Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.09.2011, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 15.09.2011, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. september 2011 SEPTEMBER: HAUSTLITAFERÐ / DANSLEIKUR OKTÓBER: OPIÐ HÚS / DANSLEIKUR NÓVEMBER: OPIÐ HÚS / DANSLEIKUR DESEMBER: JÓLAFUNDUR ÁRAMÓTADANSLEIKUR JANÚAR: ÞORRABLÓT FEBRÚAR: OPIÐ HÚS / DANSLEIKUR MARS: Aðalfundur / DANSLEIKUR APRÍL: DANSLEIKUR / Sæludagar á Örkinni MAÍ: OPIÐ HÚS / DANSLEIKUR JÚNÍ: Bjartir dagar / HANDVERKSÝNING JÚLÍ: DAGSFERÐ ÁGÚST: ORLOFSFERÐ SEPTEMBER: HAUSTLITAFERÐ / DANSLEIKUR Ert þú virkur þátttakandi í félagsstarfinu? Ef ekki, er þá ekki eitthvað þar sem þér hentar. Skoðaðu málið. Hraunsel er opið alla virka daga frá kl 13:00 og fram til kl 16:30 þá líkur almennri dagskrá. Starfsfólk Hraunsels eru Jónína Óskarsdóttir, jonina@hafnar- fjordur.is, Ingibjörg Jónatansdóttir en þær sjá um daglegan rekst- ur félagsheimilisins. Þrif annast Hólmfríður Kjartansdóttir. Hand- mennt Jóhanna Björnsdóttir. Gler, Kristín G. Gunnbjörnsdóttir. FERÐALÖG. Farnar eru styttri og lengri ferðir sem ferðanefnd sér um. Má þar nefna ferðir á sögustaði, haustlitaferð og orlofsferð sem tekur yfir nokkra daga. Einnig sér nefndin um sparidaga á Hótel Örk. DANSLEIKIR Í HRAUNSELI. Þar sem fólk skemmtir sér, eru vel sóttir og haldnir að jafnaði á mánðar fresti. SPIL Á vegum spilanefndar er bæði félagsvist á mánudögum og fimmtu- dögum, bridge á þriðjudögum og föstudögum, bingó á miðviku- dögum. Allt mjög vel sótt. GANGAN. Gengið er alla mánudaga kl 10.00 Gangan tekur um eina og hálfa klst. og er fyrir alla (hægfara og hraðfara). Gengið verður frá Hauka- húsinu á Ásvöllum. Þátttaka hefur ávallt verið sérlega góð. ÍÞRÓTTIR Ýmsar íþróttir eru á boðstólum s.s. pílukast, boccia, pútt, leikfimi, vatnsleikfimi, Qi gong. Eitthvað fyrir alla. MENNINGARMÁL Af og til er boðið upp á ferðir í söfn og leikhús. Auk þess sér menn- ingarmálanefndin um opið hús tvisvar á ári. LISTIR Útskurður í tré fer fram í gamla Lækjarskóla. Glerskurður, mynd- mennt, saumar og línudans fer fram í Hraunseli. Möguleiki á nám- skeiðum á fleiri sviðum, þá auglýst sérstaklega. Gaflarakórinn er fjölmennur og æfir tvisvar í viku. Hann kem- ur gjarnan og skemmtir gestum við hátíðleg tækifæri. Kórstjóri Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir sími 699 8191. Eldri borgarar í Hafnarfirði. Bjóðum upp á fjölbreytt og spennandi sjálfboðaliðastörf fyrir fólk á öllum aldri. Hafðu samband í síma 565 1222 Hafnarfjarðardeild Firði • sími 555 6655 HELSTU VIÐBURÐIR STARFSÁRIÐ 2011 - 2012 Gaflarakórinn tekur vel á móti nýjum félögum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.