Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. mars 2008 Íbúð til sölu Lýsing eignar: Sameig - inleg ur inngangur á hæð inni, rúmgóð forstofa. Hol með vönduðum skápum. Bað - herbergi flísalagt með sturtu, gluggi á baði. Stórt og gott svefn her bergi með mjög vönduðum skápum. Ske mmtilegt lítið barna her - bergi. Eldhús ný stand sett, falleg ný inn rétting með mahogny lím tré á borð um, góð borð stofa. Björt og falleg stofa. Stigi niður úr stofu á neðri hæð í gott herbergi. Einn ig er í kjallara gott sam eiginlegt þvotta - hús og sér geymsla. Eik ar - parket og flís ar á gólfum, lakk að gólf á her bergi niðri. Hús klætt að ut an að hluta til. Falleg, mik ið endurnýjuð eign, frá bær staðsetning rétt við miðbæinn. Sérlega falleg nýstandsett 4ra herbergja íbúð á neðri hæð fjórbýlishúsi á gamla Álfaskeiðinu. Íbúðin er 80,7 m² með geymslu og herbergi í kjallara. Nánari upplýsingar á www.hraunhamar.is © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Svokallað stríð gegn hryðju - verkum sem hófst eftir árasirnar á New York í september 2001 er á algjörum villigötum. Það hefur sýnt sig áður að hefð - bund inn hernaður dug - ar skammt gegn skæru - liðum og andspyrnu - öflum hvort sem menn vilja kalla þau öfl frelsis heri eða hryðju - verkamenn. Banda - ríkja menn sem enn vilja vera í hlutverki „lögreglu heimsins“ hafa ekkert lært af reynsl unni frá Víetnam. Það er heldur ekki hægt að velja sér við fangsefni, fjandmenn eða sam herja, eftir hentugleikum. Það er ekki hægt í öðru orðinu að segjast vilja halda uppi lýðræði og frelsi og í hinu styðja við öfl sem berjast gegn þessum hugtökum. Islamistar, öfgasinnaðir mús - limar, krefjast jafnréttis og fulls at hafna- og framtaksfrelsis á Vestur löndum en hefta þau og hamla gegn þeim í sínum heima - löndum. Hvar eru kirkjurnar í Saudi-Arabíu og Íran? Í flestum tilfellum snúast þessi átök um bar áttu fólks sem vill halda sig við lýð ræði og frjáls - lyndi og ofstæk isfulla múslima sem eru með annan fótinn aftur í mið öldum. Inn rásir vestrænna ríkja inn í lönd múslima er von - laus aðferð til að ráða niðurlögum þessara afla. Við verðum einnig að hamla gegn áróðri og hat urs - herferð andlegra leiðtoga islam - ista í Evrópu sem vilja innleiða miðaldasiðferði sitt í Evrópu og bregðast við brotum þeirra af harðfylgi. Það geta engir aðrir en múslimar sjálfir leyst þessa þraut en til þess þurfa þeir hjálp frá lýðræðissinnum í öðrum löndum. Vesturlandabúar verða að fara að gera það upp við sig hvernig þeir vilja og ætla að vinna bug á þessum afturhalds- og ofstækis - öflum. Það gengur ekki að í öðru orðinu vilja þeir styðja við bakið á frjálsræðisöflum en í hinu styðja við einræðisstjórnir sem leynt og ljóst styðja ofbeldis öflin. Við þurfum einnig að fara að taka alvarlega því fólki sem sest hefur að í Evrópu t.d. en hefur það að markmiði að útrýma kristni og vestrænum gildum. Það hefur einnig sýnt sig að of beldis öflin hafa hreiðrað um sig í moskunum og trúar bragða skól um islam ista í Evrópu jafnt sem annars staðar þar sem börnum er innrætt hat ur á Vesturlöndum og talin trú um að með því að fórna lífinu í sjálfs morðsárásum séu þau að uppfylla óskir Allahs. Hvað er Allah? Allah eins og Je - hova/Jahve og Drott - inn kristinna manna eru ein - faldlega einn og sami guðinn. Guð Abrahams. Öll orðin tákna Guð. Guð gefur einfaldlega ekki slíkar fyrirskipanir. Öfga menn irnir, hvort sem þeir eru múslimar eða annarrar trúar eru að mistúlka ritningarnar sjálf - um sér í hag og ég efast stórlega um að þeir séu yfir höfuð trúaðir. Umburðarlyndi gagnvart þessu fólki gengur ekki. Þeir sem vilja berjast gegn þessum ofbeldis - öflum eru gjarn an kallaðir fasistar eða kyn þáttahatarar. Þessi barátta hefur ekkert með kynþáttamál að gera og heldur ekki andúð á Islam sem trúarbrögðum. Á Íslandi ríkir fullt trúfrelsi. En við eigum ekki að hika við að berjast gegn ofbeldisöflunum með þeirra eigin vopnum. „Bók bókanna“ segir okkur hvernig við eigum að taka á þessu. „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.“ Herða verður reglur um það hverjir fái að setjast að í löndum Evrópumanna. Þeim sem ekki samþykkja að fara að lögum og siðfræði þeirra landa sem þeir vilja setjast að í, eiga ekkert erindi inn í okkar samfélög. Þeir sem brjóta gegn því eiga að hljóta harðari refsingu en nú er beitt í slíkum málum. Þessu fólki ásamt fjölskyldum þeirra á skilyrðislaust að vísa á brott úr viðkomandi landi. Burt með islamistana, burt með hryðjuverkamenn, burt með kvennakúgara burt með alla sem ekki vilja fallast á vestræn mann - gildi. Þeir geta bara verið kyrrir heima hjá sér. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. Stríð gegn hryðjuverkum — barátta á villigötum Hermann Þórðarson Síðastliðin tvö ár hafa Hrafn - istu heimilin sem og önnur hjúkr - unarheimili glímt við töluverðan skort á starfsfólki við að hlynn - ingu. Mikil vinna hefur farið í að fá starfsfólk í lausar stöður og Hrafn ista hefur lagt mikið fé í aug lýsingar sem aðeins hafa skil að hluta af þeirri mönnun sem til þarf. Í dag eru um 30 stöðugildi laus á Hrafnistuheimilunum sem ekki hefur tekist að manna m.a. vegna þess að Hrafnista hefur það mark mið að ráða einungis starfs - fólk í aðhlynningu sem skilur og talar íslensku. Stjórnendur Hrafn istu hafa því spurt sig hvern ig geta þeir staðið dyggi - lega vörð um íslenska tungu og mannað um leið lausar stöður. Úr þessari umræðu spratt hug - myndin að tilraunaverkefninu „Öldubrjót – Íslensku-, sam - félags- og verkmenntaskóli Hrafn istu”. Markmið skólans er að kenna einstaklingum af erlendum uppruna íslensku; að kynna fyrir þeim íslenskt samfélag, gildi þess og viðmið; að kenna aðhlynningu, mannleg samskipti og fleira; að rjúfa félagslega einangrun einstaklinga af erlendum uppruna; að nýta þann mannauð sem einstaklingar af erlendum uppruna búa yfir og að ráða þessa einstaklinga sem framtíðarstarfsmenn Hrafnistu. Þessi markmið eru í samræmi við stefnu ríkistjórnarinnar um aðlögun innflytjenda en þar segir meðal annars að fullorðnir inn - flytjendur bæði á vinnu markaði og utan hans eigi kost á góðri íslenskukennslu og að sam - félags fræðsla sé hluti af íslensku námi fyrir innflytjendur. Í Öldubrjót Hrafnistu eru nemendur um 15 í senn og skólinn starfar í átta vikur sam - fellt frá miðjum febrúar fram í miðj an apríl. Auglýst var eftir umsækjendum auk þess sem starfsmenn í ræstingu á Hrafnistu voru hvattir til að taka þátt til að auka starfsþróun sína. Allir nemendur fá greiddan styrk líkt og þeir væru að vinna á deildum meðan á skólanum stend ur en samkvæmt stefnu ríki sstjórnarinnar um aðlögun inn flytjenda þykir slíkt fyrir - komulag skila bestum árangri. Nemendur stunda nám frá átta á morgnanna og fram eftir degi fyrstu fjórar vikurnar eða sem nemur 80% vinnuhlutfalli. Hluti af hverjum degi er íslensku - kennsla og hluti kennsla um íslenskt samfélag og starfið sem nemendur eru um það bil að fara takast á við. Að lokinni fjögurra vikna kennslu hefst fjögurra vikna að lögun nemenda á þeim deildum sem þeir koma til með að starfa á. Allir fá sinn eigin leiðbeinanda af deildinni sem heldur utan um þessa aðlögun á meðan á henni stendur. Öllum nemendum sem ljúka námi í Öldubrjót verða kynntir framtíðarmöguleikar í starfs þró - un innan Hrafnistu og fá þeir sérstaka hvatningu frá Hrafnistu til að nýta sér þá. Nemendur eru hluti af Mentor - kerfi Rauða kross Íslands. Markmiðið með því er að byggja upp stuðningsnet fyrir konur af erlendum uppruna í íslensku samfélagi með það að markmiði að styrkja þær og efla á atvinnu - markaðinum og rjúfa félagslega einangrun þeirra. Í september árið 2008 er svo áætlað að meta árangurinn með stöðuprófum, könnun innan hópsins og samstarfsmanna á því hvernig þeim fannst tilraunin ganga. Tilraunaverkefnið Öldubrjótur Íslensku-, samfélags- og verkmenntaskóli Hrafnistu Frá púttmóti Hrafnistu í Hafnarfirði L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Settar hafa verið upp eftirlits - myndavélar við Setbergsskóla sem ná eiga yfir allt skólasvæðið. Er eftirlitinu ætlað að auka öryggi nemendanna og minnka líkur á skemmdarverkum. Sjónvarpseftirlit við skólana L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Auglýsingasími Fjarðarpóstsins er 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (06.03.2008)
https://timarit.is/issue/361366

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (06.03.2008)

Aðgerðir: