Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 6. mars 2008 Stefán Páll Lögg. fasteignasali TRAUST VIRÐING ÞJÓNUSTA Bergur Sölufulltrúi Arnar Sölufulltrúi Ásbjörg Sölufulltrúi Gunnar Sölufulltrúi Ingólfur Sölufulltrúi Björn Sölufulltrúi Júlíus Sölufulltrúi Hilmar Sölufulltrúi Ingi Sölufulltrúi Öflugur Sölufulltrúi Öflugur Sölufulltrúi „ Leitum að sölufulltrúum til starfa á nýja starfstöð í miðbæ Hafnarfjarðar “ Ef þig langar að vin na í sp ennan di og trau stu fyr irtæki sendu þá fer ilskrá ásamt mynd á stef anp@r emax. is eða með pósti t il “ Rem ax Fas teignir bt. St efáns, Engjat eig 9, 105 R eykjav ík. Stefán Páll 821 73 37 Við hjá RE/MAX Fasteignum höfum ákveðið að bæta við okkur tveim sölufulltrúum og leitum því að vönduðum einstaklingum til að vinna með okkur. Við hjá RE/MAX Fasteignum leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda í fyrirtækinu og veljum því vandlega fólk í okkar hóp. Við leitum að einstaklingum sem……… • Hafa umfram allt hæfni í mannlegum samskiptum • Jákvæðni • Heiðarleika • Stundvísi • Hafa reynslu af sölumennsku • Hafa reynslu af fasteignamarkaðnum (kostur ekki skilyrð) • Háskólamenntun er kostur ekki skilyrði • Hreint sakavottorð skilyrði w w w .in ho us e. is Tvær líkamsárásir hafa nýlega verið í Hafnarfirði þar sem hníf hefur verið beitt. Sló tvo starfsmenn og slasaði gest Lögreglan var kölluð að Sportbarnum við Flatahraun um helgina vegna slagsmála. Gestur á veitingastaðnum lenti í deilum við starfsfólk staðarins sem end - uðu með því að gesturinn sló tvo starfs menn staðarins. Er gest - urinn var kominn út lenti hann í miklum slagsmálum við annan gest sem enduðu með því að annar þeirra dró upp hníf og beitti honum. Þegar lögreglan kom á staðinn voru mennirnir í mikl um slagsmálum og er þeir voru skildir að kom í ljós að annar hafði hlotið stóran skurð í andlit. Ekki er vitað hvort hnífn - um var beitt í andlit manns ins eða hvort skurðurinn hafi hlotist af höggum en sauma þurfti 18 spor í andlit mannsins. Fólskuleg árás í iðnaðarhverfi Aðfaranótt sunnudagsins 24. febrúar var tilkynnt um fólsku - lega líkamsárás í iðnaðar - hverfinu við Kaplakrika þar sem tveir menn voru á leið heim frá bar í hverf inu. Fjórir menn komu á bifreið og stukku að mönn - unum tveim ur, vopnaðir hnífum og bareflum að sögn þeirra sem urðu fyrir árásinni. Árásar - mennirnir voru á bak og burt er lögreglan kom á staðinn en árásarþolarnir tveir voru talsvert skornir og blóðugir eftir árásina. Allir aðilar málsins er taldir vera af erlendu bergi brotnir. Hnífar á lofti á bar og í iðnaðarhverfi Lögreglan handsamaði árásarmennina Fyrir skömmu tók 10. bekkur í Setbergsskóla sig til og efndi til gala- og skemmtikvölds í skólanum. Tilefnið var fjáröflun vegna ferðalags krakkanna í lok sam ræmdra prófa í vor. Bekkjar - fulltrúar í hverjum bekk höfðu rætt um mögulegar leiðir til fjáröflunar krakkanna fyrir þessa ferð, sem er á vegum foreldra. Sú hugmynd kom upp að halda fjáröflunarkvöldverð þar sem krakkarnir myndu sjá sjálfir um matreiðslu, skreytingar, skemmt - un o.fl. Skólastjórnendur tóku vel í bón um lán á skólanum og leist vel á hugmyndina. Þá var haft samband við Guðberg kokk og var hann strax til í að taka þátt í verkefninu. Bekkjarfulltrúar fengu tvo krakka úr hverjum þeirra fjögurra tíundu bekkja til þess að vera tengiliði. Þessi hópur tengi - liða skipulagði svo kvöldið með því að búa til nefndir um hin ýmsu verkefni sem krakkarnir 82 skráðu sig í. Þetta voru matreiðslunefnd, skemmti nefnd, skreytinganefnd, þjón ustunefnd, happdrættis nefnd, móttökunefnd ofl. Seldir voru miðar í kvöldverðinn og var foreldrum og öðrum ættingjum boð ið að kaupa miða. Nokkrir kenn arar og skólastjórnendur skelltu sér líka í fjörið. Þemað var mexikóskt og var salurinn skreytt ur í skemmtilegum og líflegum litum. Um 200 veislu - gestir létu ekki aftakaveður með 20 vindstigum aftra sér frá því að mæta. Er skemmst frá því að segja að kvöldið tókst frábærlega og áttu krakkarnir allan heiðurinn að því. Allir voru tilbúnir til þess að hafa gaman af og að láta hlutina ganga upp. Þau skiptu á milli sín verk um og var enginn sem skoraðist undan. Þau tóku á móti gestum, buðu þeim til sætis, elduðu veislu rétti og þjónuðu til borðs, kynntu og sýndu leik – söng- og tón listar atriði og héldu happ - drætti. Þau vöskuðu upp og gengu frá borð um og stólum í lok kvölds. Við foreldrar og skóla fólk Setbergs skóla erum mjög stolt af krökk unum okkar. Við viljum þakka Begga og hópn um fyrir að standa að skemmti legu kvöldi þar sem foreldrar, kennarar og nem - endur áttu saman ógleym anlega kvöld stund. Þau voru frábær. Fh. bekkjarfulltrúa 10. bekkja Setbergsskóla, Anna María Urbancic 200 veislugestir á galakvöldi Gala og skemmtikvöld 10.bekkjar í Setbergsskóla Glæsilegar veitingar voru fram bornar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4169
Tungumál:
Árgangar:
33
Fjöldi tölublaða/hefta:
1281
Gefið út:
1983-2019
Myndað til:
17.12.2015
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Fréttablað Hafnfirðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (06.03.2008)
https://timarit.is/issue/361366

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (06.03.2008)

Aðgerðir: