaðar - ins að hlutur Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja verði seldur til Orku - veitu Reykjavíkur í sam ræmi við sam - komulag þar um frá í sum ar. Meirihluti bæj - ar stjórnar vísaði tillög - unni frá. Þegar íslenska ríkið ákvað sl. vetur að selja hlut sinn í Hitaveitu Suð ur nesja kom í ljós að í félaginu fólust gríðar leg verðmæti. Ráðgjafar - fyrirtækið Capacent Gallup mat þá hlutinn í Hitaveitu Suðurnesja á genginu 3,1 en tilboð Orku - veit unnar í hluti Hafnarfjarðar frá í sumar, er á genginu 7, sem þýðir að hlutur Hafnarfjarðar í fyrirtækinu er um 8 milljarða króna virði. Svigrúm til að lækka skatta í Hafnarfirði Það er mat okkar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að verð - matið sé það hátt að ganga beri frá sölunni sem fyrst. Sam komu - lag Hafnar fjarðar - bæjar og OR gildir til næstu áramóta en í hverjum mánuði sem líður verð ur Hafnar - fjarðar bær af um 100 milljón um króna í vexti af þeim 8 millj - örð um sem fengj ust fyrir söluna. Söluand - virðið kæmi bæjarsjóði afar vel nú til að greiða niður skuldir bæjar félags ins og skapa þann ig svigrúm til að lækka útsvar og fasteigna gjöld bæjarbúa. Ljóst er að með breyttu eignar - haldi á Hita veitu Suðurnesja hafa skapast aðstæður þar sem rekstur fyrir tækisins verður að teljast áhættusamari en áður og er það ekki hlutverk sveitarfélags eins og Hafnarfjarðar að standa í rekstri af því tagi. Útsvars greið - endur í Hafnarfirði gera kröfu til þess að gætilega sé farið með sameiginlega fjármuni þeirra. Þess ber þó að geta að með söl - unni á hlut Hafnfirðinga í Hitaveitu Suðurnesja er ekki verið að afsala sér jarðhita - réttindum í landi Hafnarfjarðar. Heilladrjúgt skref að sameina Einnig er vert að rifja upp hversu heilladrjúgt skref það var þegar ákveðið var að sameina Rafveitu Hafnarfjarðar Hitaveitu Suðurnesja en Hafnarfjarðarbær eignaðist þá 16,6% hlut í HS. Sú ákvörðun var tekin árið 2000 undir forystu Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og er nú að koma í ljós hve mikil verðmætasköpun í því fólst. Þessi verðmæti ber að innleysa sem fyrst á meðan svo hátt verð býðst í hlutinn. Höfundur er bæjarfulltrúi. Mikil verðmæti fyrir Hafnfirðinga Rósa Guðbjartsdóttir Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.