Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s
10. tbl. 26. árg. 2008
Fimmtudagur 6. mars
Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi
www.66north.is
Miðhraun 11 - Sími 535 6600
www.as.is
Sími 520 2600
Flatahrauni 7
sími 565 1090
Þegar þú þarft
púst...
Enginn er lengur á vakt á milli
kl. 22 og 7 virka daga né um
helgar á lögreglustöðinni í
Hafnarfirði frá 1. mars sl. Engin
tilkynning hefur verið send út
um þessa breytingu, hvorki til
almennings né bæjaryfirvalda í
Hafnarfirði og sagði Lúðvík
Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar -
firði að þetta kæmi sér verulega á
óvart og hann hefur þegar sent
ósk um skýringar til lögreglu -
stjóra og fengið svör en málið er
tekið upp í bæjarráði í dag.
Geir Jón Þórisson, aðal varð -
stjóri segir í viðtali við Fjarðar -
póstinn að þó bein afgreiðsla
stöðvarinnar sé lokuð á nóttunni
og um helgar munu varðstjórar
stöðvar innar, sem eru fjórir,
vinna við löggæslu í Hafnarfirði
all an sólarhringinn alla daga vik -
unnar ásamt fleiri óbreyttum
lögreglumönnum. „Ef einhver
kemur að læstum dyrum lög -
reglu stöðvarinnar er tilgreint á
útidyrum að viðkomandi hringi í
112 og biðji um lögreglu og þá
kemur varðstjórinn á stöðina og
afgreiðir málið.“
Viðmælandi Fjarðarpóstsins
innan lögreglunnar er hins vegar
ekki sáttur við aðgerðina og segir
hana enn einn liðinn í sparnaði
sem bitni á starfseminni og segir
hann mikinn kurr meðal lög reglu -
manna um starfsskilyrði.
Geir Jón segir fáa koma á
lögreglustöðina á þeim tíma sem
nú verður lokað og að íbúar vilja
vita af því að lögreglan sé á
ferðinni til að koma í veg fyrir
afbrot og tryggja þannig öryggi
þeirra. Hann segir jafnfram að
það hafi löngum verið vitað að
með því að halda mörgum lög -
reglu stöðvum hjá sama embætti
opn um allan sólarhringinn alla
daga vikunnar taki þær til sín
lög reglu menn sem annars væru
útivinnandi. Afgreiðslutíma í
Kópavogi hefur einnig breytt.
Þeir sem koma að stöðinni geta
einnig átt von á að koma að
lokuðum dyrum snemma kvölds
ef lögreglumenn hafa verið
kallaði út til starfa.
Lögreglumaður að mjúkum
störfum við Tjarnarbraut.
Sólarhringsopnun aflögð á
lögreglustöðinni í Hafnarfirði
Lokunin kemur flatt upp á bæjarstjóra
Taco Bell
Hjallahrauni 15
Sími: 565 2811
www.tacobell.is
Opið frá
11:00 22:00