Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 4
Hagstofa Íslands fylgist með fæðingarstað íbúa landsins og eru niðurstöðunum eflaust ætlað að koma til góða í rannsóknum framtíðarinnar. Hafnfirðingar búa hins vegar við það að örfáir fæðast hér á ári hverju þar sem fæðing er skráð í því bæjarfélagi sem fæðingardeildin er þó þar dvelji viðkomandi aðeins í mjög stuttan tíma. Svona skráning skekkir mjög myndina um uppruna íbúanna og áhuga verð - ara væri eflaust að vita búsetu foreldranna á fæðingardegi barns. Í tölum Hagstofunnar um Hafnarfjörð eru því eðlilega flestir fæddir í Reykjavík, 59% íbúa, enda eina fæðingardeildin á Höfuð borgarsvæðinu þar. Næst flestir eru fæddir í Hafnarfirði á meðan fæðingardeild var á Sólvangi en þar á eftir koma íbúar fæddir á Akureyri og Vestmannaeyjar fylgja fast á eftir. Vegna aðferðarfræðinnar komast börn foreldra sem bjuggu í nágranna sveitarfélögunum við fæðingu barn anna ekki á blað því þeir eru einnig skráðir fæddir í Reykja vík. Kannski kominn sé tími til að berjast fyrir að börn foreldra, búsettra í Hafnarfirði, fáist skráð fædd í heimabæ sínum. 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. mars 2008 Fæðingarstaður Fjöldi Aldur: 0-19 20-64 65+ Hafnfirðingar alls: 24.895 7.875 14.745 2.275 Reykjavík 14.720 6.589 7.616 515 Erlendur fæðingarstaður 2.460 622 1.758 80 Hafnarfjörður 2.186 15 1.693 478 Akureyri 630 133 445 52 Vestmannaeyjar 425 36 322 67 Keflavík 400 83 304 13 Akranes 364 88 255 21 Ísafjörður 356 31 249 76 Árnessýsla 221 0 164 57 Siglufjörður 212 5 151 56 Ísafjarðarsýsla 192 0 62 130 Neskaupstaður 162 18 116 28 Aðeins tæp 9% íbúa fæddir í Hafnarfirði 2.168 fæddir í Hafnarfirði og 630 á Akureyri! Gerður Hannesdóttir • 865 4052 • 565 1045 • ghmg@simnet.is NÝR LÍFSSTÍLL — þyngdarstjórnun • ráðgjöf Fríar prufur Innritun nemenda í fyrsta bekk (f. 2002) fer fram í grunnskólum Hafnarfjarðar 10.-14. mars nk. kl. 9.00 – 16.00. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast á milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Hafnarfjörð fyrir næsta skólaár. Innritunin fer fram í grunnskólunum og einnig er hægt að nálgast eyðublöð á heimasíðum skólanna. Nemendur eiga rétt á skólavist í sínu skólahverfi en eins og undanfarin ár geta foreldrar sótt um að senda barnið sitt í aðra grunnskóla og er leitast við að koma til móts við þær óskir. Áslandsskóli sími 585 4600 aslandsskoli@aslandsskoli.is Engidalsskóli sími 555 4433 engidalsskoli@engidalsskoli.is Hvaleyrarskóli sími 565 0200 hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is Lækjarskóli sími 555 0585 skoli@laekjarskoli.is Setbergsskóli sími 565 1011 setbergsskoli@setbergsskoli.is Víðistaðaskóli sími 595 5800 vidistadaskoli@vidistadaskoli.is Öldutúnsskóli sími 555 1546 oldutunsskoli@oldutunsskoli.is Hraunvallaskóli * sími 590 2800 hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is * Í Hraunvallaskóla verða nemendur í 1.-9. bekk næsta skólaár. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í sjálfstætt reknum skólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga á næsta skólaári er til 10. apríl og skulu umsóknir berast Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31 á eyðublöðum sem fást þar eða í þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Einnig er hægt að sækja um rafrænt á www.hafnarfjordur.is Sérhver umsókn gildir fyrir eitt skólaár í senn. Umsóknir um vist í heilsdagsskóla (1.-4. bekk) næsta vetur þurfa að berast til skólanna fyrir lok mars. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði SKÓLASKRIFSTOFA HAFNARFJARÐAR INNRITUN Í GRUNNSKÓLA ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR SÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR.IS Þorramót íþróttafélagsins Fjarð ar í boccia hefur verið árlegur viðburður og í ár var engin undantekning þar á og var mótið haldið í Víðistaðaskóla 16. febrúar. Eins og venjulega var fulltrúum frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness boðið að taka þátt í þessu móti. Mæting var mjög góð og komu fulltrúar frá Hafn arfirði og Garðabæ auk þess sem framkvæmdastjóri ÍSÍ keppti. Þrátt fyrir góða tilburði gest - anna er skemmst frá því að segja að keppendur Fjarðar stóðu uppi sem sigurvegarar og röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjar full trúi afhenti verðlaunin í móts lok. Þorramót Fjarðar í boccia Kátir keppendur Fjarðar í mótslok ásamt Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur sem afhenti verðlaunin. Stefán Konráðsson, fram - kvæmda stjóri ÍSÍ lagði sig fram. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri tilbúinn með kúluna. Handknattleiksdeild Hauka undirritaði nýlega styrktar- og auglýsingasamning við Atlants - skip sem nýlega hefur flutt alla starfsemi sína til Hafnarfjarðar. Að sögn Arons Kristjánssonar er þetta mikilvægur samningur og einn liður í að styrkja fjárhags grundvöll deildarinnar. Birgir Örn Birgisson, markaðs - stjóri Atlantsskipa segir mjög ánægjulegt að geta gert slíkan samning við Haukana, en félagið vilji staðsetja sig sterkt hér í Hafnarfirði. Haukar eru á toppn - um í karlaflokki og vel við hæfi að semja við liðið. Haukar semja við Atlantsskip Handknattleiksdeildin fær styrktaraðila Birgir Örn Birgisson, markaðsstjóri Atlantsskipa og Aron Kristjánsson, þjálfari og framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Hauka handsala samninginn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (06.03.2008)
https://timarit.is/issue/361366

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (06.03.2008)

Aðgerðir: