Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. nóvember 2009 Það er skrýtið lýðræðið. Samfylkingin ætlar aðeins að heimila flokksbundnu Samfylk ingar - fólki að kjósa í prófkjöri sínu, engum öðrum stuðningsmönnum flokksins. Þá verður tryggt jafnt hlutfall kvenna og karla á lista og því ekki víst að vilji kjósenda fái að ráða. Og ekki bara það, heldur hefur bæjarstjórinn tekið frá sjötta sætið. Ósköp fer þá lítið fyrir vilja „fólksins“. Er þá ekki alveg eins gott að handraða beint á list ann? Sjálfstæðismenn fara sömu leið við framboðið og aðeins flokksbundnir félagar fá að kjósa. Þessar kosningar verða því engin æfing fyrir persónukjör og ólíklegt er að VG verði lýðræðislegri. Síðasti bæjarstjórnarfundur var um margt merkilegur. Sjötti vara - bæjarfulltrúi Samfylkingar tók sæti sem fyrsti varamaður flokks ins, Fjarðarpósturinn bar marg oft á góma og Gunnar Svavarsson skamm aði ritstjórann fyrir að treysta á skrif eins vara bæjar fulltrúa síns. Almar Grímsson „reyndi að særa fram skoðanir fólks sem situr og prjónar“ og María Kristín Gylfadóttir talaði um „þrúgandi þögn bæjarfulltrúa“. Þá ásakaði Haraldur Ólason Samfylkinguna fyrir að senda varamenn á fundi, væri aðalmaður ekki sammála hópnum. Hann var ekki beðinn um að biðjast afsökunar á þessu en Almar mátti ekki vantreysta Gunnari. Ekkert af þessu finnst í fundargerð. Það var bara skemmtilegt að hlusta! Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir útgáfufélag ehf., kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 29. nóvember Fyrsti sunnudagur í aðventu Hátíðarmessa kl. 11 Hr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti vígir nýtt barokkorgel Hafnarfjarðarkirkju og predikar í messunni. Prestar kirkjunnar, sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur og sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, þjóna fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson, kantor Hafnarfjarðarkirkju, leikur á hið nývígða hljóðfæri og stjórnar söng Barbörukórsins. Kórinn flytur kantötuna „Nun komm der Heiden Heiland“ BWV 61 eftir Johann Sebastian Bach ásamt nýstofnaðri barokksveit Hafnarfjarðarkirkju. Eftir messuna er viðstöddum boðið til móttöku í safnaðar - heimilinu þar sem léttar veitingar verða á borðum, framreiddar af Ottó R. Jónssyni, staðarhaldara Hafnarfjarðarkirkju. Í móttökunni mun taka til máls orgelsmiðurinn Kristian Wegscheider og fjalla í stuttu máli um hljóðfærið. Sunnudagaskóli fer fram í safnaðarheimilinu á sama tíma Víðistaðakirkja 1. sunnud. í aðventu 29. nóvember Barnaguðsþjónusta kl. 11 Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna Aðventukvöld kl. 20 Fjölbreytt dagskrá. Fram koma: Kór Víðistaðasóknar Stúlknakór Víðistaðakirkju Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran Einar Jóhannesson, klarinett Ræðumaður: Gerður Kristný, rithöfundur. Kaffisala Systrafélagsins í safnaðarheimilinu eftir dagskrá www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 Tölvuþjónustan Rthor Fartölvuviðgerðir og almennar tölvuviðgerðir. Kem í heimahús Ódýr og góð þjónusta Sími: 849 2502 SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273 Kaffisetur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði alla þriðjudaga og föstudaga kl. 10-12 Strandgötu 43 Rjúkandi kaffi og meðlæti. Fjörugar og lýðræðislegar umræður um fjölbreytt málefni. Allir velkomnir Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Bókakvöld í Hafnarborg Bókakynningar verður í Hafnarbog í kvöld kl. 20 þar sem þrír rithöfundar Ragna Sigurðardóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Kristín Ómarsdóttir lesa úr bókum sínum og einnig verða kynntar bækurnar Ofhlæði og Úrvalið sem tengjast sýningunum er nú standa í Hafnarborg. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands amerísku kvik - mynd ina River of Grass (1995) í leikstjórn Kelly Reichard. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd austur-þýska myndir Die Archi - tekten (1990) í leikstjórn Kelly Reichardt. Aðventukvöld Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkja efna til aðventu - kvölds í Hásölum við Hafnar fjarð - arkirkju í kvöld kl. 20. Sýnir fatahönnun Svava Grímsdóttir, hönnuður sýnir og kynnir fatahönnun sína í Gallerí Thors í kvöld kl. 20-22. Svava vinnur mikið úr ísl. ull, grófum efnum . Kristbergur sýnir í Mokka Kristbergur Ó. Pétursson, myndlista - maður heldur málverkasýningu á Mokka til 10. desember nk. Hann fæddist í Hafnarfirði 1962 og ólst þar upp í hrauninu í Vesturbænum og tekur dálítið af því umhverfi með sér á veggi Mokka - ásamt öðru. Mynd - irnar vísa ekki beinlínis í neina sögu eða atburð heldur vinnur höfundur úr hughrifum sem eftir sitja löngu eftir að lestri er lokið. Jólafundur Fríkirkjukvenna Jólafundur Kvenfélags Fríkirkjunnar, verður haldinn í Skútunni, Hólshrauni á sunnudag kl. 20. Jólafundur Hringsins Árlegnur jólafundur Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði verður haldinn í Fjörugarðinum 1. desember 18. desember kl. 18. Kammerkór í rólegheitum Kammerkór Hafnarfjarðar heldur sína árlegu aðventu- og jólatónleika í Hásölum þriðjudaginn 1. desember og miðvikudaginn 2. desember kl. 20 í Hásölum. Að þessu sinni flytur kórinn hinar ýmsu perlur fram að hléi. Í hléinu er svo boðið upp á kaffi og konfekt. Eftir hlé flytur kórinn Misa Criolla eftir Aríel Ramírez ásamt Gissuri Páli Gissurarsyni, tenór og sex manna hljómsveit. Opin vinnustofa Maja verður með opna vinnustofu sína að Fornubúðum 12 laugar dag og sunnudag kl. 13-18. Klassík við kertaljós Tríó Reykjavíkur heldur árlega tónleika sína Klassík við kertaljós í Hafnarborg á sunnudag kl. 20.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.