Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Page 16

Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Page 16
16 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 23. apríl 2008 FJARÐARPÓSTURINN OG SKÁTARNIR Munum að flagga fyrir nýju sumri! Kenni á mótorhjól létt bifhjól og bíl Grunnskólar Ágústa ráðin skólastjóri Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum sl. mánudag ráðn - ingu Ágústu Bárðardóttur ein - róma fyrir sitt leyti í stöðu skóla stjóra Hraunvallaskóla og vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Ágústa hefur verið settur skólastjóri Hraun - vallaskóla í leyfi ráðins skóla - stjóra sem nýlega hefur sagt stöðu sinni lausri. Sjö sækja um stöðu aðstoðarskólastjóra Sjö umsóknir bárust í stöðu aðstoðarskólastjóra Öldu túns - skóla: Bogi Ragnarsson, Efemía Gísladóttir, Finnbogi Sigurðs - son, Guðfinna Emma Sveins - dóttir, Guðrún G. Halldórs - dóttir, Herþrúður Ólafsdóttir og Valdimar Víðisson. Upplýsingar í síma 896 1030 Birgir Bjarnason ökukennari Mikil hætta hefur skapast af sinubrunum í nágrenni byggðar í Hafnarfirði svo ekki sé minnst á óþægindi vegn reyks sem lagst hefur yfir hluta byggðar. Fólk hefur þurft að flýja hús sín, svo mikill var reykurinn um tíma. Flest útköllin á höfuð borgar - svæðinu hafa verið í Hafnarfirði að undanförnu og telur lögreglan brýnt að upplýsa þá sem kveikja sinu, þvílík hætta sem slíkur bruni getur skapað. Mjög auðvelt er að missa tök á eldinum og enginn vill verða við því að missa eigur sínar vegna þess einhver var að leika sér með eld. Þurr fallin lúpína brennur mjög hratt og því mjög varasamt að leika sér að því að kveikja í henni. Á sunnudagskvöldið var slökkviliðið kallað út 5 sinnum, tvisvar að flóttamannaveginum nokkuð ofan við Lindarberg, að Klausturtúninu, að Hvaleyrar - vatni og að Híðarbergi. Alls stað - ar logaði sinueldur og talið er víst að kveikt hafi verið í á öllum stöðunum. Á mánudaginn var slökkvi lið - ið kallað út um kl. 13 vegna sinubruna á Norðlingahálsi, ofan við Lindarbergið en á því svæði hafði verið kveikt í kvöldið áður. Þrátt fyrir þá miklu hættu sem skapaðist virðist sem brennu - vargarnir hafi ekki skynjað hættuna og aftur var kveikt í upp úr miðnætti á mánudag á svip - uðum slóðum. Hefur slökkviliðið miklar áhyggjur af þessum íkveikjum enda geti það hægt á við - bragðstíma slökkviliðsins ef eldur kemur upp í t.d. íbúðar - húsi. Það hús gæti verið heimili brennu vargsins sem vart vill að liðið sé þá bundið við sinubruna. Stórhættulegur sinubruni Fólk varði hús sín með garðslöngum í stórhættu í reykjamekkinum Eldurinn var kominn ískyggilega nálægt íbúðarhúsum við Lindarbergið. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n © H ön nu na rh ús ið e hf . – Fj ar ða rp ós tu rin n 08 04 Allar helgar .. .. eru tertuhelgar! Allar tertur á 1090 kr. föstudaga - laugardaga - sunnudagaTjarnarvöllum 15 (milli Bónus og Europris) Íbúar lögðu sig í stórhættu við slökkvistarfið. Íbúar fengu lánuð verkfæri hjá slökkviliðinu og aðstoðuðu við að slökkva eldinn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.