Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Page 3

Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Page 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 14. janúar 2010 Fríkirkjan Sunnudagur 17. janúar Sunnudagaskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 13 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Barnakórinn er byrjaður á ný og eru æfingar í safnaðarheimilinu á miðvikudgöum kl. 16.30. Öll börn velkomin í skemmtilegt kórstarf. Allir velkominir í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudaginn 17. janúar Guðsþjónusta kl. 11 Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Aðalheiður Þorsteinsdóttur organista Prestur verður sr. Kjartan Jónsson Sunnudagaskóli fyrir börnin á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Heitt á könnunni að lokinni guðsþjónustu. Vertu hjartanlega velkomin(n) í kirkjuna þína www.astjarnarkirkja.is Hafnarborg Strandgata 34 • www.madurlifandi.is • sími 585 8700 F ja rð a rp ó s tu ri n n 0 9 1 2 – © H ö n n u n a rh ú s ið e h f. Fáðu frítt kaffi með kökusneiðinni um helgar hjá Maður lifandi Hafnarborg Hlaupahópur FH N.k. þriðjudag verður farið af stað með nýjan hlaupahóp FH sem opinn er öllum sem vilja spretta úr spori. Hlaupið verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30 og á laugardögum kl. 10. Hlaupið er frá Kaplakrika. Mæting á þriðjudag í anddyrinu í Kaplakrika kl. 17.30. Þrjár mismunandi vegalengdir í boði. Skemmtilegir og hressir þjálfarar taka á móti hlaupurunum. Byrjendur sem lengra komnir — allir velkomnir. Við afgreiðslu fjárhags áætl­ un ar Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2010 gerðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ýmsar athugasemdir. Við afgreiðslu áætlunar fyrir alla þætti bæjarins sátu 4 fulltrúar þessara flokka ávallt hjá svo fjárhagaáætlunin var samþykkt með 7 atkvæðum og enginn var á móti. Skuldir 1,4 millj. kr. á íbúa Athugasemdir fulltrúa Sjálf­ stæð isflokks voru ýmsar en m.a. að skuldir bæjarins hafi nær þrefaldast frá 2002 þegar Sam fylking tók við og nú séu skuldir 275% miðað við tekjur. Fyrir liggi að skuldir og skuldbindingar séu um 1,4 millj. kr. á íbúa en meðatal á landinu sé 770 þús. kr. Yfirbygging bæjarins og sjórnsýsla hafi þanist út og ekki hafi verið hlustað á hugmyndir fulltrúa D­lista. Teflt á tæpasta vað Fulltrúi Vinstri grænna sagði margt í áætluninni vera gott en annað hins vegar lítið útfært. Telur hann teflt á tæpasta vað þar sem eiginfjárstaða verði neikvæð og afborganir skulda á árinu verði 70% af tekjum ársins. Sagði fulltrúinn að stefna VG sé að leik­ og grunn­ skóli eigi að vera gjaldfrjáls og á meðan svo sé ekki þurfi að endurskoða afsláttar fyrir komu­ lag sem nú er við lýði. Taka þurfi til skoðunar hvaða þættir íþróttafélaganna teljist til grunn þjónustu, hvaða þættir teljist til mikilvægs forvarna­ starfs og hvort, og þá hvernig, eigi að endurskilgreina aðkomu sveit arfélagsins að rekstri þeirra. Fjölgar í Hafnarfirði Fulltrúar Samfylkingar létu bóka að á sama tíma og það fækkar íbúum í höfuðborg lands ins og stendur í stað í flest­ um nærsveitarfélögum okkar, þá fjölgi áfram í Hafnarfirði. Sú staðreynd tali sínu máli. Segir í bókuninni að Sjálf­ stæðisflokkurinn í Hafnarfirði ætti að líta í sinn eigin rann í þeg ar kemur að umræðu um skulda mál og ábyrga efna hags­ stjórn umliðins áratugar og hvar höfuðábyrgð á efnhags hruni þjóðar innar liggi. Nýlegar yfir­ lýs ingar formanns flokksins þeirra um mistök, valdaþreytu og ábyrgð tali þar skýrustu máli. Dregið úr fjárfestingum Dregið var úr öllum fram­ kvæmd um og fjár fest ingum á ár inu 2009 en fjár festingar­ áætlun fyrir árið 2010 verður end urskoðuð þegar línur skýr­ ast um fjár mögnun hverrar fram kvæmdar. Lægri tekjur af fasteignum Umfangsmikið endurmat á landsvísu varð á matsstofni fast eigna fyrr á árinu en það leiddi til að matsstofn Hafnar­ fjarðarbæjar lækkaði um 3,6% á milli ára. Þessi lækkun leiðir til að tekjur vegna fast eigna­ gjalda lækka sem nemur þess­ um prósentum miðað við álagn­ ingu ársins 2009. Reiknað er með að launa­ breyt ingar á árinu 2010 verði óverulegar. Segja fulltrúar S­lista að fjárhagsáætlun ársins 2010 muni tryggja áfram velferð og jöfnuð meðal bæjarbúa. Fjárhagsáætlun 2010 Minnihlutinn í bæjarstjórn gerir margar athugasemdir Leiðrétting Í frétt um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar vant­ aði ártal aftan við undirfyrirsögn og mátti af henni skilja að gert væri ráð fyrir 2ja milljarða kr. halla á þessu ári. Svo er alls ekki, því þessi setning átti við árið 2009 og beðist velvirðingar á því. Gert er ráð fyrir 401 milljóna kr. tekjuafgangi A­ og B­hluta bæjarsjóðs. Áætlun A- og B-hluta 2010 Tekjur ............................. 12.922.351 Gjöld .............................. 11.529.782 Afkoma f. fjármagnsliði .... 1.392.569 Fjármagnsliðir ................... (981.927) Afkoma ársins ...................... 410.642 Eignir í árslok .................. 38.365.779 Eigið fé í árslok ................. 1.361.774 Skuldir í árslok ................ 37.004.005 Fjárfestingar ......................... 825.000 Lánsfjárheimild ................. 4.030.000

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.