Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 6. mars 2008 Verið velkomin á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Hafnarfjarðar og Álftanesskóla, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. í Hafnarborg, þriðjudaginn 11. mars kl. 17 Unnur Björnsdóttir, 6. ÓO Hvaleyrarskóla Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og áætlað er að athöfnin standi í tvær klukkustundir. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Jón Sveinsson (Nonni) og Steinn Steinarr. Við athöfnina verða einnig tilkynnt úrslit í smásagna - samkeppni 8.-10. bekkja og veittar viðurkenningar. Efnt var til samkeppni um boðskort meðal nemenda í 6. bekk í grunnskólunum og verður veitt viðurkenning fyrir það á hátíðinni. Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Í lok ársins voru 63 skip og bátar skráðir í Hafnarfirði. Opnir fiskibátar voru flestir eða 30 og hafði fækkað um 25 á síðustu fjórum árum. Vélskipum hefur hins vegar fjölgað um tvö á þessu tímabili eru nú 28 en togarar eru 5, eins og fyrir 4 árum. 63 skip og bátar skráðir í Hafnarfirði Hefur fækkað um 21 á fjórum árum Það er oft fallegt við höfnina í Hafnarfirði. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Maður lifandi opnar veitinga - stað í Hafnarborg um helgina. Fyrir tæk ið sem fyrir nokkru samein aðist Grænum kosti, er löngu þekkt fyrir vandað og gott heilsu fæði en fyrirtækið rekur nú þegar veitingastaði í Borgar tún - inu og í Hæðarsmára í Kópavogi. Hjördís Ásberg, framkvæmda - stjóri sagði í samtali við Fjarðar - póstinn að gríðarlegur áhugi væri fyrir heilsukosti eins og Maður lifandi býður upp á. Í Hafnarborg verður fjölbreytt úrval græn - metis rétta í boði, kökur og annað meðlæti, ferskir safar og súpa dagsins, allt framleitt eingöngu úr lífrænu hráefni, „tóm hollusta og ekkert gefið eftir í bragð - gæðum,“ segir Hjör dís. Aðspurð sagði hún að karlar sæktust ekki síður í þessa rétti þó konur hafi verið fleiri í byrjun. Þeir væru hins vegar flestir á mið - vikudögum þegar boðið er upp á kjúklingarétt sem rétt dagsins. Fyrirtækið flytur sjálft inn lang mest af sínu hráefni og nær þannig að haldi verðinu niðri að sögn Hjördísar en fyrirtækið rekur öfluga heildsöðu með heilsu vörur auk þess að reka verslunina Grænan kost á Skóla - vörðu stígnum. Hjördís segir eftir spurnina eftir veitingastað með heilsukost mikinn og sem dæmi væri mikið sótt í að þau opnuðu veitingastaði víðar. Heilsusamlegt í Hafnarborg Maður lifandi opnar veitingastað um helgina Hjördís Ásberg, framkvæmdastjóri, Hrafnhildur Sigurðardóttir, sem sjá mun um matinn í Hafnarborg og Helga Mogensen, verkefnastjóri. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Opið hús í kvöld Í kvöld verður hnýtingakvöld hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29. Húsið opnað kl. 20. Heitt á könnunni – Allir velomnir www.svh.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (06.03.2008)
https://timarit.is/issue/361366

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (06.03.2008)

Aðgerðir: