Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. nóvember 2009 JÓLALJÓSIN TENDRUÐ Á VINABÆJARTRÉ FRÁ CUXHAVEN Laugardaginn 28. nóvember verða jólaljósin á jólatré tendruð við Flensborgarhöfn en tréð er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar Cuxhaven í Þýskalandi Kl. 15 • Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur nokkur lög • Fulltrúi frá Cuxhaven flytur ávarp og tendrar ljósin • Formaður Hafnarstjórnar flytur ávarp • Börn frá Víðivöllum syngja • Jólasveinar skemmta börnunum Öllum er boðið kakó á Kænunni að athöfn lokinni. Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Kúplingar Karlalið FH og Hauka mæt - ast í 8 liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta, annað árið í röð. Leikurinn í fyrra var gríðarlega spennandi og lauk honum með 29-28 sigri FH. FH-ingar komust áfram eftir sigur á úrvalsdeildarliði Akur - eyrar en Haukar komust áfram eftir sigur á b-liði Hauka, þar sem þjálfari aðalliðsins var meðal leikmanna b-liðsins. Leikið verður 6. eða 7. des - ember og búast má við spennu - leik í Kaplakrika. Kvennalið FH dróst á móti KA/Þór og Haukar drógust á móti Stjörnunni. FH og Haukar mætast í bikarleik Úr leik FH og Hauka. Ragnar Ingi Sigurðsson sigr - aði í opnum flokki á Íslands - meistaramótinu í skylm ingum með höggsverði eftir skemmti - legan leik við Guðrúnu Jó - hanns dóttur úr Skylminga félagi Reykjavíkur (SFR). Í undan úr - slitum sigraði Ragnar Hróar Hugoson 15-13 en hann er einn ig úr SFR. Með þessum sigri náði Ragnar tólfta Íslands - meistaratitlinum sínum á síð - ustu fjórtán árum. Lið FH sigraði sömuleiðis í liðakeppni mótsins. Mætti FH liði SFR og sigraði með 45 stigum gegn 41, eftir harða og jafna baráttu. Lið SFR var skipað þeim Hróari Hugosyni, Guðrúnu Jóhannsdóttur, Har - aldi Hugosyni og Jónasi Ás - geirs syni en Jónas sigraði bæði U21 og U18 ára. Lið FH var að mestu skipað ungum og efni leg - um skylmingamönnum en það voru þeir Gunnar Egill Ágústs - son, Hilm ar Örn Jóns son, Guðjón Ragnar Brynjars son ásamt Ragnari Inga Sig urðs syni. Ólafur Bjarnason formaður Skylmingadeildarinnar náði að sigra annað árið í röð í flokki 40 + en hann sigraði félaga sinn úr FH Guðjón Inga Gestsson 15:12. Önnur verðlaun voru: U21 karla: 3. sæti Gunnar Egill Ágústs son, 3. sæti Hilmar Örn Jóns son. U21 kvenna: 3. sæti Ragn - heiður Guðjónsdóttir, 3. sæti Aldís Edda Ingvarsdóttir. U18 karla: 2. sæti Hilmar Örn Jónsson, 3. sæti Gunnar Egill Ágústsson, 3. sæti Jón Þór Backman. U18 kvenna: 3. sæti Aldís Edda Ingvarsdóttir, 3. sæti Þór - dís Ylfa Viðarsdóttir, U15 karla, 3. sæti Breki Þór Jóns - son. Þegar litið er yfir heildar - árangur FH í keppninni er ljóst að skylmingadeildin er afar öflug og athygli vekur hvað ungl ingastarfið er að skila mikl um árangri. Skylmingadeild FH með 13 verðlaun á Íslandsmeistaramóti Á dögunum var haldin vina - vika í Hraunvallaskóla en vin - áttan er einmitt eitt af þeim gild um sem skólinn byggir starf sitt á. Nemendur unnu marg vísleg verkefni tengd vináttu; leikin voru leikrit, söngv ar sungnir og efnt var til slagorða- og myndasamkeppni svo eitthvað sé nefnt. Í lok vikunnar komu nem - endur saman á sal og hlýddu á dagskrá helgaða vináttunni. Vinavikan heppnaðist vel í alla staði og verður án efa fastur liður í skólastarfi Hraun valla - skóla á komandi árum. Vinátta - alveg ókeypis Vinavika í Hraunvallaskóla Teitur Elí Eyjólfsson í 1. GBR. og Karitas Rún Þórarinsdóttir í 3. ÞS. sigruðu í myndakeppninni. Karitas Rún Teitur Elí Snædís Lind Einarsdóttir í 7. GP sigraði í slagorðasam - keppn inni með slagorðið „Vinátta - alveg ókeypis“. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Í nógu var að snúast hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar um síðustu helgi. Nýliðar voru á fyrstuhjálpar - námskeiði á Úlfljótsvatni ásamt umsjónar mönnum. Sjóflokkur sveitarinnar var kallaður til aðstoðar við vélar - vana bát fyrir utan Hafnarfjörð. Tvívegis var sporhunda flokk - ur kallaður til leitar að fólki sem ekki hafði skilað sér á tilsettum tíma. Í bæði skiptin kom fólkið fram áður en spor hundurinn kom á staðinn. Einnig var unnið að viðgerð á annarri aðalvél b.s. Einars Sig - ur jónssonar sem bilaði á æf ingu fyrir nokkru. Undirbýr sveitin nú stærstu fjáraflanir sínar, jólatrjáa- og flugeldasölu. Erill hjá Björgunarsveitinni Ásgeir Guðjónsson með sporhundinum Pílu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.