Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. nóvember 2009 Kvennakór Garðabæjar og Kvennakór Hafnarfjarðar Digraneskirkja mánudagur 30. nóvember 2009, kl. 20 Víðistaðakirkja miðvikudagur 2. desember 2009, kl. 20 Miðaverð 2500 kr. / fyrir lífeyrisþega: 2000 kr. / fyrir börn á grunnskólaaldri: 500 kr. Miðaverð í forsölu: 2000 kr. / forsala hjá kórkonum og á kvennakor@kvennakor.is (Kvennakór Garðabæjar) og kvennakor.hafnarfjardar@gmail.com Kvennakór Hafnarfjarðar) Kvennakór Hafnarfjarðar Erna Guðmundsdóttir, stjórnandi Kvennakór Garðabæjar Ingibjörg Guðjónsdóttir, stjórnandi Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó Elísabet Waage, harpa Kristinn Árnason, gítar Steef van Oosterhout, marimba Ágústa I. Arnardóttir, sópran Sigríður Lárusdóttir, mezzó sópran Flytjendur: Nú í upphafi vetrar er ekki úr vegi að huga að því hvers konar dekk við ætlum að setja undir bílinn til þess að vera örugg í hálku og snjó kom - andi vetrar. Öll vilj - um við jú að fjöl - skyld an sé ör ugg í bílnum. Notkunn nagla - dekkja er ansi algeng á Íslandi það er í raun alveg furðulegt hvað margir leggja traust sitt á nagladekk, jafn - vel gömul og lúin nagla dekk sem veita bara falskt öryggi. Í nágrannalandinu Noregi t.d. er notkunn nagladekkja töluvert minni en á Íslandi. Í Osló eru aðeins á milli 15-20% ökutækja á nagladekkjum. Í Þrándheimi um 30%. Hvers vegna þurfum við frekar en frændur okkar í Osló á nöglum að halda? Hugsum okkur um áður en við setjum nagladekkin undir bíl inn. Spyrjum okkur hvort þörf sé fyrir þau. Mengunarský sem liggur yfir jörð á góðum og kyrrum vetrar - dögum af völdum nagala - dekkja, í formi svifryks er mjög óheilnæmt. Taka verður tillit til þeirra fjölmörgu sem þjást af sjúk dómum í öndunarfærum og lungum og eru hreinlega í hættu vegna svifryks. Rannsóknir frá Sví þjóð sýna að ævi - dögum Stokk hólms - búa fækkar meira af völdum svifryks en um ferðarslysa. Gæt - um að lungum barna okkar. Fólksbíll á nagla - dekkjum spænir að meðaltali 300-500 kg af malbiki á ári og framleiðir um 8 kg af heilsuspillandi svif - ryki. Kostnaður við slit á mal - biki af völdum nagladekkja hleypur á hundruðum milljóna króna á ári á höfuð borgar svæð - inu. Lítum nú hver og eitt í eigin barm og skoðum hvað við get - um gert til að minka meng un. Það er tilvalið að byrja á að draga naglanna úr dekkjum heimilisbílsins. Lifið heil Höfundur er formaður umhverfisnefdar Sd21 og bæjarfulltrúi. Af hverju notar þú nagladekk? Guðfinna Guðmundsdóttir Nánari upplýsingar í síma 565-1213 eða á www.fjorukrain.is Gjafabréf frá Fjörukránni er upplögð jólagjöf í ár ! Hljómsveitin Dans á rósum og hljómsveit Rúnars Þórs og sérstakur heiðursgestur hans, Gylfi Ægisson syngur flest af sínum bestu lögum. 20. og 21. nóvember 4. og 5. desember 18. og 9. desember 27. og 28. nóvember 11. og 12. desember p re n tu n .i s jólahlaðborðið glæsilega í nóvember og desember Dansleikir um helgar í nóvember og desember jóla lað orðið gl silega Í byrjun vetrar bauðst grunn - skólum Hafnarfjarðar, sem og öðrum grunnskólum á höfuð - borg arsvæðinu, svokallað grunn skólakort í strætó. Kortin eru ætluð nemenda - hópum í fylgd kenn - ara, þau gilda milli klukkan 9 og 15 alla virka daga þ.e. utan helsta annatíma strætó sem er fyrir kl. 9 á morgnanna og svo aftur síðdegis þeg ar vinnudegi flestra lýk - ur. Með þessu framtaki er vonast til að skól arnir fái aukin tækifæri til að ferðast með nemendur sína í heima - byggð og á höfuð borg ar svæð - inu, enda kjörið að nota strætó til styttri vettvangsferða. Heim - sóknir á söfn, ýmsar stofn anir og garða eru þá auð sóttari og einnig getur einfald - lega verið fróðlegt og gaman að fara á vettvang þeirra at - burða og staða sem börn in eru að læra um í skólanum. Sú þjálf un sem nem - endur fá í því að nota strætó í hóp og undir leið sögn kennara ætti svo að auka lík - urn ar á því að þau nýti sér kosti al menn ings samgangna utan skóla tíma. Einnig standa nú til boða svo - kölluð kennslukort í strætó en tilgangur þeirra er að leið bein - andi geti ferðast með hóp barna utan annatíma í þeim til gangi að kynna þeim strætó sam göngur. Grunnskólakortin hafa mælst vel fyrir í skóla kerfinu og von - andi verða kennslu kortin til þess að börnin okk ar kynnist strætó enn betur. Forsenda þess að auka megi tíðni og útvíkka þjón - ustu svæði strætó er að íbúar Hafnarfjarðar sem og aðrir íbúar höfuð borg arsvæðisins notfæri sér þjón ust una og því mikilvægt að börn in kynnist þessum ferða - máta og temji sér hann snemma. Höfundur er formaður fræðslu - ráðs og forseti bæjar stjórnar. Grunnskólakort og kennslukort í strætó Ellý Erlingsdóttir Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.