Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. mars 2008 Starfsmenn Hafnarfjarðar bæj - ar og makar voru mættir í sínu fínasta pússi á Ásvelli á laugar - daginn þar sem árshátíð Hafnar - fjarðarbæjar var haldin, stærri en nokkru sinni fyrr og sagði bæjarstjóri í ávarpi að þarna væru jafnmargir samankomnir og allir íbúar bæjarins fyrir 100 árum. Veislustjóri var Björgvin Frans Gíslason og fór hann á kostum, brá sér í hvert gervið á fætur öðru en hafði móðir sína með svona til öryggis. Hún var reyndar ekki að troða upp í fyrsta sinni í Hafnar - fiði, margir muna eftir henni þegar kveikt var á jólatrénu á Thorsplani einhvern tíman á hinni öldinni, þá í gervi Túrillu. Edda Björgvinsdóttir, Hafnfirð ingur orðin fór einnig á kostum. Bjarni Haukur Þórsson, leikari brá sér í gervi pabbans úr samnefndu leikriti eftir hann sem hefur farið sigurför um landið. Það eru ekki ýkjur að segja að tárin hafi runnið hjá fjölmörgum áhorfendum og hreinlega ultu menn af hlátri. Aðrir sem komu fram stóðu sig með stakri prýði og haft var á orði að sjaldan hafi skemmti - atriði verið eins góð á árshátíð bæjarins og nú í ár. Magni og félagar hans í Á móti sól héldu svo uppi dansfjörinu og sá sjaldan í auðan blett á stóru dansgólfinu. - Glæsileg árshátíð. 1400 manns á velheppnaðri árshátíð Hafnarfjarðarbæjar Hláturtaugarnar kitlaðar til hins ýtrasta — Svipmyndir af hressu fólki L jó s m y n d ir : G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.