Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. nóvember 2009 Leirkrúsin Handverksmarkaður á aðventu 2009 Hjartanlega velkomin á handverksmarkað í Leirkrúsinni 28. - 29. nóvember opið báða daga kl. 12-17 Fjölbreytt úrval af einstakri gjafavöru úr leir og annað handverk á boðstólnum. Jólagjöfin í ár er íslenskt handverk! Leirkrúsin Hákotsvör 9, Álftanesi www.leir.is Ákveðið hefur verið að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Sam - fylkingin í Hafnarfirði efni til prófkjörs þann 30. janúar 2010 nk. Ljóst er að nýir aðilar munu skipa fyrstu sæt in hjá báðum flokk um. Það eru held ur óvænt tíðindi að bæjar stjór - inn gefi ekki kost á sér í fyrsta sæti fram - boðs listans. Eða kannski ekki? Lúðvík Geirsson finnur að það er farið að halla undan fæti hjá honum. Varnar - bar áttan er hafin. Staða sveitar - félagsins er afleit. Ráðuneyti sveitar stjórn armála er með fjármál Hafnar fjarðar undir smásjánni. Flestar gjaldskrár hafa hækkað, áfram er ausið fé í íþróttamannvirki þrátt fyrir loforð um að fresta fram - kvæmd um og verja grunn - þjónustu. Nú ætlar Lúðvík að kúga íbúa Hafnarfjarðar til þess að leyfa sér að vera bæjarstjóra eitt kjörtímabil í viðbót í hreinum meirihluta. Hann býður sig fram í 6. sætið og ef Sam fylk - ingin fær 6 menn inn í bæjar - stjórn hafa þeir hreinan meiri - hluta. Lúðvík er orðinn vanur því að ráða ferðinni. Treystir Samfylkingarfólk Lúðvík? Nú verður spennandi að sjá hvort flokksmenn Sam fylkingarinnar í Hafnarfirði treysta Lúðvík til þess að verða bæjarstjóri í Hafnarfirði enn eitt kjörtímabilið þrátt fyrir ákvarðanafælni hans og skelfilega fjár hagslega stöðu sveitarfélagsins. Mér sýnist Lúðvík reikna með því að missa amk einn mann í næstu kosningum. Vonandi missir Samfylkingin að minnsta kosti 2 menn í næstu bæjarstjórnarkosningum. Það boðar breytingar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka prófkjör í Hafnarfirði 30. janúar nk. Þá mun koma í ljós hvaða öflugu einstaklingar munu skipa framboðslista Sjálf stæðisflokksins, tilbúnir að glíma við þá döpru stöðu sem sveitarfélagið okkar er komið í og gefa Hafnfirðingum von um betri tíð. Höfundur er formaður Sjálf - stæðisfélags Hafnarfjarðar. Hallar undan fæti hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Aðventukvöld Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnar fjarðar kirkja efna til aðventukvölds í Hásölum við Hafnarfjarðarkirkju fimmtu daginn 3. desember kl. 20. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn ræðir um gildi jólanna. Barbörukórinn syngur jólalög og leiðir söng. Guðmundur Sigurðsson kantor Hafnarfjarðarkirkju leikur á orgel. Séra Þórhallur Heimisson leiðir athöfnina. Í lok athafnar býður Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar upp á kakó, piparkökur og konfekt í safnaðarheimilinu. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkja Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar „Þetta er 19. árið okkar sem senn er á enda og erum við afskap lega þakklát fyrir hvað lukkan hefur verið okkur hlið - höll öll þessi ár, segir Jóhannes Viðar Viðar Bjarnason, fram - kvæmda stjóri og eigandi Fjöru - kráar innar og Hótel Víkings. „Því miður er lifi tími veit inga - húsa yfirleitt ekki svona langur en engin ellimörk er að sjá á Fjöru kránni sem nú er full - klædd í jóla búningingi sínum. Við verðum með tvær hljóm - sveitir sem skipta helgunum á milli sín fram að jólum og um helgina verður það hin geysi - vinsæla hljómsveit frá Vest - manna eyjum Dans á Rósum sem spilar en hljómsveitin spil ar tvær helgar af þessm fimm. Sérstakur gestur verður Gylfi Ægis son og mun hann selja og árita bók sína fyrir þá sem það vilja, þær helgar sem hann verður hér. Aðra helgi spilar svo hljóm sveit Rúnar Þórs.“ Það má því segja að Vest - mannaeyja andi muni svífa yfir víkingaþorpinu í desember. Jóhannes segir Grýlu búna að vera hér hjá þeim frá byrjun og nú bjóði hún upp á sinn forna drykk í Hellinum á Hótel Víking á undan borðhaldi. „Síð an stjórn ar hún sínum söng elsku svein um við sönginn meðan á borð haldi stendur,“ segir Jóhann es. Skötuveislan vinsæl „Nú þegar eru pantanir komn - ar í Þorláksmessuskötuna og gaman að fylgjast með því að ár eftir ár koma sömu fyrir tækin sem og aðrir til okkar í skötu og nýir bætast við. Við er um að taka á móti gestum frá hádegi og langt fram á kvöld þannig að fólk er að koma allan daginn til okk ar. Afmælisár framundan Við kveðjum þetta ár sem senn er að líða með bjartsýni að vopni og göngum inn í næsta ár sem verður okkar tuttugasta. Þá er í bígerð að vera með sérstaka daga í tilefni tímamótanna, vera með hina og þessa daga frá ýmsum þjóðlöndum sem vonandi eiga eftir að stytta okkur stundir. Og þá er undir - búningur hafinn fyrir okkar árlegu víkingahátíð sem verður held ur lengri en vanalega vegna 20 ára afmælisins“, segir Jó - hannes og er greinilega engan bilbug á honum að finna þó ýmsir aðrir kvarti. Bjart yfir Fjörukránni 20 ára afmælisár framundan með fjölmörgum viðburðum L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Jökull Þorri Samper hótelstjóri og Jóhannes Viðar. Enn alvarlegt slys við Hólshraun Gatnamótin á Fjarðarhrauni og Hólshrauni eru án efa ein hættulegustu gatnamótin í Hafn arfirði og þar eru tíðir árekstr ar. Tvisvar hafa orðið slys á fólki, í maí sl. voru 5 flutt ir á slysadeild eftir árekstur og á mánudag voru fjórir fluttir á slysadeild eftir harðan árekst - ur. Segir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglu stöð - inni í Hafnarfirði að 6 slys hafa orðið á kaflanum frá Engidal að Reykjanesbraut. Lengi hafa úrbætur verið í farvatninu en ekkert bólar á þeim enn. Hafa þau mál verið í hönd um bæjaryfirvalda og Vega gerðarinnar. Gísli Ó. Valdi marsson, formaður skipu - lags- og byggingarráðs segir að tillögur hafa verið gerðar allt frá 2000 og síðast við endur hönn - un Bæjarhrauns en engin lausn í sjónmáli. Segir Gísli að bær - inn hafi lagt til að til bráða - birgða yrðu sett upp umferða - ljós sem samstillt yrðu við ljós - in í Engidal. Segir hann málið forgangsverkefni og vonast til að Vegagerðin taki á þessu verki sem fyrst. Móttaka aðsendra greina Fjarðarpósturinn tekur gjarnan við aðsendum greinum og birtir við fyrsta tækifæri. Hámarkslengd greina er 300 orð. Þó er möguleiki á lengri greinum í sérstökum tilfellum en þó aðeins í samráði við ritstjóra. Að jafnaði er ekki tekið við greinum til birtingar sem einnig eru sendar í birtingu í önnur blöð á sama svæði. Mynd af greinarhöfundi þarf að berast blaðinu nema mynd sé þegar til hjá Fjarðarpóstinum. Stærð myndar þarf að vera minnst 500x700 pixlar. Greinar sendist á ritstjorn@fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.