Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 15
www.fjardarposturinn.is 15Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 18. desember 2008 A u ð u n n B j ö r g v i n H ö r ð u r G o l f k e n n a r a r H r a u n k o t s Nánari upplýsingar í Hraunkoti í síma 565-3361 524 524 2978 1143 Niðurstaða í samkeppni á hönnun stækkunar bókasafnsins var kynnt sl. fimmtudag. Alls bárust 31 tillaga. Í þremur efstu sætunum urðu Arkitektur.is sem hlaut 1. verðlaun og fékk að launum 3 millj. kr., PK arkitektar ehf. hlutu 2. verðlaun og 2 millj. kr. en VA arkitektar ehf. hlutu 3. verðlaun og 1 millj. kr. Þá hlutu þrjár tillögur viður - kenningar með innkaupum að upphæð 400 þús. kr. hver, Arkís ehf., Kanon arkitektar ehf. og Úti og inni sf. arkitektar. Að lok - um hlaut Minarc arkitektar við - ur kenningu fyrir athyglis verða tillögu. Það vakti athygli að Guð - mundur Kr. Guðmundssonar, arkitekt var með sérálit um 3 efstu tillögurnar og vildi snúa röð þeirra við. Hann segir m.a. um vinningstillöguna: „Alger - lega nýtt útlit hússins að Austur - götu er tilraun til þess að aðlaga húsið að núverandi byggð en er ekki sannfærandi og engin sjón - tengsl eru við bókasafnið frá Austur götu. Útlit hússins byggir of mikið á því að breyta nú ver - andi húsi í upprunalegt hús sem var banki og skemmtistaður“. Samstaða var hinsvegar um að innra skipulag í tillögunni væri gott. Í áliti meirihluta dóm nefnd - ar kom einnig fram að í vinn - ings tillögunni væri héraðs skjala - safn vel staðsett og tón listardeild einnig og hægt að vera með atburði án þess að trufla aðra starf semi. Þá væri dagsbirta tekin inn í húsið á fjölbreyttan hátt sem skapi spennandi stemmn ingu. Lítill skyldleiki væri hins vegar á milli útlits að Austurgötu og að Strandgötu. Það vanti sjónræn tengsl frá Aust ur götu gegnum safnið. Torgið er rúmgott og tenging frá því upp á Austurgötu góð. Skoða má tillögurnar í Byggða safninu fram yfir áramót. Arkitektur.is sigraði í samkeppni um stækkun bókasafnsins Skiptar skoðanir í dómnefndinni um röðun í efstu sætin Meirihluti dómnefndar valdi þessa tillögu frá Arkitektur.is í 1. sæti. Haraldur Örn Jónsson og Kristj án Garðarsson frá Arki - tektur.is við vinningstillöguna. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Tillaga PK arkitekta sem hafnaði í 2. sæti. Tillaga VA arkitekta ehf. sem hafnaði í 3. sæti. Lofaðu Drottinn Lofaðu Drottinn og lausnarans náð, lofsyngdu verk hans í lengd og í bráð. Trúðu og treystu á tign hans og mátt, taktu á móti hans himnesku sátt. Ljósið hans skæra mun lýsa þér leið, létta þér sporin svo verði hún greið. Vísa þér veginn um veraldarstig, víkja burt myrkri og varðveita þig. Drottinn mun líkna og lækna þín sár, þolgæði veita og þerra hvert tár. Verja þig falli og verða þín hlíf, vaka þér yfir og vernda þitt líf. Hvar sem þú dvelur og hvert sem þú ferð, orð hans skal vera þinn skjöldur og sverð. Fylgdu hans ráðum þá farnast þér vel, frama þinn allan í forsjá hans fel. Sigurður T. Sigurðsson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.