Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.09.2011, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 15.09.2011, Blaðsíða 15
www.fjardarposturinn.is 15 Fimmtudagur 15. september 2011 Fjarðarpósturinn – hvetur fólk til að kaupa inn í heimabyggð! FLOTTASTA SYNING I HEIMI Fusi Froskagleypir Leikfélag Hafnarfjarðar kynnir Sýnt í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti Gaflaraleikhúsið - Strandgötu 50 Hafnarfirði Sími: 565 5900 - gaflarar@gaflaraleikhusid.is snyr aftur Fyrsta sýning 1. okt Önnur sýning. 2. okt Þriðja sýning. 8. okt Fjórða sýning. 9. okt Miðasala á midi.is og á midasala@gaflaraleikhusid.is Nánari upplýsingar um sýningardaga í síma 565 5900 eða á www.gaflaraleikhusid.is Víðistaðakirkja Tónlistarnámskeið fyrir ungbörn 6 vikna krílasálmanámskeið hefst þriðjudaginn 20. september nk. Sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar. Þátttökugjald kr. 3.000,- Skráning í síma 565-2050 og netfangi arngerdur.arnadottir@kirkjan.is www.vidistadakirkja.is Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á ferskum fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu sl. mánudag. Skoðaðar voru 30 tegundir af fiskmeti. Almennt var mikill verðmunur á milli verslananna, í flestum tilvikum var munur á hæsta og lægsta verði um eða yfir 50%. Lægsta verðið var oftast að finna í Hafnarfirði – í Litlu fiskbúðinni Mið vangi eða í 14 til vikum af 30 og í Fisk búðinni Trönu hrauni sem var næst oftast með lægsta verðið eða í 6 tilvikum af 30. Allt að 148% verðmunur Hæsta verðið var oftast hjá Fiskikónginum Sogavegi eða í 7 tilvikum af 30. Munur á lægsta og hæsta verði í könnun­ inni var frá 27% upp í 148%. Mestur verðmunur í könn­ uninni var á nýjum kinnum og sölt uðum sem voru dýrastar á 1.650 kr./kg í Fiskbúðinni Haf­ rúnu en ódýrastar á 665 kr./kg. í Fiskbúðinni Trönuhrauni en það gera 985 kr. verðmun eða 148%. Minnstur verðmunur var á ýsu í raspi, sem var ódýrust á 1.490 kr./kg. í Litlu Fiskbúðinni Hafnarfirði og dýrust á 1.890 kr./kg. hjá Fylgifiskum, Til sjávar og sveita og Fiskbúðinni Vegamótum, en það gera 400 kr. verðmun eða 27%. Sem dæmi um mikinn verð­ mun má nefna að laxaflök með roði voru ódýrust á 1.875 kr./ kg. hjá Fiskbúðinni Trönuhrauni en dýrust á 2.598 kr./kg. hjá Melabúðinni, verðmunurinn var 723 kr. eða 39%. Stórlúða í sneiðum var ódýrust á 1.690 kr./kg. hjá Litlu fiskbúðinni og dýrust á 2.990 kr./kg. hjá Hafberg í Gnoðavogi, Fiski­ kónginum og Gallerý fisk, verðmunurinn var 1.300 kr. eða 77%. Fiskbúðirnar ódýrastar Könnunin var gerð í 22 verslunum en í Hafnarfirði var það í Fjarðarkaupum, Fisk búð­ inni Trönuhrauni, Litlu fisk­ búðinni og Samkaupum Úrval. Ekki varr lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Fiskurinn ódýrastur í Hafnarfirði Mikill verðmunur á ferskum fiski Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Á uppskeruhátíð Sundfélags Hafnarfjarðar voru bestu sund­ mennirnir heiðraðir. Um 105 sund menn og foreldrar voru gestir á hátíðinni og afhenti formaður Sundfélagsins, Krist­ ín Pétursdóttir verðlaunin. Í lok hátíðarinnar var boðið upp á dýrindis hlaðborð sem for eldrar undirbjuggu og buðu upp á. Á hátíðinni var einnig heiðrað fyrir aðra þætti en að vera íþróttamaður á háu stigi, eins og áhuga og aðsókn í æfingum eða keppni, ótrúlega viðleitni á æfingum og framúr­ skarandi sýningar á öðrum sviðum sunds. Þríþrautardeild SH mun halda eigin hátíð í lok ársins. Hrafnhildur Lúthersdóttir var valin sundmaður ársins 2010/11 fyrir keppni á HM í Dúbæ og Shanghæ með 8 Íslandsmet og glæsilegan árangur. Besta árangur á tímabilinu áttu: Í 50 m laug: Orri Freyr Guð mundsson og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Í 25 m laug: Hrafn Traustason og Hrafn­ hildur Lúthersdóttir. Hvatn­ inga r bikar til framtíðar sund­ manns ársins: Arnór Stefánsson. Sundgarpar ársins voru valdir Kári Kaaber og Birna Jóhanna Ólafsdóttir. Nýliði ársins í sundknattleik var Benedikt Jónsson en leik mað ur ársins Garðar Snær Sverr isson. Íslandsmet settu: Hrafnhildur Lúthersdóttir (8 Íslandsmet), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (4 Íslandsmet og 3 stúlknamet), Hrafn Traustason, Orri Freyr Guðmundsson, Njáll Þrastarson (1 Íslandsmet og 2 pilta met), Kolbeinn Hrafnkelsson (1 Ís lands met og 1 piltamet), Snjó lau g Tinna Hansdóttir, Lilja Ingimarsdóttir, Arnór Stef ánsson (3 drengjamet), Ólaf ur Sigurðsson (2 sveina­ met), Sigurður Friðrik Kristj­ áns son (piltamet), Aron Örn Stefánsson (piltamet). Hrafnhildur Lúthersdóttir er sundmaður ársins Íslandsmethafar kvenna í SH Hrafnhildur Lúthersdóttir.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.