Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 20

Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 20
20 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. desember 2008 1983-2008 Íslendingar hafa ekki haft mikil samskipti við Sama í gegnum tíðina en þó er einn maður sem hefur búið og starfað með Sömum um langan tíma og talar samísku. Guðrún Helga Sigurðardóttir heimsótti Hauk Gunnarsson, leikhússtjóra í Beaivvas Sámi Teáhter í Kauto - keino, nyrst í Noregi. Haukur er búsettur í Kauto - keino, þar sem hjarta Samanna slær, og hefur stýrt leikhúsinu þeirra frá ársbyrjun 2007. Hann er þar þó ekki í fyrsta skipti því að hann var leikhússtjóri við þetta sama leikhús á árunum 1991-1996. Haukur þekkir því vel til meðal Samanna og er reyndar einn af fáum Íslend - ingum, kannski sá eini, sem talar samísku reiprennandi. Beaivvas Sámi Teáhter er atvinnu leikhús með ellefu fast - ráðna starfsmenn og sækir krafta utan að. Leikhúsið er rekið með styrk frá norskum stjórnvöldum en markmiðið er að styrkja sam - íska menningu og tungumál með því að flytja sýningar í háum gæðaflokki á samísku, bæði fyrir Samana sjálfa og einnig til að kynna samíska menningu er - lend is. Leikhúsið sendir því sýn - ingar um allan Noreg og sömu - leiðis út fyrir landsteinana, til dæmis til Rússlands og Íslands. „Þetta er þjóðarleikhús lítillar þjóðar og auðvitað er það öðru - vísi en víða annars staðar. Leik - húsið skiptir fólk miklu máli og það fylgist vel með því sem við gerum. Fólk hefur miklar vænt - ingar og segir sína skoðun á sýning um. Það horfir gagn - rýnum augum á leikhúsið og það er miklu meira samspil milli leikhússins og áhorfenda hér en í stærri borgum. Það sýnir hvað þetta er mikilvægt starf sem við vinnum í leikhúsinu,“ segir Hauk ur. Asísk áhrif Stefna leikhússins er að sýna sem mest af samískum leikritum en ekki er um auðugan garð að gresja. „Ég reyni að fá samíska höfunda til að skrifa fyrir leik - húsið en þess á milli þýðum við leikrit á samísku. Við höfum til dæmis flutt Shakespeare, Hamlet og Macbeth, í ísleikhúsi um miðjan vetur,“ segir hann og útskýrir að leikmyndin sé þá úr ís, leikararnir kappklæddir og áhorfendurnir sömuleiðis. „Við höfum sett upp fjórar svona sýn - ingar. Það er heilmikið mál því að við erum algjörlega háð veð - urfari. Ef hlánar bráðnar leik - myndin en veðurfarið er mjög stöðugt hér inni á Finnmarks - heiðinni svo að það kemur ekki mikið að sök.“ Samaleikhúsið frumsýndi ný - lega leikrit sem heitir Nikio og er fjölskyldusýning eftir danskan höfund og byggt á japönsku ævin týri. „Við erum á leið til Finnlands með þetta leikrit og munum svo ferðast um allt okkar stóra svæði og enda svo í Osló,“ segir Haukur og útskýrir að hann hafi lært japanska leiklist í Japan í þrjú ár og kynnt sér mikið leikhús í Asíu. „Ég hef notað þau áhrif talsvert við Samaleikhúsið því leikhúsið er alltaf að reyna að finna sinn stíl sem gerir það öðruvísi en venjuleg norsk leikhús. Engin leiklistarhefð er meðal Sama, bara tónlistarhefð sem byggir á joiki og svo er frásagnarhefð. Við höfum því verið að byggja og forma samískt leikhús og sýningarnar okkar eru þekktar fyrir að vera myndrænar og tónlistin er mikilvæg. Við sýnum alltaf á samísku en þrátt fyrir það er oft auðvelt fyrir áhorfendur að fylgjast með vegna þess myndræna í frásögninni. Svo höfum við stundum sýnt texta á norsku eða ensku á skjá til hliðar meðan á sýningu stendur.“ Norskvæðingin verið sterk Talið berst að Kautokeino sem er eitt af fáum sveitarfélögum í Noregi þar sem Samar eru í miklum meirihluta. Kautokeino er nánast eingöngu byggt Söm - um en Karasjok er það sveitar - félag sem hefur næsthæsta hlut - fall samískra íbúa, um 70-80 pró sent. Haukur segir að Kauto - keino sé sérstakt því að það hafi verið einangrað svo lengi. Sam - íska menningin hafi orðið fyrir litl um áhrifum og tungumálið standi sterkt. Níutíu prósent íbú - anna tali samísku. Hefðbundin sam ísk menning, sem tengist hreindýrahaldi, hafi verið og sé grunnurinn í samfélaginu þannig að samísk sjálfsmeðvitund sé mjög sterk. „Í Karasjok og á öðrum stöð - um er þetta blandaðra. Þar hefur norskvæðingin verið sterkari og haft meiri áhrif,“ segir hann. Haukur segir að sér hafi verið tekið mjög vel í Kautokeino frá byrjun. „Ég hef alltaf sýnt samískri menningu virðingu. Ég er kominn hingað til að vinna fyrir samíska menningu, ekki til að troða vestrænni leiklist inn á Samana, heldur til að finna stíl sem höfðar til og hentar Söm - um,“ segir hann og telur að kjarninn í landi Samanna sé í Kautokeino. Rígur sé milli sveit - ar félaganna tveggja, Kautokeino og Karasjok, en samíska menn - ingin hafi sterkari stöðu í Kautokeino og flestallar menn - ingar- og menntastofnanir Sam - anna séu þar þó að Samaþingið sé í Karasjok. Gjörbreytt hugarfar „Það sem er sérstakt við Kauto keino er að samíska byggð in er mjög stöðug. Það er ekki mikið um flutning frá Kauto keino og þótt fólk fari til að afla sér menntunar annars staðar í Noregi koma margir heim aftur því að hér er samíska menningin lifandi og hér gerist allt á samísku. Íbúarnir óttast ekki að missa unga fólkið sitt í burtu.“ Haukur bendir á að sennilega búi flestir Samar í Osló og þeir haldi máli sínu og menningu og afneiti henni ekki. Þeir séu stoltir yfir sínum menningararfi. Þetta hugarfar hafi gjörbreyst frá því um 1980 þegar mótmælin gegn Alta-virkjuninni átti sér stað. Það hafi orðið til þess að vakning hafi orðið meðal Sama. Þeir hafi þorað að berjast á móti og gera menningu sína sýnilega. Í mörg - um samfélögum, sér stak lega í sjávarplássunum meðfram strönd inni, hafi menningin nán - ast eingöngu verið samísk fyrir hundrað árum en svo hafi sam - íska menningin horfið með norsk væðingunni. Samarnir hafi farið að skammast sín fyrir upp - runa sinn og menningu. „Fólk hætti að tala samísku og hafnaði samískum uppruna sínum. Nú er unga fólkið á þess - um stöðum, þriðja kynslóðin, að læra samísku, taka í notkun gömlu þjóðbúningana og leita uppi rætur sínar,“ segir hann. Drekka heima „Þetta er mjög jákvæð þróun. Fólk er mjög meðvitað um það samíska, ekki síst meðal unga fólksins. Gamlar samískar hefð - ir, til dæmis tónlistarmenningin, eru mjög vinsælar. Það er líka ungt fólk sem joikar,“ segir Haukur og kveðst ekki hafa lært að joika en myndi gjarnan vilja læra það. Joik sé erfitt, fyrst og fremst spurn ing um raddbeitingu og að þekkja anda joiksins, túlkun og lag línur gangi í arf frá kynslóð til kynslóðar. Joikið sé lagið sem lýsi annaðhvort persónu, lands lagi eða dýri. Inn í það komi einstök orð en lýsingin liggi í sjálfu laginu. Sönglið lýsi því sem sungið er um, til dæmis ein kennum persónanna. Þeir sem þekki joikið kannist svo við ein - stök orð í sönglinu sem gefi líka til kynna um hvað sé sönglað. Félagsleg vandamál í Kauto - keino voru mjög til umræðu í norsk um fjölmiðlum fyrir nokkr - um árum en fjölmiðlar upplýstu þá að karlmenn í Kautokeino gæfu stúlkum undir lögaldri áfengi fyrir kynlíf. Íbúar í Kauto - keino neita því að þessi vanda - mál séu enn til staðar og Haukur segir að þetta vandamál fari minnk andi og hafi aldrei verið eins alvarlegt og á Grænlandi. Hann segir samt að alkóhólismi sé vandamál í Kautokeino. Birt - ingar myndin sé samt önnur í svona litlu samfélagi en í stóru sam félagi. Ekki sé um marga staði að ræða þar sem hægt sé að sitja og drekka. Drykkjan eigi sér stað heima. „Þetta hefur í för með sér önnur vandamál eins og til dæm - is ofbeldi inni á heimilunum. Með nútímavæðingunni eru öll gömlu góðu gildin að hverfa. Fyrir tíu til fimmtán árum var sjálfsmorðsbylgja meðal ungra manna. Þau eru talin tengjast því að gömlu gildin sem hafa skipt svo miklu máli hjá Sömu - num í Kautokeino eru allt í einu fallin úr gildi og karlmennirnir verða einskis virði með þá þekk - ingu sem þeir hafa úr hrein dýra - hjarðmennskunni. Áður fyrr var allt miðað við að vera góður í hrein dýra hjarð mennsku, að kunna þá menningu og svo kem - ur allt í einu diskó menning með skrifstofuvinnu og öðruvísi gild - um og þá missir þessi þekking gildi sitt.“ Fólk er bjartsýnt nú Haukur telur að áhrifin komi fram sem minnimáttarkennd og karlmennirnir leiti í drykkjuskap. Í sumum fjölskyldum hafi erfið - leikarnir verið miklir. Stjórnvöld hafi reynt að fá þá sem eiga minni hreindýrahjarðir til að hætta hreindýrarekstri og þá eru karl mennirnir þeir fyrstu sem missa vinnu sína. Konurnar geti feng ið fjárhagsstuðning til að vinna við hefðbundin störf eins og leðurvinnu en karlarnir hafi ekkert öryggisnet. Þeir hafi enga menntun og þeirra hefðbundna kunnátta sé einskis virði fyrir þjóðfélagið. „Fjárhagur Samanna og öll þeirra menning byggist á hrein - dýrunum. Öll kunnátta karlanna og sjálfsvirðing þeirra tengist hrein dýrabúskapnum. Þjóð - félags uppbyggingin og sam - félags byggingin hefur alltaf grund vallast á því hversu mörg hreindýr fólk á. Sami sem á ekki nein hreindýr er einskis virði sam kvæmt gamla samfélaginu.“ Síðustu árin hefur mikið gerst í Kautokeino. Hótelið brann til grunna, fjárhagslegir örðugleikar hafa verið á staðnum og svo hafa kynferðisbrotamálin komið upp. „Það hefur verið svo margt neikvætt sagt um Kautokeino og athyglin hefur verið svo neikvæð en nú er hótelið að koma og það er verið að byggja háskóla svo að fólk er bjartsýnt. Í svona litlu samfélagi hefur það mikið að segja,“ segir hann að lokum. Þjóðfáni Sama, í hvaða landi sem þeir búa. Fáninn var samþykktur 15. ágúst 1986. Samísk menning í nokkrum löndum Haukur Gunnarsson byggir upp þjóðarleikhús Sama Haukur J. Gunnarsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.