Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 24

Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 24
Nýlega var vígt glæsilegt 470 m² barnaheimli í Kiberley í S- Afríku. Heimili þetta er fyrir munaðarlaus börn og börn eyðnismitaðra foreldra en eyðni er enn mjög útbreidd í S-Afríku þar sem stéttarskipting er. Ákvörðun um byggingu dag - heimilisins var tekin á fundi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar fyrir rúmum tveimur árum síðar. Verkefninu óx fiskur um hrygg, húsið stækkaði til að mæta þörf - inni og meiri búnaði var bætt við en í upphafi var ætlað. Samtals kostaði bygging barnaheimilis - ins um 12 milljónir kr. sem náð - ist að greiða áður en gengi íslensku krónunnar féll. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar fékk til liðs við sig Rótarýklúbb í Kimberley og Rótarýklúbb Reykja vík-Austurbær en saman sóttu klúbbarnir til alþjóðalega Rótarýsjóðsins sem jafnaði framlag klúbbanna. Þetta dugði þó ekki til og lagði þá einn félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, Guðmundur Jónsson og hans frú Gígja Jónatanssdóttir, til það sem á vantaði. Það voru stoltir fulltrúar klúbb anna sem voru við vígslu hússins 20. október sl. en þar voru mættir borgarstjórinn í Kimberley, borgarfulltrúar, full - trúar fylkisstjórnarinnar, rótarý - félagar og fulltrúar Rauða-kross S-Afríku sem vinnur mikið hjálpar starf á þessum slóðum. En það voru aðrir sem voru brosmildari, það voru öll börnin sem njóta munu þjónustu í hús - inu og fjölmargir foreldrar. Í húsinu munu um 200 börn njóta dagheimilisþjónustu auk um 350 skólabarna sem munu geta nýtt húsið að skóla loknum til læra og fá mat en mörg þeirra koma í skólann svöng. Rekstrarfélag heimilisins leigir húsið á 1 rand á ári, um 10 krón - ur, en húsið má ekki nota til neins annars en fyrir munaðar - laus börn og börn alnæmis sjúkl - inga úr þessu hverfi. Sjálfs - eignar stofnun á lóðina og húsið og neyðarsjóður hefur verið stofnaður til að tryggja að rekstur hússins raskist ekki. Verkefnið hefur alls ekki verið einfalt en sjálfboðaliðar úr klúbbunum hafa lagt fram gríðarlegt starf og ekki er hjá komist að nefna til viðbótar þau Gunnhildi Sig - urðar dóttur sem var frum kvöðull að þessu verkefni eftir störf með Rauða-krossinum á svæðinu og Björns Dagbjartssonar. Eru rótarý félagar mjög stoltir af þessu verkefni þó margir hafi verið efins að hægt væri að kljúfa svona stórt verkefni – svona langt í burtu. Lét heimafólkið í ljós mikið þakklæti fyrir þennan hlýhug fá Íslandi. 24 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. desember 2008 1983-2008 Stoðtækni ehf Jón Gestur Ármannsson sjúkraskósmiður Lækjargötu 34a - 220 Hafnarfjörður 533 1314 - 533 1516 - jon@stodtaekni.is Sérsmíðaðir skór Göngugreiningar Innleggjasmíði Skóbreytingar Almennar skóviðgerðir Rótarýfélagar kosta barnaheimili Reistu dagheimili fyrir 200 fátæk börn í Galeshewe í Kimberley, S-Afríku Ömurleg aðstaðan í gamla leikskólanum. Nýi leikskólinn í Galeshewe í Kiberley tilbúinn til notkunar. Gunnhildur Sigurðardóttir og for seti Rkl. í Kiberley klippa á borða og vígja leikskólann.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.