Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 18. desember 2008 Stolið frá Björgunar - sveitinni Lögreglan upplýsti málið hratt Aðfaranótt sunnudag var brotist inn í Lækjarskóla. Lögreglumenn sem fóru á staðinn gátu rakið skóför í snjónum sem leiddu til hand - töku tveggja manna sem földu sig á bak við bifreið á Sunnu - veginum. Þeir voru handteknir og færðir í fangaklefa. Við rannsókn másins kom einnig í ljós að þeir höfðu stolið bifreið sem þeir tóku á Álfaskeiðinu en lögreglumenn fundu bif - reiðina á Hringbrautinni. Mennirnir tveir voru yfir - heyrðir á mánudag og var síðan sleppt um kl. 19.45 á mánudagskvöld. Tæpum tveim ur klukkustundum síðar voru mennirnir tveir hand - teknir á ný eftir að þeir höfðu farið inn í húsnæði Björgunar - sveitar Hafnarfjarðar við Flatahraun og haft á brott með sér m.a. línubyssu, jakka og fl. auk þess að hafa brotist inn í bíla á Skútahrauni. Þýfinu var skilað og sumu áður en eigendurnir höfðu orðið varir við þjófnaðinn. 5014 undirskriftir Vilja kosningar um álversstækkun Aðstandendur söfnunar und - irskrifta, til að krefjast íbúa - kosn ingar um breytingu á deili skipulagi til að gera stækk un álversins í Straumsvík mögulega, afhentu Lúðvíki bæjarstjóra undirskriftalistana sl. þriðjudag með 5014 undirskriftum. Alls þurfa óskir 4700 kosningabærra íbúa að koma fram svo íbúakosning fari fram. Bæjarstjóri sagði að nú verði farið yfir undirskriftirnar og ákvörðun verði tekin í fram - haldi af því. Þrátt fyrir fréttir um annað hafa engar ákvarðanir verið teknar hjá RioTinto Alcan um að hætta við stækkun og fyrirtækið hefur ekki dregið til baka ósk um deiliskipu lags - breytingu. Hins vegar hefur verið staðfest að tímaáætlanir séu í endurskoðun vegna stækk unar um 40 þús. tonn með breytingum á núverandi skálum og aukningu á straumi. Fríkirkjan Aðfangadagur jóla Aftansöngur kl. 18 Prestur: Einar Eyjólfsson. Kór Fríkirkjunnar syngur. Einsöngur: Erna Blöndal. Jólasöngvar á jólanótt kl. 23.30 Sönghópur undir stjórn Arnar Arnarsonar leiðir fallega jóladagskrá. Eyjólfur Eyjólfsson leikur á þverflautu. Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 13 Prestur: Sigríður Kristín Helgadóttir. Björk Níelsdóttir syngur einsöng og leikur á trompet og barnakórar kirkjunnar syngja ásamt kirkjukórnum. Gamlársdagur Aftansöngur kl. 18 Prestur: Sigríður Kristín Helgadóttir. Hanna Björk Guðjónsdóttir syngur einsöng. Tónlistarstjóri við allar athafnir er Örn Arnarson og organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson. Bassaleikari er Guðmundur Pálsson. Allir alltaf velkomnir 21. desember – 4. sunnudagur í aðventu: Guðsþjónusta kl. 11 Prestur: Dr. Kjartan Jónsson, héraðsprestur Kantor: Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn í Hafnarfirði leiðir og syngur Sunnudagaskóli á sama tíma í Strandbergi 24. desember – aðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 18 Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason Kantor: Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn í Hafnarfirði syngur, einsöngur: Eyjólfur Eyjólfsson, fiðluleikur: Hjörleifur Valsson Jólatónlist leikin á orgel og fiðlu frá kl. 17.30 Miðnæturmessa kl. 23.30 Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson Kór Öldutúnsskóla syngur, stjórnandi: Brynhildur Auðbjargardóttir. Organisti: Bjartur Logi Guðnason Fögur jólatónlist á jólanótt 25. desember – jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl.14 Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson Kantor: Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn í Hafnarfirði, einsöngur: Þóra Björnsdóttir 26. desember – annar dagur jóla: Fjölskyldu- og skírnarguðsþjónusta kl. 14 Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heimisson Svavar Knútur syngur og leikur Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja Stjórnandi: Helga Loftsdóttir, píanóleikari: Anna Magnúsdóttir 28. desember: Kirkjan opin kl. 11-12 Kveikt á bænakertum 31. desember – gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18 Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason Kantor: Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn í Hafnarfirði syngur Einsöngur: Jóhanna Ósk Valsdóttir 1. janúar – nýársdagur 2008: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson Ræðumaður: Haraldur Haraldsson, skólastjóri Lækjarskóla Kantor: Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn í Hafnarfirði syngur Einsöngur: Örvar Már Kristinsson Gleðileg jól og farsælt nýtt ár 95 ára www.frikirkja.is Frá afhendingu listanna. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o nSíðasti sjéns að búa til pening fyrir jólin 4 sö ludagar á 10.000 k r . 20.-23. des . FJARÐARPORTIÐ Kaplahrauni 2, sími 578 3040 • s. 578 3040

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.