Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 13

Fjarðarpósturinn - 18.12.2008, Blaðsíða 13
www.fjardarposturinn.is 13Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 18. desember 2008 Hafnarfjarðarbær er í samstarfi við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Númerið er gjaldfrjálst og opið allan sólarhringinn. Hjálparsíminn 1717 veitir fólki á öllum aldri sálrænan stuðning og ráðgjöf, ásamt því að vera til staðar fyrir þá sem eru einmana eða einangraðir. Hafnarfjarðardeild Rauða krossins býður áhugasömum uppá fjölbreytt sjálfboðaliðaverkefni. Meðal verkefna sem í boði eru má nefna heimsóknavini, heimsóknir til hælisleitenda, barna- og ungmennastarf. Í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar 585 5500 er hægt að fá upplýsingar um þjónustu og úrræði á vegum bæjarins. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um þjónustu á vegum bæjarins á www.hafnarfjordur.is. Upplýsingar*Ráðgjöf*Úrræði Hafðu samband Við störfum í þína þágu 1717 – Hjálparsími Rauða krossins Viltu gerast sjálfboðaliði? Aðgerðahópur um almannaheill Atvinnu- og þróunarsetur Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is Hafnarfjarðarbær stóð nýlega fyrir stofnun Aðgerðahóps um almannaheill vegna aðstæðna í efnahagsmálum. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá Hafnarfjarðarbæ, Rauða krossinum, heilsugæslunni, kirkjum, framhaldsskólum, lögreglu og stéttarfélögum í Hafnarfi rði. Tilgangurinn er að stilla saman strengi og efl a aðgengi bæjarbúa að upplýsingum, leiðbeiningum og ráðgjöf. Hafi nn er undirbúningur að stofnun atvinnu- og þróunarseturs í Hafnarfi rði til að bregðast við þrengingum á vinnumarkaði og vaxandi atvinnuleysi. Hlutverk atvinnu- og þróunarseturs er að skapa vettvang og umhverfi fyrir fólk sem vill hrinda hugmyndum til atvinnusköpunar í framkvæmd sem og aðstoða við þróun nýrra tækifæra. F A B R I K A N Boðið er upp á ókeypis fjármálanámskeið í janúar í samvinnu við Neytendasamtökin. Námskeiðin eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku. Hámark þátttakenda er 25 á hvert námskeið. Nánari upplýsingar og skráning í síma 585 5500 eða með tölvupósti á info@hafnarfjordur.is ÓKEYPIS FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ Í JANÚAR 2009 7. janúar kl. 9.30 - 12.00 12. janúar kl. 17.00 - 19.30 22. janúar kl. 13.00 - 15.30 Námskeiðin verða sem hér segir: HVERT GET ÉG LEITAÐ?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.