Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. desember 2008 1983-2008 Starfsfólkið á leikskólanum Norð ur bergi hefur lengi alið með sér drauminn um „Skógarskóla“ sbr. þann sem er í Norðlingaholti og þá sem við höfum kynnst á námsferðum okkar á Norður lönd - unum. Fyrir gráglettni ör lag anna varð þessi draumur okk ar að veruleika nú í haust og það reynist nú aldeilis skemmti legur skóli! Elstu börnin okkar, 31 talsins, fara til skiptis (15 og 16 í hóp) á þriðjudögum með lítilli rútu upp í skóginn þar sem Skógrækt Hafnar fjarðar hefur aðsetur sitt og dvelja þar ásamt 3 starfs - mönn um í rúmlega 5 tíma. Hóp - ana nefnum við Náttúrubörn og Skógarbörn. Skógurinn heitur Höfðaskógur og fyrir þá sem ekki vita, liggur hann að öðrum enda Hvaleyrarvatns. Hæstráðandi í skóginum er hún Hólmfríður „skógardís“ Finn bogadóttir og var hún svo elskuleg að bjóða okkur húsa - skjól og eldunaraðstöðu á vinnu - svæði skógarstarfsmanna og hafa þau öll tekið okkur frá - bærlega vel. Útikennslustofa í skóginum Skógarferðirnar eru með ýmsu móti, en fyrst þarf að koma matarbirgðum í hús, taka veðrið og stöðuna á klæðnaði sam - kvæmt því. Síðan er arkað af stað með helstu nauðsynjar í bak pokum. Fastir liðir eru síðan þeir að taka eftir því sem fyrir augu ber, læra nöfn á helstu trjá - tegundum, athuga hvaðan vind - urinn blæs hjá vindhana skóg - arins og rölta eftir skógar stígum að útikennslustofunni, frá henni Ásthildi Ólafsdóttur, sem er nátt - úrulega hrein skógarperla! Þar er sest niður og ávextir snæddir, meðan skipulag dagsins er rætt. Við hlustum á hin ýmsu náttúruhljóð, klöppum samstöfur og heitin greni, fura, birki o.s.frv., hljóma frá margradda kór undir trjákrónunum. Einnig er rímað kröftuglega; nípa – pípa, köngull – öngull, marr – barrr, og við lærum texta og lög sem eiga við í þessari síbreyti - legu undraveröld. Þá er að skoða ummerki dýra, spor í mold eða snjó eftir fugla, hesta, hagamýs eða önnur ennþá smærri dýr sem flest láta nú lítið á sér kræla núna, en verða þeim mun meira sýnileg með vorinu. Tóftir og ýlustrá Tóftirnar við útikennslus tof - una eru kjörinn leikvöllur fyrir orkumikla krakka, þar sem hægt er að hoppa, príla og veltast um í grasinu, blása í ýlustrá, búa til köngla hreiður, japla á hunda - súrum og safna laufblöðum. Hið ágæta skátalag „Ef gangan er erfið og leiðin er löng“, auð - veldar okkur síðan sporin inn í skóg inn, upp og niður hæðir og hóla, kringum Hvaleyrarvatnið með viðkomu í skógarrjóðrinu, í Skátalundi, skála gildisskáta þar sem við kveikjum í kamínunni og yljum okkur þegar okkur lystir. Þegar maginn fer svo að segja til sín eftir alla hreyfinguna, fer 1 starfsmaður ásamt 2-4 hjálpar - kokkum í höfuðstöðvar Höfða - skógar, eldar súpu eða annað góðgæti, smyr brauð og sneiðir niður grænmeti og leggur á borð. Þegar allt er tilbúið kemur rjóð og útitekin hersingin í hús og tekur hraustlega til matarins! Brauðmylsnan á fuglaborðið Stundum er svo lesin eða sögð saga eða gátur, teiknað eða leikið aðeins í hlýjunni áður en haldið er aftur út eftir tilheyrandi frá gang og heinlætisferðir! Húf ur og vettlingar rata loks á alla, kakó í brúsa og kex í poka, brauð mylsna hádegisverðarins fer á fugla - borðið og aftur er arkað af stað, allir fullir af fjöri og útilífsgleði! Allir njóta frelsis, víðáttu og gleði í leik úti í guðs grænni náttúrunni með bestu vinunum! Nónhressingin á sér stað á ýmsum stöðum í skóginum, allt eftir því hvaðan vindurinn blæs, undir furugreinum, í grenilundi, við borð og bekki í skóginum eða í skjóli Hólmfríðar og heima - manna. Glittir - hvað? Rútan er mætt á svæðið um þrjú leytið og mál að tygja sig til heimferðar. Það er ekki hægt að láta hjá líða að segja frá grát - broslegu atviki er átti sér stað á göngu hringinn í kringum Hval - eyrarvatn. Við sáum bæði rjúpur og svani við og á vatninu, veðrið var himneskt og sól á lofti, kjörið tækifæri fyrir hinn fullorðna að leggja inn nýtt orð. „Krakkar, sjáið þið hvernig „glittir“ í sólina og vatnið á milli trjánna? Getið þið sagt þetta orð; glitt ir?“ Þá gall við í spaugara hópsins: „Áfram Glitn ir, áfram Glitnir“. Því miður urðu þetta ekki áhríns orð, en mikið gátum við fullorðnu hlegið þrátt fyrir stöðu landsmála, og það er gott að hlæja, því lífið er nú einu sinni dásamlegt! Fyrir hönd Skógarskólans, Fríða Ragnarsdóttir, kennari. Tóftirnar eru spennandi leiksvæði og börnin undu sér vel. Skógarskólinn heillar! - Lífið er dásamlegt láti maður ekkert aftra sér frá að njóta þess - L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Það er alltaf spennandi að heyra hvað fullorðna fólkið segir! L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Opnunartími í verslun 66°Norður Miðhrauni 11 fram að jólum 18. des. 19. des. 20. des. 21. des. 22. des. 23. des. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur 8 - 20 8 - 20 10 - 17 11 - 16 8 - 20 8 - 19 Klæddu þig vel Stór verslun og næg bílastæði VÍS óskar bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vátryggingafélag Íslands Bæjarhraun 2 220 Hafnarfjörður vis.is Hið árvissa og ómissandi „Vina kvöld á aðventu“ kóra Flens borgarskólans undir stjórn Hrafn hildar Blomsterberg verður haldið í Hamarssal Flensborgar - skólans á sunnudaginn og hefj - ast tónleikarnir kl. 20. Gömlu góðu jóla- og aðventulögin verða á sínum stað en alltaf er jú bryddað upp á einhverju nýju. Fram kemur Kór Flens borgar - skólans og Flensborgarkórinn sem er kór eldri útskrifaðra Flens borgara. Kórarnir stóðu sig frábærlega sl. laugardag á stór - tón leikunum Jólaljós og eru eld - heitir að syngja skemmtileg lög. Tilvalið að taka fjölskylduna með og njóta kvöldsins með ungu söngvurum. Boðið er upp á kaffi og konfekt í hléi. Almennur aðgangseyrir er kr. 1500 en kr. 500 fyrir nemendur Flensborgarskólans og börn yngri en 12 ára. Forsala að - göngu miða er í Súfistanum Hafn ar firði og Reykjavík og hjá kór félögum. Vinakvöld á aðventu Tónleikar kóra Flensborgarskólans á sunnudaginn L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.