Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 2
Tónleikar í Gamla
bókasafninu í kvöld
Hljómsveitirnar Gordon Riots, Palm -
print in Blood og Kid Twist troða upp
og verða þessir tónleikar í þyngri
kantinum fyrir þá sem fíla. Húsið
verður opnað kl 19.30 en tónleikarnir
hefjast kl. 20. Aðgangur er ókeypis.
Hljómsveitir sem hafa áhuga á að
spila á tónleikum Gamla bókasafnsins
geta haft samband í við Gamla bóka -
safnið, gamlabokasafnid@gmail.com
Verk eftir hafnfirska
listamenn í Hafnarborg
Í tilefni af 100 ára afmæli Hafnar -
fjarðarkaupstaðar er efnt til sýningar í
Hafnarborg á verkum 50 mynd lista -
manna sem hafa allir einhver tengsl
við Hafnarfjörð. Flestir þeirra eru hér
bú settir eða hafa vinnustofur sínar hér,
aðrir eiga rætur hér en búa utan bæjar -
ins og nokkrir eru búsettir erlendis.
Allir eiga það sameiginlegt að hafa sótt
menntun sína í viðurkennda lista -
háskóla og að vera starfandi mynd -
lista menn. Listamennirnir hafa sjálfir
valið verkin en starfsfólk og listráð
Hafnarborgar setja sýninguna upp.
Sýningin verður opnuð á laugar dag -
inn kl. 15. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri
Hafnarfjarðar opnar sýninguna.
Opið hús hjá 60+
60+ Hafnarfirði verður með opið hús,
spjall-íhugunar-kaffisetur að Strand -
götu 43 á þriðjudögum og föstu -
dögum 10-12, fyrst á þriðjudaginn.
Veit ingar og hóflegt meðlæti. Þetta er
sér staklega fyrir 60 ára og eldri, en
allir er velkomnir. Bæjarfulltrúar, þing -
menn og nefndar fólk er velkomið til
að veita upplýsingar og skynja bak -
land sitt.
Aðalfundur 60+
Aðalfundur 60+ Hafnarfirði verður
haldinn nk. þriðjudag kl. 17 að
Strand götu 43. Venju leg aðal fundar -
störf. Gestur fund ar ins verður Margrét
Mar geirs dóttir for maður Félags eldri
borgara í Reykja vik og ræðir um
málefni eldri borgara.
Sýningar í Bæjarbíói
Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik -
myndasafn Íslands Benjamín dúfu,
(1995) í leikstjórn Gísla Snæs Erlings -
sonar.
Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik -
mynda safn Íslands sovésku kvik -
mynd ina Uppgönguna. Leikstjóri er
Lar issa shepitko. Sögusviðið er heim -
styrjöldin síðari. Skæruliðarnir Sotn -
ikov og Rybak leggja í ferð langt inn á
óvina svæði í leit að vistum fyrir svelt -
andi félaga sína.
9. Hamravellir, leikskóli
Fræðsluráð tók, á fundi sínum
þann 4. feb. sl., jákvætt í erindi
Skóla ehf. þar sem lýst er áhuga á
að fara í viðræður um þjónustu -
samning vegna reksturs á
leikskólanum Hamravöllum. Leik -
skólinn yrði heilsuleikskóli þ.e. að
starf leikskólans byggðist á svo -
nefndri „Heilsustefnu“ sem þróast
hefur á undanförnum tíu árum.
Stefn an byggir á næringu,
hreyfingu og listsköpun í leik auk
um hverfisverndar. Formanni,
fræðslu stjóra og þróunarfulltrúa
leikskóla var falið að hefja við -
ræður við Skóla ehf. um þjónustu -
samning vega reksturs leik -
skólans. Á fundi ráðsins 18. feb.
sl. var lagt fram verðtilboð í rekstur
skólans.
Lögð voru fram drög að samn -
ingi á grundvelli umrædds tilboðs,
um rekstur leikskólans Hamra -
valla í Hafnarfirði, milli Hafnar -
fjarðarkaupstaðar og Skóla ehf.
Fræðslustjóri gerði grein fyrir
samn ingsdrögum.
Sjá bókanir VG og
Samfylkingar á vef bæjarins
www.hafnarfjordur.is.
4. Flatahraun 13, deiliskipulag
Tekin fyrir tillaga Eyktar hf. að
breyttu deiliskipulagi lóðarinnar
Flatahraun 13 skv. uppdrætti
dags. 15.11.07. Skipulags- og
bygg ingarráð vísaði erindinu í
aug lýsingu skv. 1. mgr. 26. greinar
skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997 m.s.br. Erindið hefur ver -
ið auglýst. Engar athugasemdir
bárust. Áður lagt fram bréf Vega -
gerðarinnar dags. 11.01.08 þar
sem óskað er eftir frekari gögnum
sem sýna afstöðu bygginga á lóð -
inni gagnvart Hafnarfjarðarvegi og
fleira. Fram kemur að Vegagerðin
getur ekki fallist á neinar fram -
kvæmdir innan veghelgunar -
svæðis Fjarðarhrauns. Lagður
fram tölvupóstur Jóns Guð -
mundssonar dags. 21.02.2008.
Skipulags- og byggingarráð
felur skipulags- og byggingarsviði
að ræða við skipulagshönnuð um
mörk bílakjallara og bílastæða.
5. Bifreiðastöð BSH, réttur á
leigubílastæðum.
Bjarni Hall fyrir hönd leigu bíla -
stöðvarinnar BSH óskar eftir þrem
sérmerktum stæðum við Fjörðinn
skv. tölvupósti 31.01.2008. Erindið
var til umfjöllunar á afgreiðslufundi
skipulags- og byggingarfulltrúa
20.02.08, sem vísaði því til
skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð
samþykkir framkomna tillögu um
að merkja stæðin sérstaklega fyrir
leigubíla almennt og vísar
merkingu stæðanna til fram -
kvæmda sviðs.
14. Lækjargata 2, Dvergslóðin,
deiliskipulag
Skipulags- og byggingarsvið
kynnir hugmyndir að uppbyggingu
og skipulagi reitsins.
Skipulags- og byggingarráð
felur skipulags- og byggingarsviði
að hefja vinnu við forsögn að
deiliskipulagi reitsins með hliðsjón
af framkominni tillögu, sem verði
útfærð og sýnd sem dæmi um
útfærslu.
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. mars 2008
Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
Álit Samkeppnisstofnunar um að lagst verði
gegn því að Orkuveita Reykjavíkur fullnusti
samning við Hafnarfjarðarbæ um kaup á hlut
bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja hefur vakið mikið
umtal. Það má í raun teljast nokkuð sérstakt að
stofnunin vilja gera athugasemd við kaup OR á
hlut Hafnarfjarðarbæjar á meðan engin athuga -
semd var gerð við kaup OR á hlut af Reykja -
nesbæ. Það hlýtur að segja okkur að Sam keppnis -
stofnun horfir til hlutfalls hlutafjár í HS sem þá
yrði í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. En það kemur Hafnarfjarðarbæ
ekkert við og það hlýtur að vera vandi OR að stilla af sína hluta -
fjáreign. Þá þurfi að horfa til þess að samningurinn við Hafnar -
fjarðarbæ var gerður á undan kaupunum á hlut Reykjanes bæjar. Hins
vegar er ekki óeðlilegt að horfa til þess að bæjarstjórn Hafnarfjarðar
er búin að draga lappirnar í þessari sölu og fyrst áhugi var fyrir
sölunni átti að ljúka henni af sem fyrst. Verðið var fastsett og hver
dagur í bið var því í raun vaxtatap fyrir Hafnarfjarðarbæ. Arðurinn af
hlutum í HS kemur hvergi til að vega þar á móti. Forsvarsmenn
bæjarins hafa borið við að tíma hafi tekið að ákveða hvort selja skyldi
en ljóst var strax að fulltrúar D-lista vildu selja og samningurinn við
OR var gerður af meirihluti bæjarstjórnar svo hver skyldi hafa verið
svona óákveðinn?
Nú mun Hafnarfjarðarbær hafa fengið samkeppnislögfræðing til að
vinna með bænum við úrlausn málsins og bæjarstjóri hefur sagt
opinberlega að málið sé mjög einfalt, samningurinn standi enda
enginn fyrirvari í honum vegna slíks. Spennandi verður að sjá hvert
opinbert álit Samkeppnisstofnunar verður en álitið sem sagt hefur
verið frá var sent út sem trúnaðarmál!
Guðni Gíslason
www.hafnarfjardarkirkja.is
Sunnudagur 9. mars — Boðunardagur Maríu
Guðsþjónusta kl. 11
Prestur sr. Þórhallur Heimisson
Ræðuefni: María móðir Guðs.
Jóhanna Ósk Valsdóttir syngur Maríulag
Kantor: Guðmundur Sigurðsson.
Barbörukórinn í Hafnarfirðir leiðir söng.
Sunnudagaskóli
fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu
Víðistaðakirkja
Sunnudagurinn 9. mars
Sunnudagaskólinn kl. 11.00
Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri
Guðsþjónusta kl. 13.00
Kór Víðistaðasóknar syngur
undir stjórn Úlriks Ólasonar.
Aðalsafnaðarfundur
fimmtudaginn 13. mars kl. 18.00
í safnaðarheimilinu
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Kyrrðarstundir
á miðvikudögum kl. 12.00
Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.
Opið hús fyrir eldri borgara
á miðvikudögum kl. 13.00
Spil, spjall og kaffiveitingar
Foreldrastundir
á fimmtudögum kl. 13.00
Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra.
www.vidistadakirkja.is
Verið velkomin!
Bragi J. Ingibergsson,
sóknarprestur