Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Blaðsíða 10
Í kaffisamsæti sem haldið var eftir inn - setningu sr. Guðbjargar Jóhannesdóttur þ. 4. október sl. afhenti Sigur - jón Pétursson, formaður sóknarnefndar, sr. Guð - björgu silfraðan róðu - kross sem er merki Hafn - ar fjarðarkirkju um leið og hann bauð hana vel - komna til starfa í kirkj - unni. Krossinn er gjöf frá sóknarnefnd og sóknar - börnum. Nú þegar bæði orgel Hafnar - fjarð ar kirkju eru tilbúin til notk - unar er einkar ánægjulegt að finna hve jákvæð viðbrögð safnaðar fólks eru gagn vart hljóðfær un - um. Fólk talar um hve falleg orgelin eru í kirkjunni, að ekki sé minnst á hljóminn. Þó nokkrir hafa líka spurt mig að því hvers vegna ákveðið var að smíða tvö orgel en ekki eitt. Til að svara því þarf að skoða for - söguna. Gamla hljóðfærið uppi á loftinu vís aði til tvenns konar hljóm gerðar. Annars vegar róman - tísks hljóms 19. aldar og hins veg - ar barokkhljóms 18. aldar. Sam - staða var um það í Hafnar fjarðar - kirkju að endurnýjun orgels kirkj - unnar skyldi miðast við þennan hljóm sem safnaðarfólk hafði bundist sterkum böndum um hálfr ar aldar skeið. Í stað þess að byggja eitt nýtt og stórt hljóðfæri með báðum hljómgerðum blönd - uðum saman, kom fram sú hug - mynd að dreifa þessum stílum gamla hljóðfærisins um kirkjuna með tveimur hljóð færum. Þá gæti annað hljóðfærið verið stílhreint rómantískt orgel og hitt stílhreint barokkorgel. Allar mála - miðlanir óþarfar. Óhætt er að segja að hin nýju hljóð færi eru einstök í sinni röð hér á landi þó víðar væri leitað. Hafnar - fjarðarkirkja var svo lán - söm að fá til liðs við sig færustu sérfræðinga heims í smíði rómantískra orgela og barokk orgela. Uppi á loftinu stendur orgel Christians Scheffl - ers, smíðað eftir for skrift róman - tíska orgel meist arans Wilhelms Sauer. Það var vígt á fyrsta sunn u - degi í aðventu sl. ár. Niðri stendur nýtt orgel Kristians Wegscheider, smíðað eftir forskrift barokk - meistarans Gottfrieds Silb er - manns. Það orgel verður vígt 29. nóvember nk., fyrsta sunnudag í aðventu, eins og fyrra orgelið. Fyrsti sunnudagur í aðventu er því mjög merkur dagur í sögu Hafnar - fjarðarkirkju og verður héðan í frá haldin Orgelhátíð í Hafnarfirði ár hvert á þessum mikilvæga tíma - mótadegi á kirkjuárinu. Við það að fá orgel niður í kirkj - una skapast einnig sá möguleiki að færa tónlistina nær safnaðar - fólkinu. Aldagömul hefð er fyrir kórorgelum af þessu tagi. Organ - isti og kór eru þá nálægt söfnuð - inum og sýnilegur hluti hans. Þann ig myndast heild allra í kirkj - unni. Þó er stefnt á að nota bæði org elin í sunnudagsmessunni og verða ýmsar útfærslur af því reynd ar á næstu mánuðum. Við fá - mennar athafnir er hugmyndin að orgelið niðri verði meira notað en það sem uppi er, t.a.m. við hinar frá bæru morgunmessur í kirkj - unni, og eins við ýmsar helgi - stund ir þar sem kirkjan er ekki þéttsetin. Við útfarir og fjölmennar athafnir mun orgelið uppi vera meira notað. Á hinum vinsælu Hádegistónleikum í Hafnar fjarð - ar kirkju munu bæði orgelin alltaf hljóma. Allar eru þessar hug - myndir varðandi notkun orgelanna til skoðunar þessa dagana og engin endanleg mynd komin varðandi þetta atriði. Reynslan mun leiða þetta í ljós. Það er þó ljóst að bæði orgelin munu hljóma mikið í framtíðinni! Orgel Hafnarfjarðarkirkju munu standa í kirkjunni marga manns - aldra. Megi öll notkun þeirra verða Guði til dýrðar og söfnuðinum til blessunar. 10 www.hafnarfjardarkirkja.is Fimmtudagur 26. nóvember 2009 w w w. H af na rfj ar da rk irk ja. is Hafnarfjarðarkirkja: sími 555 4166. Sóknarnefnd: Aðalmenn: Sigurjón Pétursson, formaður Jónína Steingrímsdóttir, varaformaður Gunnlaugur Sveinsson, gjaldkeri Björg Jóhannesdóttir, ritari Guðbjörg Edda Eggerts dóttir, Margrét Guðmunds dóttir og Magnús Sigurðsson. Staðarhaldari: Ottó Ragnar Jónsson. Tvö orgel – til hvers? Guðmundur Sigurðsson, kantor Hafnarfjarðarkirkju skrifar: Barokkorgel Hafnarfjarðarkirkju er smíðað eftir forskrift eins fremsta snillings barokktímans í orgelsmíði, Gottfrieds Silbermann (1683-1752). Einhverjir mestu dýrgripir orgelsögunnar eru smíðaðir af honum. Johann Sebastian Bach og Silbermann voru nánir vinir og unnu mikið saman að þróun orgela. Kristian Wegscheider er einn fremsti sérfræðingur heims í Silbermann orgelum og því mikill hvalreki fyrir Hafnarfjarðarkirkju að orgel eftir hann skuli nú standa í kirkjunni. Er í raun um einstakt hljóðfæri að ræða. Stórkostlegt er til þess að hugsa að hljómur hins nýja barokk - orgels Hafnarfjarðarkirkju skuli að vissu leyti vera afrakstur samstarfs Silbermanns við sjálfan meistara Bach. Það er von aðstandenda Orgelhátíðar í Hafnarfjarðarkirkju að sem flestir Hafnfirðingar komi á hátíðina, njóti fallegrar tónlistar í húsi Guðs og kynnist hinu nýja frábæra hljóðfæri. Áhugasamir geta skoðað síðuna www.baroquemusic.org/silbeng.ht ml til að fræðast meira um Silber - mann orgel og heimasíða Kristians Wegscheider orgelsmiðs er www.wegscheider.eu. Fróðleikur um barokkorgelið Sigurjón Pétursson sóknarnefndarformaður er liðtækur ljósmyndari og hér myndar hann presta Hafnarfjarðarkirkju, sem báðir voru settir í ný embætti nýlega, ásamt dr. Gunnari Kristjánssyni prófasti Kjalarnessprófastdæmis. Fékk silfurkross L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Guðmundur Sigurðsson Fjölgun í kórastarfinu Mikið og blómlegt starf barna og unglingakóra er við Hafnarfjarðarkirkju. Starfið er undir styrkri hendi Helgu Lofts dóttur og Önnu Magnús - dóttur og hafa þær byggt upp kórana með elju og áhuga. Kórastarfið er fjölbreytilegt. Fyrir utan æfingar er farið í kóra búðir og sungið á kóra - mótum. Kórarnir syngja í fjöl - skyldumessum og þeir taka líka þátt í jólavöku kirkj unnar á að ventu og leiða fjöls kyldu - messu á jólum. Í vetur hefur orðið alger sprenging í fjölda þeirra sem sækja starfið. Þau voru í fyrra um 25 en eru nú um 70. Kostnaður við þátttöku er enda hafður í algeru lágmarki. Öll börn og unglingar á aldrinum 4 - 15 ára eru velkomin.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.