Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 10
Ágætu íbúar Hvaleyraholts,
Ég vil hvetja ykkur til að mót -
mæla breyttu deiliskipulagi við
Reykja nesbraut í Hafn ar firði sem
nú er til kynn ingar. Gert
er ráð fyrir mislægum
gatna mót um við nýjan
Krýsu víkurveg sem mun
tengj ast Suðurbrautinni.
Þetta mun opna fyrir alla
um ferð frá Suður nesj -
um, Vallahverfinu og
nýja iðnaðarhverfinu inn
í gegnum Hvaleyrar -
holtið. Í reynd er verið
að opna gamla Keflar -
víkur veginn aft ur í gegn -
um hverfið okk ar! Viljum við það?
Við sem mun um hvernig það var á
meðan Kefla víkur veg ur inn var í
gegnum Hval eyrarholtið og hversu
mikill munur það var að losna við
allan hávaðann frá um ferðinni,
teljum að það sé verið að troða
gróflega á rétti okkar núna.
Stysta og greiðfærasta leiðin úr
nýju hverfunum í miðbæinn
Eins og við vitum er Vallahverfið
ört vaxandi auk þess sem framtíðar
byggingarland fyrir íbúðarbyggð
og iðnaðarhverfi er á þessu svæði,
skv. Aðalskipulagi Hafnar fjarð ar -
bæjar. Skipulagsyfirvöld eru búin
að tryggja með því að setja a.m.k. 7
kröpp hringtorg á Ásbrautina að
flutn ingabílar munu ekki fara um
Valla hverfið og með þessum fyrir -
huguðu mislægu gatna -
mótum eru þeir að
tengja iðnaðarhverfið,
Valla hverfið, fyrirhugað
Hamra nes hverfi og
Krýsuvíkurveginn við
Suðurbraut. Þar með er í
reynd verið að beina
um ferðinni og þunga -
flutningum í gegn um
hverfið okkar þar sem
þetta verður þá stysta og
greiðfærasta leiðin fyrir
bíla- og vörubílaumferð að kom ast
niður á hafnar svæð ið og í mið -
bæinn. Í dag búa tæp lega 3.300
manns í Vallarhverfinu og á næstu
árum er, skv. upplýsingum frá
Hafnar fjarðarbæ, gert ráð fyrir að
reisa 800 íbúðir til viðbóta í Valla -
hverfi (7. áfanga) og Hamra nesi (1.
áfanga), auk annarra áfanga/ hverfa
sem munu rísa á svæð inu. Hellna -
hraun (3. áfangi) verð ur með um
100 atvinnulóðir og í Kap hellu -
hrauni eru nú þegar 20 atvinnulóðir.
Því er ljóst að það á eftir að marg -
faldast íbúafjöldi og starfsemi á
þessu svæði. Þá er einnig ljóst að
skv. umferðaspám að þessi veg -
tenging mun stórauka umferð um
Hvaleyraholtið. Til dæmis er gert
ráð fyrir að um nýjan Krýsu víkur -
veg, sem ráðgert er að tvö falda í
fram tíðinni, fari 14.000 bílar á
sólar hring árið 2024.
Hávaði og mengun eykst
Á kynningarfundi sem haldinn
var í Hafnarborg 25. febrúar s.l.
kom fram að engar athuganir hafa
farið fram á hversu mikil aukning á
hávaða og mengun þetta mun hafa
í för með sér við Suðurbrautina og
nágrenni. Ekki er heldur gert ráð
fyrir að gera neinar ráðstafanir
gagnvart aukinni hávaðamengun
frá þessari auknu umferð um
Suðurbrautina en skv. skipulags til -
lögu verða hins vegar byggðar
hljóð manir og hljóðveggir við
Reykja nesbraut og Strandgötu.
Aukin hætta af umferð fyrir
börnin í hverfinu
Ég man ekki betur en að ástæða
þess að öll þessi hringtorg voru sett
á Ásbrautina í Vallahverfinu var að
það skapaðist of mikil hætta af
umferð fyrir börnin í hverfinu. Nú
virðist það vera alveg í lagi að beina
allri þessari umferð fram hjá
Hvaleyrarskólanum og barna heim -
ilum í hverfinu okkar. Eigum við
ekki alveg eins mikinn rétt á því að
gætt sé að öryggi þeirra barna sem
búa á Hvaleyrarholtinu? Þau þurfa
líka að fara yfir Suðurbrautina. Það
er hreint ótrúlegt að Hafna fjarðar -
bær telur að tvær hraðahindranir og
ein miðeyja nálægt Hval eyrar -
skólanum nægi til að minnka um -
ferðaþungann um hverfið. Hvora
leið ina myndi ökumaður velja ef
hann væri að velja sér greiðfæra
leið niður í miðbæ: tvær hraða -
hindranir á Suðurbraut eða a.m.k. 7
hringtorg á Ásbrautinni?
Sýnum samstöðu - Mótmælum
skriflega fyrir 13. mars
Mér finnst það ansi sérkennilegt
að Hafnar fjarðarbær heldur kynn -
ingarfund fyrir íbúa í nágrenni
Reykjanesbrautar og Strandgötu,
26. október 2006. Eigum við sem
búum inn í miðju hverfi nálægt
Suðurbraut ekki einnig jafnmikilla
hagsmuna að gæta í þessu máli?
Hér er Hafnarfjarðarbær að mis -
muna okkur íbúunum gróflega. Þeir
virðast vilja gleyma því að fólk var
almennt mótfallið því að fá þessa
umferð í gegnum hverfið. Því var
mótmælt fyrir nokkrum árum síðan
og þá var fallið frá þessum mislægu
gatnamótum. Bæjarstjórn lofaði þá
að ekki yrði farið í þessar aðgerðir.
En nú virðist sem keyra eigi þetta
mál í gegn. Þeir sem kynntu þetta á
fundinum í Hafnarborg héldu því
fram að þeir væru að gera þetta fyrir
okkur sem byggjum á Holtinu þar
sem þetta myndi stytta leið okkar í
Bónus í Vallahverfinu! Væri ekki
réttast að þeir leyfðu okkur að kjósa
um hvort við viljum halda áfram að
búa í rólegu hverfi eða að taka smá
krók á sig ef menn ætla sér í Bónus!
Ég stórlega dreg það í efa að það sé
þeim efst í huga að stytta leiðina
fyrir íbúa Hvaleyrarholts. Þeir eru
ekki að fara í hundruði milljóna
króna framvæmd með mislæg
gatnamót til að stytta leið okkar í
Bónus, sérstaklega í ljósi þess að
íbúarnir mótmæltu þessari fram -
kvæmd kröftulega fyrir nokkrum
árum síðan.
Ef þið viljið kynna ykkur til lög -
una og umhverfisskýrslu nánar þá
er þær að finna á vefsíðu Hafnar -
fjarðarbæjar:
Við höfum fram til miðviku dags -
ins 13. mars n.k. að mótmæla þessu
skipu lagi og vil ég hvetja alla til
þess að senda inn skriflegar athuga -
semdir til skipulags- og bygg ingar -
sviðs Hafnarfjarðarbæjar og/eða
senda tölvupóst með at huga -
semdum á bjarkij@hafnar fjordur.is
Höfundur er íbúi á
Hvaleyrarholti.
Mótmælum breyttu skipulagi!
Stóraukin umferð í gegnum Hvaleyrarholt
Helga
Kristjánsdóttir
90m², 3 herb. íbúð á Hringbraut til
leigu frá 5. maí. Íbúðin er í mjög
góðu standi, öll tekin í gegn fyrir
nokkrum árum síðan og húsið mál -
að að utan í fyrra. Stór garður og
stutt í leik-, grunn- og framhalds -
skóla sem og í miðbæinn.
Verð 135 þús. Nánari upplýsingar
í s.821 8416 eða 663 2078.
Rafvirki með góða og fjölbreytta
reynslu getur bætt við sig
verkefnum. Upplýsingar í síma
692 3495, rafvirkinn@visir.is
Ert þú í líkamlegu eða andlegur
ójafnvægi? Svæðameðferð gæti
hjálpað þér. Ásta, svæðanuddari.
Tímapantanir í s. 848 7367. Er með
aðstoð í íþróttahúsinu Ásvöllum.
Þú getur sent
smáauglýsingar á:
a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s
e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066
A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i
r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r .
Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T
R e k s t r a r a ð i l a r :
F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r !
Rafvirki
Heilsa
Húsnæði í boði
V e r s l u m í H a f n a r f i r ð i !
.. . það e r bara svo mik lu skemmt i leg ra
w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. mars 2008
Eldsneytisverð
5. mars 2008 í Hafnarfirði:
Sölustaður 95 okt. dísil
Atlantsolía, Kaplakr. 138,2 143,1
Atlantsolía, Suðurhö. 138,2 143,1
Orkan, Óseyrarbraut 138,1 143,0
ÓB, Fjarðarkaup 138,1 143,0
ÓB, Melabraut 138,2 143,1
Skeljungur, Rvk.vegi 139,8 144,5
Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og
eru fundin á vef síð u olíufélaganna.
N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu.
Að auki getur verið í boði sérafsláttur.
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann JónassonSverrir Einarsson Yvonne Tix
Setbergsskóli
Sóttu um
stöðu
skólastjóra
Nýlega var auglýst staða
skólastjóra við Setbergsskóla
laus til umsóknar. Eftirtaldir
sóttu um stöðuna:
Anna L. Sigurðardóttir
Ágústa Elín Ingþórsdóttir
Elsa Bjartmarsdóttir
Eyjólfur Bragason
Finnbogi Sigurðsson
Hanna Hjartardóttir
Jón Rúnar Hilmarsson
María Pálmadóttir
Nanna Sjöfn Pétursdóttir
Stella Á. Kristjánsdóttir
Sveinn Þór Elinbergsson
Valdimar Víðisson
Hnýtinga -
kvöld hjá SVH
Í kvöld, fimmtudag, kl. 20
verður hnýtingakvöld í opnu
húsi hjá Stangaveiðifélagi
Hafnar fjarðar að Flatahrauni
29. Allir eru velkomnir.
Forstöðumaður
ráðinn
Björg Snjólfsdóttir hefur
verið ráðinn forstöðumaður
Sund miðstöðvarinnar á Ás -
völlum. Björg hefur meðal ann -
ars starfað sem forstöðu maður
Sundhallar Reykjavíkur um
árabil og hlotið menntun úr
Tækni skólanum í iðn rekstrar -
fræði og frá endur mennt un HÍ í
starfsmanna- og mannauðs -
stjórnun. Alls sóttu ellefu um
starf forstöðumanns.
ÞAÐ ER TIL LAUSN!
AA fundur • Kaplahrauni 1
miðvikudaga kl. 19.45
Hvaleyrarbraut 41, Hafnarfjörður
Til leigu 535 m² atvinnuhúsnæði á jarðhæð á þessum
eftirsótta stað sem er í návist við alla helstu þjónustu.
Húsnæðið er með góðri lofthæð og góðum innkeyrsluhurðum.
Húsnæðið verður laust frá og með 1. júlí 2008.
Hagstætt leiguverð — Upplýsingar í síma 565 1144. Leiðrétting
Haukastúlkur töpuðu fyrir
Grindavík 77-67 en ekki fyrir
Njarðvík eins og missagt var í
umfjöllun í síðasta blaði.
Er beðist velvirðingar á mis -
tök unum.