Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 11
Hafnarfjarðarkirkja 11Fimmtudagur 26. nóvember 2009 Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur símar: 555 4166, 891 7562 thorhallur33@gmail.com þriðjudaga-föstudaga kl. 10-12 og eftir samkomulagi. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir símar: 555 1295, 861 7918 gudbjorgj@simnet.is mánudaga-fimmtudaga kl. 10-12 og eftir samkomulagi. Viðtalstímar presta www.hafnarfjardarkirkja.is Safnaðarheimilið Strandberg: Ottó Jónsson staðarhaldari, sími 555 1295 otto@hafnarfjardarkirkja.is Einar Örn Björgvinsson kirkjuþjónn, sími 897 0647 einabj@hi.is Guðmundur Sigurðsson kantor, sími 899 5253 gudmundur.sig@gmail.com „Þegar trúin fór að gera mér gagn sem fullorðinni manneskju fór ég að átta mig á því hvað nafnið mitt merkir „sú sem Guð bjarg - ar“ og það gerir hann á hverjum degi,“ segir Guð - björg Jóhannesdóttir sem skipuð var prestur við Hafn - arfjarðarkirkju 1. októ ber sl. Dr. Gunnar Kristj áns son prófastur setti sr. Guð björgu inn í embættið við hátíðlega athöfn 4. október sl. Guðbjörg er fædd árið 1969 og er uppalin á Höfn í Hornafirði en fjölskylda hennar kemur úr Skaga firði og úr Dölunum. Hún flutt ist 16 ára til Reykjavíkur til að fara í menntaskóla og fór það - an tvítug í Guðfræðideildina. Guðbjörg er með MA próf í sátta - miðlun og átakastjórnun frá Há - skólanum í Kaupmannahöfn auk þess að hafa aflað sér víðtækrar símenntunnar á sviðum er snerta prestsþjónustu og guðfræði. Hún var sóknarprestur í Sauðár - króksprestakalli í níu ár eða til hausts ins 2007. Þá fluttist fjöl - skyldan suður vegna vinnu manns hennar og starfaði hún í af - leysingum í Háteigskirkju, á Selfossi og nú síðast í Neskirkju. Guðbjörg er gift Sigurði Páli Haukssyni löggiltum endur skoð - anda og eiga þau fimm börn 7, 12, 13, 16 og átján ára og búa þau í Vest ur bænum í Reykjavík, á æsku slóðum Sigurðar sem heldur auð vitað með KR. Af hverju ákvaðst þú að verða prestur? „Það var margt sem réð því en helst þó það að ég átti erfiða lífsreynslu að baki og margt í mínum uppvexti varð til þess að ég leitaði sterkt í trúna. Þó held ég að ég hafi ekki farið að nýta trúna að gagni fyrr en ég var orðin fullorðin manneskja, þann - ig að hún hefði raunveruleg áhrif á það hvernig mér leið.“ Finnst þér munur á að vera prestur úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu? „Mér finnst reyndar við fyrstu sýn margt líkt með því að vera prestur á Sauðárkróki og í Hafnarfirði. Jákvæð lands byggð - ar stemmning er greinileg. Hér eru sterk tengsl og fólk hefur áhuga á að vita hver maður er. Hér býr fólk með sterka samfélagsvitund og það er mjög eftirsóknarvert finnst mér sveitakellingunni segir hún og hlær dátt. Það hefur verið tekið mjög vel á móti mér og ég finn að fólk er fljótt tilbúið að treysta mér en samskipti prests og safnaðarbarna hljóta alltaf að standa og falla með trausti.“ Finnur sig vel í kirkjunni Guðbjörg segist finna sig vel í Hafnarfjarðarkirkju. „Hér er frábær aðstaða og elskulegt samstarfsfólk. Metnaður okkar hér þarf að snúast um að veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum kirkjustarfs. Framtíðar - sýnin snýst um öfluga og vandaða starf semi svo fólk njóti þess að koma til kirkju og fá næringu í tali, samtali og tónum. Á döfinni eru þónokkrar breytingar svo sem á fermingarstörfunum. Þetta verð ur gert til þess að auka gæði og koma til móts við þarfir kakk - anna um að hafa líka gaman í ferm ingarfræðslunni sem og þarf - ir foreldranna fyrir einfalt skipu - lag. Helgihaldið er nokkuð fjöl - breytt og ætlum við okkur að auka þar við á næsta ári. Fjöl - breytni er líka mikil í söng, við erum með organista og kór sem ekki eru til nægilega sterk lýs - ingarorð til að hrósa svo og stór - kostleg hljóðfæri. Svo eru hér reglu lega haldin margskonar nám skeið og samverur, sem dæmi verð ég með samveru fyrir hafnfirskar konur í janúar sem ber yfirskriftina ,,Konur eru konum bestar“. Eftir áramótin ætla ég svo að vera með tvö fræðslukvöld fyrir fjölskyldur sem heita ,,Hávaða rifrildi og jákvæðar breytingar, tvær hliðar á sama teningi?“ Þar ætla ég að fjalla um hvernig t.d. ákveðin prestshjón! komast hjá því að garga úr sér lungun þegar mikið gengur á og hvernig þekking á því hvernig ágreiningur magnast getur hjálp - að til við að skapa friðsælt fjölskyldulíf. Hitt kvöldið ber heitið: ,,Uppeldi til ábyrgðar, með uppvaski og tiltektum“. Þar mun ég fjalla um hvernig allt sem gert er á heimilinu er uppeldi hvort sem er ákvarðanir eða verka - skipti. Miðlað verður af óþrjót - andi sjóði uppeldismistaka minna en öll virðast þó börnin ætla að komast til manns! Markmiðið er auðvitað að ná til sem flestra.“ Hafði engin tengsl við Hafnarfjörð Guðbjörg segist aðspurð engin tengsl hafa við Hafnarfjörð og þekkti lítið til. Hér líkar henni vel og segist finna hvað fólk er já - kvætt gagnvart starfinu í Hafnar - fjarðarkirkju. „Ekki skemmir heldur hversu skemmtilegt fólk Hafnfirðingar reynast vera,“ segir Guðbjörg að lokum. Nýr prestur í Hafnarfjarðarkirkju L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, nýr prestur í Hafnarfjarðarkirkju Sr. Guðbjörg prédikar í innsetningar - messu sinni 4. október sl. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.