Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. nóvember 2009 HAMRANESTIPPUR Frá og með 1. desember 2009 verður opið á landmótunarstað í Hamranesi (tippnum) á eftirfarandi tímum: Mánudag til fimmtudags: kl. 8:00 - 16:00 Föstudaga: kl. 8:00 - 15:00 Reglur um það hvað má losa á landmótunar - staðnum er að finna á heimasíðu Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is 22 sundmenn frá SH tóku þátt í Íslandsmeistaramótinu ÍM25 í sundi um síðustu helgi. Sundmennirnir bættu tímana sína yfir 100 sinnum og unnu samtals 33 medalíur, 7 gull, 15 silfur og 11 brons. Alls voru synt 67 sund í úrslitum í 40 greinum. SH-ingar bættu tvö Íslands - met. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti 100 m bringusund á tímanum 1.08,46 og A-sveit SH í 4x50 m skriðsundi synti á 1.33,69. Í sveitinni voru þeir Bragi Þorsteinsson, Sindri Snævar Friðriksson, Orri Freyr Guðmundsson og Njáll Þrast - arson. Að auki féllu 7 aldurs - flokkamet, 10 Hafnarfjarðar - met og önnur 10 hafnfirsk ald - ursflokkamet. Þær Ingibjörg Kristín Jóns - dóttir og Hrafnhildur Lúthers - dóttir fara á Evrópu meistara - mótið í sundi sem haldið verður í Istanbul 10.-13. desember og um næstu helgi fara þeir Bragi Þorsteinsson, Kolbeinn Hrafn - kelsson, Konráð Hrafnkelsson, Njáll Þrastarson og Sindri Snævar Friðriksson með lands - liðinu til Færeyja að keppa þar á tveggja þjóða móti. Glæsilegur árangur SH á Íslandsmeistaramótinu Bættu árangur sinn 100 sinnum Keppnishópur Sundfélags Hafnarfjarðar Fréttir bárust frá fundi Sam - fylkingarinnar í Hafnarfirði varðandi prófkjör fyrir bæjar - stjórnarkosningar 2010. Bæj - arstjórinn ætlar að fórna sér í baráttusætið. Hann, eins og fyr - ir síðasta prófkjör Sam fylkingarinnar til Alþingis, er tilbúinn í „slaginn“! Hann ætl - ar að standa sína plikt fyrir flokkinn. Lúðvík, sannur íþrótta maður, er alltaf til í að taka slaginn. Verst er að þegar hann „vinnur“ ekki fyrsta sætið, eins og hann gerði ekki þegar Árni Páll Árnason náði efsta sæti í síðasta prófkjöri Sam fylk ing - arinnar til Alþingis, þá hættir hann við og gefur ekki kost á sér. Spurning um réttan íþrótt a - anda? Skoðum stöðuna. Lúðvík bæj ar stjóri, sem hefur sett Hafn arfjörð á kaf í skuldir, er, þegar kemur að kosningum, búinn að vera bæjarsjóri í 8 ár. Gunnar Svavarsson er búinn að segja að hann ætli ekki að gefa kost á sér. Plottið fyrir kosn - ingar til Alþingis gekk ekki upp. Lúðvík tapaði fyrir Árna Páli en plottið gekk út á að Gunnar tæki við efsta sæti flokks ins hér í Firðinum. Nú er Gunnar, sem hefur verið sá sem hefur verið „vinstri“ hönd Lúð - víks varðand fjármál, hættur og nú ætlar Lúðvík að fórna sér á listanum, fara í bar - áttusætið, en fyrsta sæt ið var það eina sem kom til greina til Al þingis. Lúðvík treyst ir sér ekki til að vera í for ystu fyrir flokkinn sinn hér í Firðinum. Hann veit sem er að hann er búinn að setja bæj ar - félagið í gjörgæslu og bærinn okkar er eitt verst setta bæjarfélagið á landinu. Lúðvík hefur haft á stefnu - skrá sinni að vera með íbúa - lýðræði. Búið er að safna fjölda undirskrifta um að taka upp viðræður um stækkun álversins í Straumsvík á ný. Hann hunsar þess ar undirskriftir. Annað hvort er að hann vill ekki stækk un eða að hann þorir ekki að takast á við verkefnið. Ég ætla að benda Hafnfirðingum á að álverið í Straumsvík er lífæð og lyfti stöng í bænum sem við búum í. Höfundur er hjúkrunarfræð - ingur. Bæjarstjóri fórnar sér Guðrún Jónsdóttir Auglýsingasími Fjarðarpóstsins er 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.