Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 19

Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 19
www.fjardarposturinn.is 19Fimmtudagur 26. nóvember 2009 Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði Auglýst eftir framboðum til prófkjörs Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, við næstu bæjar- og sveitastjórnarkosningar fari fram laugardaginn 30. janúar 2010. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs. Framboð skal vera bundið við flokksbundinn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn, búsettir í Hafnarfirði, skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 7. Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar fram bjóð - endum, eftir að framboðsfresti lýkur. Framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi á tölvu tæku formi, á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 16.00 föstudaginn 18. desember 2009. Um prófkjörið vísast til reglna um prófkjör Sjálfstæðisflokksins, sjá www.xd.is Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði. Barna- og fjölskyldutúr Ingós 2009 í Bæjarbíói Hafnarfirði miðvikudaginn 2. desember kl. 20 Ingó er nýkominn úr heljarinnar yfirreið um landið þar sem hann var einn á ferð með kassagítarinn og skemmti krökkum á öllum aldri. Allsstaðar var troðið út úr dyrum. Nú er komið að Hafnarfirði, Ingó mætir í Bæjarbíó með gítarinn spilar lög af diski veðurguðanna Góðar Stundir og verður diskurinn að sjálfsögðu til sölu á staðnum. Eftir tónleika gefur Ingó áritanir og talar við gesti. Miðaverð er 1.500 kr. Missið ekki af stórviðburði og tryggið ykkur miða í tíma. Ingó – fjölskyldutónleikar Nánar á www.prime.is F ja rð a rp ó st u ri n n 1 1 0 9 – © H ö n n u n a rh ú si ð e h f. ÞAÐ SEM ER VERT AÐ VITA • 2. sept.: Bæjarbíó Hafnarfirði • tímsetning: kl. 20 • miðaverð: 1.500 kr • forsala: midi.is • miðasala: við innganginn frá kl. 19.30 Niðurfelling fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2009 af eigin íbúð elli- og örorkulífeyrisþega (75% eða meiri örorka). Fasteignagjöld hér miðast álagningarforsendur sveitarfélaganna vegna 93,3 fm íbúðar; fasteignamat húss 17.450.000 kr. og lóðarmat 2.140.000 kr. Bæjarfulltrúa Sjálf stæðis - flokksins, Almari Grímssyni er mjög í mun að telja sjálfum sér trú um það að reglur þær er gilda um afslátt á fast eigna - gjöldum til eldri borgara og örykja hér í Hafn ar firði séu óhag stæðari en sam - bærilegar regl ur sem gilda í okkar ná - granna sveitar félög - um. Þetta er mikill mis skiln ingur hjá bæj arfull trúa sem á að vita betur, enda hefur hann ekki gert athuga semdir við þær tillögur sem af greiddar hafa verið und anfarin ár í góðu sam komu lagi við stjórn öldungaráðs bæjarins. Bæjar - fulltrúi Almar hefur reyndar flutt tillögu ásamt öðrum full - trúum Sjálf stæðis flokksins um fastan afslátt til allra eldri borgara án tillits til heild ar - tekna. Þetta eru sömu til lögur og voru útfærðar í Garða bæ en þurfti að draga til baka þar sem þær fóru gegn gild andi lögum. Beinn samanburður á okkar reglum og þeim sem gilda í ná - grannasveitarfélögunum segja okkur sannleikann um hvernig staðið er að þessum málum hér í Hafnarfirði. Sá samanburður leiðir í ljós að hér eru af sláttar - kjörin betri eða sambærileg við það sem gildir í nágranna sveit - arfélögum. Tölurnar tala sínu máli eins og kemur fram í með - fylgjandi töflu sem sýnir með skýrum hætti hvernig afsláttur er reiknaður út í stærstu sveitar - félögunum hér á höfuðborgar svæðinu fyrir þetta ár sem nú er að líða. Þegar séstaklega er litið til tekjulægstu hóp anna, hvort held ur eru einstakl ingar eða hjón, þá er af slátt ur - inn og greiðslu kjörin hag stæð ust hér í Hafn ar firði og í Reykja vík, en annars í Garðabæ sem eitt sveit ar - félaga sker sig úr með mun hærri tekjuviðmiðun, eftir að felldar voru niður fyrri reglur þar á bæ um flatan almennan af slátt óháð tekjum. Samfylkingin hefur lagt á það áherslu að tryggja að hér sé gætt jafnræðis og að okkar af - sláttarkjör séu innan laga - ramma og svo hagstæð fyrir eldri borgara og öryrkja sem kost ur er. Það hefur verið gert með skýrum hætti eins og þessar tölur sýna svart á hvítu. Varð andi fullyrðingar bæjar - fulltrúa Almars um áherslur bæjarstjórnarflokkanna í álagn - ingu fasteignagjalda, þá er rétt að rifja upp fyrir þeim sem eru farnir að gleyma, að fyrsta verk meirihluta Samfylkingarinnar í Tölurnar tala sínu máli Lúðvík Geirsson upphafi kjrtímabilsins 2002 var að að endurgreiða bæjarbúum til baka þá hækkun faste igna - gjalda sem þáverandi meirihluti Sjálf stæðisflokks og Fram - sóknarflokks hafði samþykkt nokkrum mánuðum áður. Það er full ástæða til að bæjarbúar gleymi ekki þeim skatta áhersl - um sem Sjálfstæðisflokkurinn talaði fyrir þegar hann fór síðast með völd hér í bænum. Höfundur er bæjarstjóri. Nýlega sendi forvarnarfull trúi bæjarins ásamt sálfræðingi félags þjónustunnar, for stöðu - manni félagsmiðstöðvarinnar Öld unnar og skólahjúkrunar - fræðingi Öldutúnsskóla bréf til foreldra grunnskólabarna í Hafn - ar firði bréf þar sem varað er við að börn neyti orku drykkja. Vilja þau að foreldrar, börn og ungl ing - ar íhugi málið vel áður en þeirra er neytt og telja upp ýmis rök: • Vatn er ávallt besti drykkur - inn og góður og hollur fyrir íþróttaiðkun. • Á umbúðum sumra orku - drykkja er jafnvel varað við að börn neyti þeirra. • Þeir innihalda mikið magn koffíns og annarra efnum sem er ekki æskilegt að börn neyti. • Þurfa börn að innbyrða sérstaka orkudrykki til að komast í kraftmikið ástand? • Munurinn á orkudrykk og íþróttadrykk er oft óljós. Börn þurfa á hvorugum drykknum að halda. • Drykkirnir eru dýrir miðað við aðra drykki. • Koffín er vökvalosandi og því ætti að forðast neyslu drykkja sem innihalda koffín þegar íþróttir eru stundaðar. • Eftir að hafa neytt um 100 mg af koffíni á dag fá sumir fráhvarfseinkenni. • Koffín er flokkað sem lyf í Bandaríkjunum. • Neysla áfengis og orku - drykkja er mjög óæskileg sam - setning. Drekkur barnið þitt orkudrykki? Í starfi í grunnskólum og félagsmiðstöðvum bæjarins er neysla orkudrykkja ekki leyfileg

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.