Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Page 12

Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Page 12
Tvívegis brotist inn í skátaheimilið Tækjabúnaði stolið Tvívegis var brotist inn í skátaheimilið Hraunbyrgi við Víðistaðtún. Aðfararnótt laug - ar dags var hljóðkerfi stolið, læstum skáp og bassaboxum. Aðfararnótt sunnudags var brotist inn, innihurð sparkað upp og skjávarpa, sem festur var hátt uppi í lofti, stolið. Þá var reynt að brjótast inn í minjageymslu skátafélagsins. Tjónið er tilfinnanlegt og hefur öryggiskerfi hússins verið endurskoðað. Ef einhver hefur orðið var við manna - ferðir við Hraunbyrgi á þessum tímum er viðkomandi beðinn um að hafa samband við lög - reglu. 12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. janúar 2009 Komdu á æfingu! www.haukar.is Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Hið árlega Actavis körfubolta - mót sem körfuknattleiksdeild Hauka stendur fyrir var haldið um helgina og hefur aldrei verið fjölmennara. Alls kepptu um 140 lið frá 85 félögum. Keppendur voru á aldrinum 6-11 ára, drengir og stúlkur og var gleðin í fyrirrúmi hjá þeim öllum. Þó var barist eins og á venjulegu móti og allir gerðu sitt besta, sumir nýbyrjaðir að æfa og aðrir orðnir nokkuð vanir. Stig eru ekki talin og einungis 4 leikmenn inná frá hvoru liði og svigrúm og leik - gleði því meiri. Aðstandendur mótsins voru himinlifandi eftir mótið enda hafði það tekist mjög vel í alla staði. Um 800 krakkar á körfuboltamóti Guðbjörg Norðfjörð, íþróttastjóri Hauka aðstoðar kátar stúlkur. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Sýning á Hrafnistu Sýning á málverkum Erlu Ásmundsdóttur var opnuð í Menningar - salnum á Hrafnistu Hafnarfirði. Þetta er gestasýning frá Gerðubergi sem er hluti af samstarfi Hrafnistu og Gerðubergs í Reykjavík. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.