Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. nóvember 2009 Á forsíðu í síðasta blaði kom fram að Margrét Gauja Magn - ús dóttir væri formaður stjórn ar Jafnréttishús og voru þær upplýsingar sóttar á heimasíðu Jafnréttishúss, jafn.is. Hún var líka sögð bæjarfulltrúi Sjálf - stæðisflokks sem að sjálfsögðu var misritun, hún er bæjar - fulltrúi Samfylkingar og er beðist velvirðingar á þeim mi - stökum. Margrét Gauja kannast hins vegar ekki við það í samtali við Fjarðarpóstinn að sitja í stjórn Jafnréttishúss, hvað þá að vera formaður stjórnar og skv. upplýsinum úr fyrirtækjaskrá eru tveir skráðir í stjórn, Amil Tamimi stjórnarmaður og Majd Muhammad Abu Libdeh vara - maður. Skv. upplýsingum á heima - síðu Jafnréttishúss eru hins vegar 6 einstaklingar í stjórn: Margrét Gauja Magnúsdóttir formaður, Svala Norðdahl vara formaður, Anna Margrét Carteciano gjaldkeri, Beata Anna Janczak ritari, Warapon Chanse og Þorgerður Jóns dótt - ir. Skv. upplýsingum úr fyrir - tækjaskrá er tilgangur Jafn - réttishúss ehf. námskeiðahald og kennsla. Jafnframt að stunda kaup og sölu annarra eigna, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og skyldur rekstur. Margrét Gauja ekki í stjórn Bókhaldsþjónusta Yfir 20 ára reynsla Sími 897-8338 Rósant G Aðalsteinsson Viðurkenndur bókari / löggiltur verðbréfamiðlari Fyrir skemmstu stóðu ung - menni í Hafnarfirði fyrir mótmælum fyrir utan ráðhúsið. Aðgerðir og framkoma ungl - inganna voru þeim til mikils sóma og greinilegt að ekki þarf að kvíða áhugaleysi ungu kynslóðarinnar um þau mál sem hana varða. Hins vegar er pín - legt hvernig fulltrúar Sjálfstæðisflokksins brugðust við í grein - um í síðasta Fjarðar - pósti. María Gylfa - dóttir og Rósa Guð - bjartsdóttur kvörtuðu báðar undan því að bæjar stjór - inn hafi lýst því yfir að tekið yrði fullt tillit til skoðana unga fólksins og flettu síðan ofan af þekk ingarleysi sínu á málinu með því að halda því fram að það hafi snúist um peningalega hagræðingu. og talar um leið niður til unglinganna sem mót - mæltu „Þetta þurfa ungir Hafn - firðingar líka að skilja“, segir María. Í framhaldinu er látið að því liggja að unglingar hafi ekki verið upplýstir. Báðar þess ar greinar lýsa því að full - trúar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki verið með á nótunum. Árið 2007 var sett af stað til - raun averkefni í félags mið - stöðv um í Áslandsskóla og Hraun vallaskóla, sem gekk út á annars konar fyrirkomulag við rekstur félagsmiðstöðva en tíðk aðist í öðrum skólum. Þá hef ur verið fjallað um gang mála í íþrótta- og tóm stunda - nefnd, þar sem ungmennaráð á áheyrnarfulltrúa. Sjálfstæðis - flokk urinn á líka fulltrúa í nefnd inni, sem og í Fjöl skyldu - ráði, sem í september bókaði ein róma ánægju með gang mála í tilrauna - verk efninu og hvatn - ingu um að sam - bærilegt fyrir komu - lag verði tekið upp í öðrum félags mið - stöðvum. Snýst um að bæta starf – ekki sparnað Það er mikill mis - skilningur í fulltrúum Sjálfstæðisflokksins að þetta tilrauna verk efni snúist um sparnað. Það hefur alltaf legið fyrir að svo er ekki. Það hefur verið hagrætt mikið í rekstri þeirra á þessu ári og það er ekki stefnt að frekari hag ræðingu þar. Verkefnið snýst um að efla það góða starf sem unnið er í félags mið stöðvu num. Og hverjum hefur verið falið að vinna áfram að málinu? Helstu sérfræðingum okkar í málefn - um ungs fólks – for stöðu mönn - um félags mið stöðva, deildar - stjóra æskulýðs mála og for - varna fulltrúa. Í þeirri vinnu verður haft víðtækt samráð við skólastjórnendur og notendur þjónustunnar, ungl ingana sjálfa, jafnvel þótt fulltrúum Sjálfstæðisflokksins hugnist illa að taka mark á þeim. Höfundur er formaður fjölskylduráðs og bæjarráðs. Má ekki hlusta á unga fólkið? Guðmundur Rúnar Árnason Antonía Hevesi er ein þeirra fjölmörgu listamanna sem sett hafa svip á menningarlíf Hafn - firðinga og fleiri Íslendinga. Hádegistónleikar hennar og Hafnarborgar hafa fyrir löngu fest sig í sessi enda eru gestir hennar ekki af verra taginu. Fimmtudaginn 3. des - em ber fær Antonía óperu söngkonuna Dís - ellu Lárusdóttur sem er að slái í gegn um þessar mundir í Óper unni í hlutverki Adinu í óper - unni Ástardrykknum. Mun hún syngja gull - fallegar flúr aríur og band rísk jólalög í bland. Orgelið heillar Antonía er píanisti hjá Ís lensku óperunni en var organ isti áður m.a. í Hafnar fjarðar kirkju. Sakn - ar hún ekki orgels ins? „Jú, gamla starfið er alltaf að toga í mig, sérstaklega fyrir jólin. Ég mun spila á orgel í Hallgrímskirkju 9. og 11. des. á jólatónleikum með kvenna - kórn um Vox femine og kamm - erhljómsveit en þar verður Hafn firðingurinn Hanna Björk Guðjónsdóttir einsöngvari. Svo spila ég í Laugar nes - kirkju 10. des. á jólatónleikum með óperu söngkonunum ungu Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur, Sól veigu Samúelsdóttur og Erlu B. Káradóttur. Þessir tón - leikar verða svo endurteknir 13. desember í Akraneskirkju.“ Þarna hlær Antonía við og bætir við að þessar söngkonur séu allar ungar, myndarlegar og ljóshærðar svo aldrei sé að vita nema hún fái sér ljósar strípur til að skera sig ekki úr. Með ÓP-hópnum Antonía hefur frá í haust leikið undir í hádegistónleika - röð ÓP-hópsins í Íslensku óperunni en þetta er hópur 7 ungra óperu söngvara en hóp ur - inn mun verða með mánaðar - lega kvöld tónleka eftir áramót. „Hópurinn er að skipu leggja stórt óperu- og óper ettukövld þar sem svið settir verða kaflar úr íslenskum óperum og eru hafnfirskir óperu unn end ur sér - stak lega vel komnir,“ segir An - tonía en hóp urinn und ir býr utanlandsferð, komu um - boðsmanna til Íslands og þátttöku í al þjóð legri söng keppni strax eftir áramót. Næstu tónleikar Óp- hóps ins eru þriðjudag inn 15. des kl. 12.15 í Óper - unni. Gest ur hóps ins verð - ur Gissur Páll Giss ur ars - son tenór söngv ari og er yf ir skrift tón leik anna „Jóla-óp“. Með Elínu Ósk „Tónlistaræfingar eru í full um gangi fyrir næsta ver kefni í Óperunni sem verður sýnt í byrj un febrúar. Þar fer bæj ar - lista maður Hafnarfjarðar, hún Elín Ósk Ósk ars dóttir með stórt hlutverk, svo ég vona að Hafn - firð ingar verða áfram fasta gestir í Óper unni eft ir ára mót,“ seg ir Anton ía Hevesi sem greini lega hef ur í nógu að snú ast. Jóla-óp, jólatónleikar og óperur Antonía Hevesi og Dísella Lárusdóttir á hádegistónleikum 3. desember Dísella Lárusdóttir og Antonía Hevesi. Auglýsingasími Fjarðarpóstsins er 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.