Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. desember 2008 1983-2008 Sölusýning Verður í Björgunarmiðstöðinni, að Flatahrauni 14, (gömlu slökkvistöðinni) laugardaginn 20. des. kl. 15-18. Endilega kíkið við og fáið fallega listmuni á góðu verði. Myndir, skartgripir og fleira. Verðum með heitt á könnunni. Slysavarnardeildin Hraunprýði Lækjargötu 34 a, Hafnarfirði • www.mirandas.is Mirandas snyrtivörur á Íslandi verða með opið að Lækjargötu 34a nú í kringum jólin Opið kl. 17-20 alla daga nema sunnudaga. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Frábærar náttúrulegar snyrtivörur fyrir allan kroppinn. Pöntunarsíminn er 565-1213 eða pantið á vikings@fjorukrain.is www.fjorukrain.is skötu- og jólahlaðborðið á þorláksmessu í hádeginu og um kvöldið Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Kiwanisklúbburinn Eldborg afhenti styrki úr styrktarsjóð sínum þ. 5. desember sl. í Ki wan - is húsinu. Þau sem fengu styrk voru: Mæðrastyrksnefnd, Sam - býlið Berjahlið, Hrafnhildur Lúth ersdóttir, sundkona og Fjöl - greina námið. Rótarýklúbburinn Straumur boðaði til árlegs aðventufundar kl. 7 árdegis sl. fimmtudag þar sem einnig komu fulltrúar frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar. Afhentu klúbbarnir framlag til fulltrúa Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar. Styrkir í aðventunni Kiwanis og Rótarý afhenda gjafir Frá afhendingu styrkjanna í Kiwanishúsinu. Forseti Rótarýklúbbsins Straums afhendir Mæðrastyrksnefnd styrkinn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Börn þurfa gjarnan að per sónu gera hugmyndir. Þegar við tölum um Guð í kirkjunni þá sjá þau fyrir sér góðlegan gamlan mann með sítt, hvítt skegg. Er það ekki ósköp eðlilegt? Segj um við ekki, er við biðjum bæn Drottins: Faðir vor, þú sem ert á himnum? Með aldrinum falla þau flest frá þessari guðsmynd. Guð getur ekki verið karl í skýi. En hver er þá Guð? Hvar er Guð að finna? Í fallegum sálmi útskýrir Herra Sigurbjörn Einarsson guðs - myndina og segir: Eigi stjörnum ofar á ég þig að finna, meðal bræðra minna mín, þú leitar Guð. Guð er ekki ofan við stjörn urnar. Hann er mitt á meðal okk - ar. Hann birtist í hverju hlýju handtaki og hjálparhönd. Hann þarfnast okkar til að vinna verk in, svo einfalt er það. Og við verðum vör við nærveru hans þegar við látum okkur annt um hvert annað, komum saman og sýnum umhyggju og hlýju í verki, líkt og Jesús gerði. Þá koma jólin til okkar og við finn - um hið innra að Guð er okkur í hjarta stað. Þér gjöri´eg ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt ég hitt í té, vil ég mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér, minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. (Einar Sigurðsson) Jólahugvekja sr. Sigríðar Kristínar Helgadóttur Hver er þín guðsmynd? Gleðileg jól! Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.