Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 2
Jólaganga Hafnarfjarðar Árleg ganga í miðbænum í boði Rótarýklúbbs Rótarýklúbburinn Straumur í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ blæs til sinnar árlegu Jóla - göngu Hafnarfjarðar kl. 19.30, 23. des. nk. Hefst hún við Frí - kirkj una og tekur um 1/2 klukku stund en gengið er um mið bæinn. Á leiðinni eru sungn ir jólasöngvar og rótarý - félag ar koma með kyndla. Göng unni lýkur svo í Jóla - þorp inu. Fjölgað hefur í göng - unni á hverju ári en markmið henn ar er að hvetja bæjarbúa til að koma í miðbæinn og njóta samvistar fyrir jólin. Fjölmiðlar og blaðamenn hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarið. Sk. frjálsar sjón - varps stöðvar gráta ástandið og þingið veltir vanda málinu yfir á pyngju þjóðarinnar. Blað allra landsmanna grætur peningaleysið enda búið að mergsjúga vel stöndugt fyrirtæki af eigendum þess og byggingarbrjálæði. Fjölmiðlar eru nú uppfullir af umræðu um hvurn annan og blaðamenn mega ekki vamm sitt vita og kvarta jafnvel undan ofræði. Við blaðamenn erum ekkert heilagir. Við erum heldur aldrei alveg hlutlausir, við höfum skoðanir eins og flest fólk en auðvitað reynum við að láta ekki utanaðkomandi eða annarleg öfl ráða því hvað við skrifum. Annars hef ég meiri áhyggjur af „copy & paste“ blaðamennskunni þar sem hver apar eftir öðrum og fæstir skilja um hvað málið fjallar. Enginn nennir eða sparnaðurinn er svo mikill að ekki er hægt að leggja út í alvöru blaðamennsku. Fjarðarpósturinn fer ekkert varhluta af samkeppninni á blaðamarkaðnum og þeirri lækkun sem varð á auglýsingaverði á síðustu árum. Verðskrá auglýsinga hefur verið óbreytt í 7 ár og afsláttur jafnvel meiri nú en þá vegna harðrar samkeppni. Kostnaður við útgáfuna hefur hækkað mikið og því hefur reksturinn þyngst mikið síðustu ár. Hér koma ekki til neinar björgunaraðgerðir ráðherra eða bæjaryfirvalda og allt sem bendir til að auglýsingaverð verði að hækka. Fjarðarpósturinn hefur að jafnaði verið með nokkuð hátt hlutfall efnis en hefur orðið að láta í minni pokann núna fyrir jólin þegar hlutfall efnis er mun minna en æskilegt væri. Lesendur hafa vonandi skilning á því að aug - lýsingar eru lifibrauð blaðsins og einu tekjur. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka lesendum og auglýsendum ánægjulegt samstarf á árinu. Blaðið á sér mjög tryggan lesendahóp og fjölmargir hringja eða senda inn ábendingar um fréttir og efni. Það er fagnaðarefni þegar samskipti við lesendur eru góð en ávallt hefur verið leitast við að birta sem fjölbreyttast efni sem á að gefa einhverja mynd af því litskrúðuga mannlífi sem er í Hafnarfirði. Á stundum er menningarstarfsemin svo öflug að ekki er hægt að segja frá öllu og er svo nú fyrir jólin. Bæjarbúar hafa verið duglegir við að sækja menningarviðburði enda flest metnaðarfullt sem boðið er upp á. Óska ég gleðiríkrar jólahátíðar og gleðilegs nýs árs. Guðni Gíslason 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. desember 2008 1983-2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Camerarctica tónleikar Tónleikar Kammerhópsins Camer - arctica eru á morgun, föstudag og hefjast kl. 21 í Hafnarfjarðarkirkju. Opið í Hafnarborg Sýningarnar í gangi í Hafnarborg um jólin og áramótin: Sjórinn og sjávarplássið verk eftir Svein Björnsson og Charlotten - borgarsýningin-Tækifæri og örlög 1961-68. Til 4. janúar nk. Íslenskir Jólasveinar. Sýning á myndskreytingum Brians Pilkington af íslensku jólasveinunum, Grýlu og Leppalúða í kaffistofu. Til 6. janúar. nk. Jólaþorpið Dagskrá laugardaginn: 14.00 Kór Öldutúnsskóla. 14.15 Börn úr skólahljómsveit. Víðistaðaskóla spila fyrir gesti. 14.25 Jenný, Stella og Sunneva syngja jólalög. 14.35 Hljómsveitin Nafnabreytingar. 15.00 Hljómsveitin Buff spilar lög af nýjum diski sínum og áritar. 15.15 Jólasveinninn sem týndi föt - unum sínum – seinheppinn jólasveinn lendir í því að týna fötunum sínum og þarf hjálp við að finna þau aftur. 15.30 Lalli töframaður. 16.00 Gunni og Felix syngja nokkur jólalög og sprella fyrir börnin. 16.30 Gömul gildi gleymast ei – tveir gamlir jólasveinar koma til byggða og vilja heilsa krökkunum í Jólaþorpinu og fræðast um nútímann. Dagskrá á sunnudaginn: 14.00 Raggi Bjarna syngur fyrir gesti Jólaþorpsins af nýjum diski sínum. 14.15 Kór Flensborgarskólans. 14.30 Jaðarleikhúsið skemmtir. 15.00 Úti-jólaball. Söngvaborg mætir í Jólaþorpið og slær upp jólaballi. Flensborgartónleikar Jólatónleikar Kórs Flensborgarskólans og Flensborgarkórsins veða á sunnu - daginn kl. 20 í Hamarssal Flens - borgarskólans. Stjórnandi Hrafnhildur Blomsterberg. Boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi. Þjónustuver Hafnarfjarðar Þorláksmessa opið kl. 8-17 Aðfangadagur Lokað 29. desember opið kl. 8-17 30. desember opið kl. 8-17 31. desember opið kl. 8-12 2. janúar opið kl. 9-17 Fjör í Ásvallalaug Fjölbreytt dagskrá er í Ásvallalaug til jóla, náttfatapartý á morgun, fjöl - skyldu-vinaboðsund á laugardag og vatnssprengjukeppni á sunnudag. Alltaf eitthvað um að vera alla dagana. Sjá nánar á www.hafnarfjordur.is Dansað í Hraunseli ÁRAMÓTADANSLEIKUR mánudaginn 29. desember Dansað er í Hraunseli, Flatahrauni 3, kl. 20.30 - 24. Mikið fjör og mikið gaman. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 20 Upplýsingar á www.febh.is og í síma 555 0142 Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur fyrir dansi. Víðistaðakirkja Helgihald um jól og áramót Aftansöngur aðfangadag kl. 18:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Stúlknakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð, barítón. Trompet: Róbert Steingrímsson. Miðnæturguðsþjónusta aðfangadag kl. 23:30 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einsöngur: Lilja Tryggvadóttir, sópran. Hátíðarguðsþjónusta jóladag kl. 14:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð, barítón. Aftansöngur gamlársdag kl. 18:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einsöngur: Elmar Þór Gilbertsson, tenór. Sóknarprestur og starfsfólk Víðistaðakirkju óska íbúum Víðistaðasóknar og Hafnfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! www.vidistadakirkja.is Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.