Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.09.2011, Side 6

Fjarðarpósturinn - 15.09.2011, Side 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. september 2011 Helga Þráinsdóttir lækna­ nemi, Magnús Árni Magnússon, fv. rektor á Bifröst og eigin­ mað ur forseta bæjarstjórnar og Skarphéðinn Orri Björnsson, fv. varabæjarfulltrúi verða fulltrúar Hafnarfjarðar í spurn­ ingaþættinum Útsvari. Karl mennirnir koma nýir inn í liðið en þess má geta að Skarp héðinn Orri keppti í liði Flensborgar í Gettu betur fyrir mörgum árum síðum þegar liðið komst í sjónvarpskeppnina. Liðið hittist í fyrsta sinn í Bungalowinu á mánudag og stillti saman strengi sína og bæjarstjóri færði þeim bókagjöf. Hófu keppendur æfingar, stað ráðnir í að standa sig vel í keppninni á föstudagskvöld. Deilan um fiskimiðin brimar stöðugt á eyrum landsmanna og ákall um sérstakt auðlinda­ ákvæði í stjórnarskrá sterkt. Þó þjóðareign á fiskimiðunum sé áréttuð í fyrstu grein fiskveiði­ stjórnunarlaga hefur yfirstjórn þessara mála verið annarsstaðar. Einstaka ráðherra hefur haft breytingar að mark­ miði sínu en ávallt hefur slíkum þreif ing­ um verið hrundið. Sam hliða fær þjóðin reglu legar til kynn­ ingar um hagkvæmni sjáv ar útvegsins og allar breytingar á ríkjandi fisk veiði­ stjórn unar kerfi sagðar skaðlegar. Samt blasir annað við fólki. Nægir að nefna geigvæn legar skuldir sjáv ar­ útvegsins, yfirveðsetningu, af skriftir, sjálf töku, byggða­ röskun og yfirráð annarra en réttkjörinna stjórn valda yfir sjávarauðlindinni. Ágreiningur um auðlinda­ ákvæði var því enginn í stjórn­ lagaráði og fór svo að neðan­ greint ákvæði var samþykkt með 23 atkvæðum, tveir sátu hjá. 34. gr. Náttúruauðlindir Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur feng­ ið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða var­ anlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Fyrsta málgreinin áréttar ævar andi þjóðareign allra nátt­ úru auðlinda og bann við sölu og veðsetningu. Þetta gild ir þó ekki um auðlindir sem eru í einkaeigu, t.d. vötn, ár, eignar­ lönd eða landsævi. Slíkt nýtur eignaréttarverndar og ekki hægt að taka eignarnámi nema fullar bætur fáist fyrir. Rétt indi tengd auðlindum getur enginn eignast né varanleg afnot. Ein mitt þetta síðastnefnda er þungamiðja deil unnar um fiskimiðin. Afstaða stjórnlagaráðs er sú að koma í veg fyrir árlega áskriftar­ úthlutun að auðlindum og færa nýtingarréttinn í átt til markaðssjónarmiða. Með því vill ráðið tryggja að þjóðin njóti afraksturs auðlinda sinna án milligöngu sem og hins að varð­ veita óskorað umboð þjóðkjörinna stjórn­ valda þegar kemur að ákvarðanatöku tengdri auðlindanýtingu. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskr ar lögsögu og upp­ sprettur vatns­ og virkjunar­ réttinda, jarðhita­ og náma­ réttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfir­ borði jarðar. Önnur málsgrein skýrir sig sjálf, tiltekur hvaða auðlindir teljast í þjóðareign og markar þannig undirstöður lífskjara framtíðarinnar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og al manna hag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Þriðja málsgreinin er áminn­ ing um að engin auðlind er ótæmandi og haga ber nýtingu samkvæmt því. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almanna­ gæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ ræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Fjórða málsgreinin fjallar um nýt ingarleyfi auðlinda og úthlut un þeirra. Í fyrsta lagi skal þess gætt að slík leyfi séu veitt á jafnræðigrundvelli, þessa var ekki gætt í árdaga kvótakerfisins enda oft kallað gjafakvótakerfið. Auðlindagjald eða leiga er áskilin sem á að tryggja ríkinu markaðsverð fyrir afnotin á hverjum tíma. Í dag eru tveir verðmiðar í gangi fyrir afnot fiskimiðanna, eitt fyrir handhafa aflaheimilda, annað fyrir þá sem af þeim leigja. Mis mun­ urinn er margfaldur og sér ríkiskassinn af þeim tekjum. Tímamörk afnota eru loks afmörkuð en vitaskuld eru þau misjöfn eftir atvinnugreinum, gætu talist í vikum í útgerð en áratugum í virkjanagerð. Tillögur stjórnlagaráðs í auðlindamálum eru skýrar og miða að því að þjóðin endur­ heimti aftur yfirráðaréttinn yfir fiskimiðunum sem og tryggja hag hennar hvað aðrar auðlindir varðar. Öllum er ljóst að stjórn­ völd hafa ekkert taumhald á þessum málaflokki og æ ofan í æ gerð afturreka með sín stefnu mál. Tillögurnar tiltaka ekki nákvæmlega hvernig auðlindastjórn skuli háttað yrði henni breytt og er það vísvitandi gert. Stjórnlagaráð gerir hins­ vegar rammatillögu um auð­ lindalöggjöf sem byggir á leið­ réttingu framtíðarskipan þess­ ara mála, leiðréttingu sem miðar að heildarhagsmunum. Höfundur er læknir og fyrr um fulltrúi í stjórnlagaráði. Fróðleikur um tillögu að nýrri stjórnarskrá – 5 af 10 Auðlindaákvæði í nýrri stjórnarskrá Lýður ÁrnasonUpplýs ingar gefur Guðrún H. Eir ík sdótt ir, íþróttakennari í s íma: 897 5395 eft ir k l . 15.00 Vatnsleikfimi Get bætt við nokkrum konum á haustönn. Kennt er í sundlaug DAS á Hrafnistu í Hafnarfirði. Kennsla verður á þriðju- og fimmtudögum kl. 18.00 - 18.50. Æfa sig fyrir Útsvar Tveir nýir keppendur í liði Hafnarfjarðar Bæjarstjóri færði hverjum þeirra bókin um Hrafna­Flóka Skarphéðinn Orri, Helga og Magnús Árni. Fimleikafélagið Björk Klifur www.fbjork.is/klifurdeild Íþróttamiðstöðin Björk, Haukahrauni 1 Það eru nokkur laus pláss í vetur í byrjendahópa fyrir yngri og eldri iðkendur. Fjölbreytt og styrkjandi íþrótt þar sem allir fá að njóta sín. Nánari upplýsingar hjá yfirþjálfara deildarinnar Sjöfn Jónsdóttur í síma 867 8906 Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Skógræktarfélag Hafnar­ fjarðar efnir til gróður setningar­ dags á laugardaginn kemur, 17. september, í Vatnshlíð við Hval eyrarvatn milli kl. 10 og 14. Félagið óskar því eftir sjálf­ boðaliðum en gróðursett verður í nýjan minningarreit um hjónin Hjálmar R. Bárðarson f.v. sigl­ ingamálastjóra og Else S. Bárðar son. Hjálmar var mikill áhugamaður um náttúru Íslands ekki hvað síst fugla. Meðal ann ars verða gróðursettir berja­ runnar, reynitré og fleiri teg­ undir sem hafa sérstakt gildi fyrir fugla. Öllum er velkomið að mæta og taka þátt. Er það ósk félags­ ins að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í þessu upp­ byggilega verkefni. Mæting er við Sandvíkina við Hvaleyrarvatn. Verkfæri verða á staðnum. Nánari upplýsingar eru veittar í síma félagsins 555 6455. Gróðursetningardagur í Vatnshlíð Minningarreitur um Hjálmar R. Bárðarson og frú

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.