Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.09.2011, Síða 14

Fjarðarpósturinn - 15.09.2011, Síða 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. september 2011 húsnæði í boði Sumarbústaður til leigu í Þrastarskógi. Viku- og helgarleiga. Uppl. í s. 895 9780. Sumarhús á Las Mimosas við Torreveja til leigu. Góð kjör. Pantið strax. Sími 895 9780. Geymið auglýsinguna. húsnæði óskast Reglusamur karlmaður á sextugsaldir sem er í fastri vinnu óskar ertir einstaklings- eða 2ja herb. íbúð til leigu á rólegum stað í Hafnarfirði. Er skilvís. Uppl. í s. 662 8139. þjónusta Heimilistækjaviðgerðir. Geri við þvottavélar og fl. heimilistæki. Kem í heimahús. Sama þjónusta um helgar. Uppl. í s. 772 2049. Bílaþrif. Kem og sæki. Alþrif, þvottur, bón og vélarþvottur. Úrvals efni. Uppl. í s. 845 2100. Hvað viltu vita um ástina, fjármálin eða heimilið? Fjarspá er málið og hún virkar, er spámiðill með marga ára reynslu af fjarspá. Þú sendir fullt nafn, fæðingardag og -ár á tarot@simnet.is Verð 3000 kr. fyrir ítarlega spá. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Tapað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Birta til 32. tbl. Spánarhús á Las Mimosas við Torreveja til leigu. Góð kjör, pantið strax. Uppl. í s. 895 9780. Geymið auglýsinguna. Birta til 33. tbl. Sumarbústaður til leigu í Þrastarskógi. Viku- og helgarleiga. Uppl. í s. 895 9780. Aftur í 32. tbl.: Bjart 27 m² herbergi til leigu við Flatahraun í Hafnarfirði, fyrir námsmann, skólaárið 2011-2012. Hiti og rafmagn innifalið, sameigin legt baðherbergi og ófullkomin eldunaraðstaða. Uppl. í s. 697 5104 Íþróttir Næstu leikir Knattspyrna: 15. sept. kl. 17.15, Kaplakriki FH - Fram (úrvalsdeild karla) 17. sept. kl. 14, Selfoss Selfoss - Haukar (1. deild karla) 18. sept. kl. 17, Grindavík Grindavík - FH (úrvalsdeild karla) Knattspyrna úrslit: Karlar: FH - KR: 2-1 Haukar - Þróttur R.: 3-3 Vonir Hauka brosnar Fyrir síðustu umferðina í 1. deild karla í knattspyrnu áttu Haukar enn von um að ná öðru sætinu í deildinni og þar með úrvalsdeildarsæti. Sú von varð að engu þegar Selfoss sigraði í sínum leik og Haukar náðu aðeins jafntefli við Þrótt Reykjavík. Liðið hefur leikið mjög vel á köflum í sumar og árang- urinn góður þó menn hafi að sjálfsögðu sett markið hærra. Haukar leika því áfram í 1. deild karla á næstu leiktíð undir stjórn nýs þjálfara. Listamannaspjall Í kvöld, fimmtudag kl. 20, munu lista mennirnir Ingirafn Steinarsson og Daníel Björnsson ræða við gesti um verk sín og þáttöku í sýningunni Í bili. Sýningin er afrakstur til rauna- kennds samvinnuferlis þar sem sýnenda hópurinn hittist reglulega ásamt gestafyrirlesurum úr há skólasamfélaginu. Sýningin Í bili vís ar til hins sögulega fyrirbæris furðu stofu eða Wunderkammer sem talið er marka upphaf safna nútím- ans. iF í Bæjarbíói Kvikmyndasafnið sýnir myndina iF… eftir Lindsey Anderson á laug- ar daginn kl. 16. Í If... rísa skóla- strákar upp gegn kúgun þeirra sem ráða lögum og lofum í stíf- um virðingastiga einkaskólans. Mynd in vann gullpálmann í Cann- es árið 1969 en var sett í sama flokk og örgustu klámmyndir þar sem boðskapur hennar þótti ekki við hæfi. Á þriðjudaginn kl. 20 verður á dagskrá kvikmynd Ingmars Berg- man, Skammen sem gerist í nafnlausu héraði í nafnlausu landi þar sem tvær fylkingar með sama tungumál há tilgangslaust stríð. Það er varla tilviljun að hún var gerð þegar Víetnam stríðið var í hápunkti. Sagan er sögð í gegnum hjónalíf tveggja friðsælla eyjarskeggja. Aðalleikarar: Liv Ullmann, Max von Sydow og Gunnar Björnstrand. Tónlistarveisla í Fríkirkjunni Fríkirkjan í Hafnarfirði býður til tón- listarveislu og kynningar á söfn- uðinum á laugardaginn kl. 15-17. Þar koma fram Friðrik Dór og Jón Jónssynir, Kór kirkjunnar og söng- hópur, Bjargræðistríóið, Erna Blön- dal, Fríkirkjubandið, Esther Jökuls- dóttir, Guðmundur Pálsson, Erna Blöndal, Hildigunnur Einarsdóttir og Tómas Axel Ragnarsson. Vöfflukaffi verður í boði safnaðarins. Gróðursetning í Vatnshlíð Skógræktarfélag Hafnarfjarðar efnir til gróðursetningardags á laugar- daginn kl. 10-14 í Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn. Félagið óskar því eftir sjálfboðaliðum en gróðursett verður í nýjan minningarreit um hjónin Hjálm ar R. Bárðarson f.v. siglinga- málastjóra og Else S. Bárðarson. Meðal annars verða gróðursettir berjarunnar, reyntré og fleiri tegundir sem hafa sérstakt gildi fyrir fugla. Öllum er velkomið að mæta og taka þátt. Er það ósk félagsins að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í þessu uppbyggilega verkefni. Mæting er við Sandvíkina við Hvaleyrarvatn. Verkfæri verða á staðnum. menning & mannlíf Fim leika félag Hafn- ar fjarð ar hefur verið svo lán samt að eiga í gegn um tíðina menn, sem hafa fórnað sér í leik og starfi fyrir félagið sitt. Birgir Björns son var einn af þeim mönnum. Korn- ungur hóf hann að æfa fimleika með FH, en fljótlega tók handboltinn hug hans allan og hann var einn þeirra manna sem gerðu handbolta að forustu- grein íþrótta, ekki bara í FH heldur á Íslandi. Hann var í þeim hópi er fyrstur varð Íslands meist- ari í flokksíþrótt fyrir FH árið 1954 og síðan óslitið næstu árin. En alls varð Birgir Íslandsmeistari 27 sinnum og mörg árin bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann lék einnig marga landsleiki og var þjálfari íslenska landsliðsins meðal annars þess liðs er fyrst vann Dani í landsleik. Birgir lagði alla tíð mikla áherslu á að menn legðu hart að sér við æfingar og í þeim efnum var hann fyrirmynd annarra. Eftir að Birgir hætti sjálfur að leika og þjálfa var hugur hans við starfið og upp bygginguna í félaginu og árangur yngri flokka félagsins var hans hjartans mál og sótti hann leiki eldri og yngri flokka og hvatti leikmenn til dáða. Seinna tók Birgir við starfi forstöðumanns íþrótta hússins í Kaplakrika og sinnti því starfi af einlægni eins og hon um var einum lagið og var stoltur af aðstöðu félagsins í Kaplakrika. Birgir sat í ýmsum stjórnum og nefndum fyrir félagið meðal annars í aðalstjórn, en hin síðari ár í orðu- og heiðurs- veitinganefnd og hann var einn af heiðurs- félögum FH. Birgir var mikill fjölskyldu maður og eiginkona hans Inga Magnúsdóttir stóð alla tíð þétt við bak hans í starfinu fyrir FH. Þau voru einstaklega samhent í einu og öllu og er öllum eldri FH-ingum ofarlega í huga heim- ili þeirra hjóna að Reykja víkur- vegi 1 sem í mörg ár var sannkallað félagsheimili FH bæði í leik og starfi. Foreldrar Birgis voru þau heiðurshjón Guð björg og Björn Eiríksson frá Sjónarhóli og arfleiddu þau FH húseign sína, Sjónarhól, árið 1965 og sýndi sá gjörningur vinarþel og þakk læti þeirra til félagsins og mun það aldrei gleymast félags mönnum. Glæsi- leg félagsaðstaða okkar FH-inga í Kaplakrika ber að sjálfsögðu nafnið Sjónarhóll. Með fráfalli Birgis Björnssonar hefur FH séð á eftir einum af sín- um mætustu sonum, manni sem lagði allt í sölurnar fyrir félagið sitt, sönn fyrirmynd fyrir alla þá sem íþróttum og félags starfi una. Aðalstjórn FH sendir Ingu og fjölskyldunni allri innilegustu sam úð ar óskir frá öllum FH-ingum og kveður góðan dreng og frábæran félaga í þeirri vissu að minning Birgis Björns- sonar mun lengi lifa í Kaplakrika og í hugum allra FH-inga um langa framtíð. f.h. aðalstjórnar FH Viðar Halldórsson formaður FH. Birgir Björnsson – minning Bæjarbúum er boðið til fundar um hjól­ reiðamál þar sem skýrsla starfshóps verð ur kynnt. Fundurinn verður haldinn í húsa­ kynnum Umhverfis­ og framkvæmda sviðs að Norðurhellu 2, miðviku daginn 21. septem­ ber nk. Markmiðið er að kynna skýrsluna bæjarbúum áður en hún hlýtur endanlega samþykkt í ráðum bæjarins. Allir þeir sem láta sig þessi mál varða eru hvattir til að koma og hafa áhrif. Það er einnig hægt að koma með ábendingar á heimasíðu bæjarins hafnarfjordur.is og eins á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is Hjólreiðar í HaFNarFirði 21. september nk. kl. 19.30 – 21.00 ÚTBOÐ Björgunarsveit Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í þakvirki nýrrar björgunar­ miðstöðvar að Hvaleyrarbraut 32. Stærð þak flatar er um 750 m². Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 19. september. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu senda póst á netfangið byggingarnefnd@ spori.is. Gefa þarf upp nafn heimilisfang og símanúmer umsækjenda. Útboðsgögn verða send viðkomandi með tölvupósti án endurgjalds. Gögn verða ekki afhent með öðrum hætti. Tilboðum skal skila eigi síðar en kl. 17:30 þriðju­ daginn 4. október 2011 í pósthólf 130, 222 Hfj. Tilboð verða opnuð kl. 20:30 þann sama dag í húsi Björgunarsveitarinnar að Flatahrauni 14, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Glitvöllum 9, Hafnarfirði • s. 499 0881 / 868 6656 Er hylkið tómt? Við fyllum á!

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.