Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.09.2011, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 15.09.2011, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. september 2011 Nú er ljóst að FH hefur unnið sér sæti á nýjan leik í efstu deild kvennaknattspyrnunnar. FH stelpurnar okkar náðu þessum árangri með að vinna alla sína 15 leiki, urðu því íslandsmeistarar í 1. deild og skoruðu yfir 100 mörk! Þá eru FH-stúlkur einnig ný - krýndir Valitor bikar- meistarar í 2. flokki og Íslandsmeistarar 2. flokks í 7 manna bolta. Við sem höfum stað- ið að rekstri og utan- umhaldi meistara- og 2. flokks kvenna hjá FH undanfarin ár vitum að þessi árangur er ekki sjálf sagður. Árangurinn er sigur stórrar liðsheildar sem setti sér ákveðin markmið og vann síðan þétt sam an að þeim. Þessi stóra liðs- heild er skipuð þjálfurum, leik- mönnum, rekstrarstjórn kvenna, foreldrum, stuðn ings mönnum og styrktaraðilum. Það er ljóst að FH er mjög ríkt ef horft er til þess fjölda kvenna og stúlkna sem stunda knatt- spyrnu með FH. Nú er staðan sú að við erum með einn alsterkasta 2. flokk landsins og meistara- flokk ur er að verða fullmannaður af uppöldum FH stelpum. Þetta er gríðarlega jákvæð þróun ef horft er til þess að við gátum varla mann að meistara- og 2. flokk fyrir 4 árum síðan. Er þetta þá ekki bara komið? Er ekki nóg að vera með frábæra leik menn til að verða héð an í frá alltaf í topp baráttu efstu deildar? Nei það er víst ekki svo – til að ná frábærum árangri þarf nefni- lega líka frábæra þjálfara, frábæra umgjörð og aðbúnað og frábæran félagsanda, og allt kostar þetta. Það eru í raun örfáir sjálfboðaliðar sem bera hitann og þungann af því að láta þetta allt gera sig þannig að við getum haldið úti sterkum meistaraflokki. Það kostar okkur um 10-12 mkr. á ári að reka meist ara – og 2. flokk og þykir víst ekki mikið í þessum geira. Öllum kostnaði er haldið í lágmarki með því að manna öll verk með sjálf boða liðum. Þegar upp er staðið þarf rekstr- arstjórn kvenna að leita til einstaklinga og fyrirtækja um samstarf til að útvega ca. 3 mkr. sem vantar árlega til að endar nái saman. Sömu sjálfboðaliðarnir og sjá um þjálfara og leikmenn, vinna í sjoppum, panta inn vörur, greiða reikninga, skipuleggja ferðalög, framreiða mat fyrir og eftir leiki, halda kvennakvöld (til að fjármagna hluta æfingargjalda 2. flokks) þurfa líka að hafa tíma til að „selja“ meistaraflokkinn og ná í þessar milljónir sem upp á vantar. Og eiga síðan að missa svefn af áhyggjum vegna þess að enn vantar um 2 m.kr. upp á til að klára árið 2011 með sóma. Þetta er í raun stærsta ógnunin í dag við meistaraflokk kvenna. Það eru alltof fáir sjálfboðaliðar – að gera allt of mikið, sem þýðir að þeir brenna út innan 1-2 ára sem aftur þýðir að við erum upp á von og óvon með hvort einhverjir aðrir frábærir sjálfboðaliðar nenni að taka við þeirra starfi og vinna jafnvel, þannig að stöðug- leik inn í starfinu sé tryggður frá ári til árs. Ef að stöðugleikinn fer og gæðin minnka þá fara frábæru stelpurnar okkar. Því þó að FH hjartað sé stórt – þá er fót bolta- hjartað það líka og þær vilja og eiga rétt á að æfa og leika fótbolta við bestu aðstæður hér á landi. Við þessu verðum við að bregðast kæru FH – ingar. Það er ekki erfitt að sjá tæki- færin og allt það jákvæða í kringum FH stelpurnar okkar, og ekki þarf að tíunda mikilvægi öflugs meistaraflokks fyrir ungar hafnfirskar stúlkur. Ef þig langar að leggja þitt af mörkum til að tryggja vöxt og viðgang (FH) kvenna knattspyrnu Hafnar fjarð- ar þá eru nokkrar leiðir í boði: • Bjóddu fram vinnukrafta þína eða komdu með góðar hugmyndir. Hægt er að taka að sér afmörkuð verkefni í takt við tíma hvers og eins - Knútur s. 694 4217 • Gerðu samstarfs samn ing við okk ur (fyrir fyrirtæki) – Helga s. 864 8204 • Komdu í stuðnings mannahópinn „Áfram FH stelpur“ (fyrir einstakl- inga) - sjá www.fh.is/fótbolti • Komdu á leikina (fleiri áhorf- endur = tekjur af miðasölu = meira virði fyrir auglýsendur) • Nú og ef þú vilt ein fald lega ástunda samfélagslega ábyrgð án þess að láta nafn þíns sé getið þá er reikningsnúmerið okkar: 0140-26- 041687 og kt. 410687-1359. Koma svo Hafnfirðingar! Tök um öll þátt í að búa til nýtt vígi í kvennaknattspyrnu á Íslandi. Stuðningsmannahópurinn „ÁFRAM FH stelpur“ Höfundur er í stuðnings- mannahópnum. Til hamingju FH-ingar! Þrír af fjórum bikurum náðust í hús Helga Friðriksdóttir Nemendur 10. ÞH í Hval- eyrarskóla ákváðu að hafa námsmaraþon sem part af fjáröflun fyrir bekkinn vegna þátttöku hans í verkefni á vegum Nordplus. Yfirheiti verkefnisins er á ensku Climate, Nature and Cultural Heritage. Verk efnið hefst formlega í byrj- un október þegar eistneskir nemendur og kennarar heim- sækja bekkinn. Nemendurnir náðu tilsettu markmiði, þ.e. að læra samfellt í 24 klukkutíma dagana 9. og 10. september sl. Var það samdóma álit þeirra sem að komu að unglingarnir stóðu sig með mikilli prýði. Þessa dagana eru unglingarnir að innheimta áheitin. Fjöldi ein staklinga og fyrirtækja studdu þá og eru þau sem að bekknum standa þeim afar þakklát fyrir. Stóðu sig vel í námsmaraþoni Einbeitingin var mikil enda enginn þykjustunni lærdómur! Hvíld með reglulegu millibili er nauðsynleg líka. Vetrarstarf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði er nú hafið af fullum krafti. Af því tilefni og til þess að kynna söfnuðinn og starfsemi hans hefur verið ákveðið að blása til Hausthátíðar með tónlistarveislu í kirkjunni og safnaðarheimilinu að Linnetsstíg 6 á laugardaginn milli kl. 15 og 17. Þar munu koma fram fjöl- margir tónlistarmenn sem nær allir eru í söfnuðinum og gefa vinnu sína þennan dag í þágu kirkjunnar. Þetta eru Kór Frí- kirkj unnar í Hafnarfirði, Erna Blön dal, Guð mundur Pálsson, Frí kirkjubandið, Bjarg ræðis tríó- ið, Hildigunnur Ein arsdóttir, Sönghópur Frí kirkjunnar í Hafn- ar firði, Esther Jökulsdóttir og Tóm as Axel Ragn arsson og smiðs höggið í lokin reka bræð- urnir Jón Jónsson og Friðrik Dór. Það er ekki tilviljun að tónlistin verður fyrir valinu sem sérstakur erindreki fríkirkjusafnaðarins þennan dag þar sem hún er ávallt í öndvegi í öllu okkar starfi og margir hrífast með í messum, kvöldvökum, ferm ingum og öðr- um sam kom um þar sem létt leiki í tónlistarvali og flutningi ræður ríkjum. Auk tónlistarveislunnar verður vetrarstarfið kynnt og starfsemi safnaðarins almennt auk þess sem skráningareyðublöð liggja frammi fyrir þá sem vilja ganga í fríkirkjusöfnuðinn í Hafnarfirði. Hefur undirritaður oft verið spurður um hvort hann viti hvort fyrirspyrjendur séu skráðir í söfnuðinn en yfirleitt verður fátt um svör. En nú er lag því við verðum með tölvuna opna á Hausthátíðinni og getum flett upp á slíku á staðnum. Margir hafa jafnframt reifað það að þeir hafi oft og tíðum hugleitt og jafn- vel ætlað að ganga í söfnuðinn þar sem þeir njóti og nýti iðulega þjón ustu prestanna okkar, t.d. við skírnir, fermingar, brúðkaup og/ eða jarðarfarir. Það skiptir okkur fjárhagslega gríðarlegu máli að sem flestir sem njóta þjónustu okkar séu skráðir í söfnuðinn þar sem við höfum nær eingöngu tekjur okkar af sóknargjöldum sem ríkissjóður skilar til safn- aðarins fyrir hvern þann safnað- ar meðlim sem orðinn er 16 ára og býr hér á landi. Af þeim tekjum greiðum við t.d. laun prestanna og annarra starfs- manna. Hausthátíðin er einmitt góð ur vettvangur til þess að hitta okkur í stjórn og starfsliði og ræða þessi mál. Þess skal að lokum getið að sr. Sigríður Kristín Helgadóttir, ann ar prestanna okkar, er nú í árs leyfi að hluta en hún sinnir engu að síður fermingarfræðslu og fermir ásamt sr. Einari í vor. Í hennar stað höfum við fengið sr. Bryndísi Valbjarnardóttur, prest hjá Fríkirkjunni í Reykjavík, til starfa. Sr. Bryndís mun m.a. sjá um æðruleysismessurnar. Látið sjá ykkur sem flest á laug ar daginn, njótið tónlistar- veislunnar og þiggið vöfflukaffi. Jóhann Guðni Reynisson, formaður safnaðarstjórnar. Hausthátíð Fríkirkjunnar á laugardag tónlistarveisla og safnaðarkynning Tónlistarstjóri og prestar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2011-2012; Örn, sr. Bryndís, sr. Sigríður Kristín og sr. Einar Eyjólfsson. Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi síðasta vetur í Gaflaraleikhúsinu barna leikritið Fúsa froska- gleypi við miklar vinsældir og varð að hætta sýningum í maí fyrir fullu húsi. Það hefur því verið ákveðið að taka upp sýningar á verkinu í október og nóvember og hefjast sýningar laugardaginn 1. október kl. 14. Barna- og fjölskylduleikrit Verkið er bráðfjörugt barna og fjölskylduleikrit með skemmti legri tónlist Jóhanns Mora vek undir leikstjórn Bjark- ar Jakobsdóttur. Leikritið var frumsýnt hjá félaginu fyrir 25 árum við fádæma vinsældir. Sögu þráðurinn fjallar á fyndin hátt um samskipti Fúsa froska- gleypis við krakkana og bæjar- búana í Hafnarfirði og hvernig heimsókn Bardínó sirkusins til bæjarins breytir miklu í lífi allra. 75 ára Leikfélag Hafnarfjarðar fagn ar nú í ár 75 ára afmæli sínu og er Fúsi froskagleypir af mælissýning félagsins í nýju aðsetri félagsins í Gafl ara- leikhúsinu. Miðapantanir eru í síma 565 5900 en miðasalan er einnig opin kl. 16-18 virka daga og frá kl. 12 sýningardaga. Það er einnig hægt að panta miða á midasala@gaflaraleikhusid.is og á midi.is Fúsi froskagleypi aftur á fjalirnar í Gaflaraleikhúsinu Lj ós m .: G uð ni G ís la so n ..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983 Auglýsendur velja Fjarðarpóstinn ... þegar ná á til Hafnfirðinga og Álftnesinga!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.