Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 18. desember 2008 Hrafnhildur Lúthersdóttir, 17 ára sundkona úr SH stóð sig vel á Evrópu meistaramótinu í 25 m laug í Rijeka í Króatíu sem lauk um helgina. Fyrst bætti hún nýlegt stúlkna met 100 metra fjórsunds á 1.03,24 mín. og bætti metið um 3/100 úr sek - úndu. Sundið gekk vel og var ágætlega útfært og skilaði þess - um fína árangri, 25. sæti af 35, að sögn Klaus-Jürgen Ohk, þjálfara hennar. Þá bætti hún stúlknamet sitt í 100 metra bringusundi um 8/100 úr sekúndu þegar hún synti á 1.09,07 mín. og lenti í 27. sæti af 38. Þá synti Hrafnhildur nálægt tveggja vikna gömlu Íslandsmeti hennar í 50 m bringusundi. Glæsilegur árangur hjá Hrafn - hildi sem var að keppa á sínu fyrsta stóra alþjóðlega sund móti. Hrafnhildur var til nefnd til íþróttamanns Hafnar fjarðar á síðasta ári. Jólagjöf Byrs 2008 Sími 575 4000 byr.is Við bjóðum öllum börnum fæddum árið 2008 að þiggja 5.000 króna Framtíðarsjóð í jólagjöf frá Byr. Með þessu viljum við taka þátt í fjárhagslegri heilsu barna til framtíðar. Taktu fyrsta skrefið í næsta útibúi Byrs eða á byr.is. Með ósk um gleðilega hátíð, starfsfólk Byrs. Sparibangsinn Bjössi fylgir Framtíðarsjóðnum. D Y N A M O R EY K JA V ÍK Mozart við kertaljós Kammerhópurinn Camer arc - tica heldur sína árlegu kerta ljósa - tón leika í Hafnarfjarðarkirkju á föstudagsdagskvöldið, 19. des. kl. 21. Hópurinn leikur ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós en hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hildi gunnur Halldórsdóttir fiðlu leik ari, Svava Bernharðsdóttir, víólu leikari og Sigurður Hall dórsson, sellóleikari ásamt góð um gestum, þeim Eydísi Franz dóttur óbóleikara og Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóðfærum Mozarts „bassetthornið“. Á efnisskránni í ár eru hinn þekkti Óbókvartett og Kvintettar fyrir klarinettu, bassetthorn og strengi, Kv. 411 og Kv. 580 eftir W. A. Mozart. Einnig eru á efnisskránni Klarinettukvartettar eftir Franz Anton Hoffmeister, sam tímamann og góðvin Moz - arts. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða, „Í dag er glatt í döprum hjörtum“, sem er úr Hrafnhildur í ham í Rijeka Setti tvö stúlknamet Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH Páll Óskar Hjálmtýsson er greinilega vinsæll í Hafnarfirði en myndband með nýjasta smell - in um hans er tekið upp á Austur - götunni. Hann kom fram í Jóla - þorpinu um helgina og árit aði diskinn sinn og veggspjöld í Firði og mynduðust langar biðr - aðir. Lúðvík Geirsson, bæjarstóri afhenti honum, í jólaþorpinu, gullplötu fyrir Silfursafnið sem hefur að geyma bestu lög Páls Óskars frá árunum 1991-2008. Fékk gullplötu á Thorsplani Páll Óskar kampakátur með gullplötuna á sviðinu á Thorsplani. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.