Prentneminn - 01.11.1982, Síða 12
„Gutenberg sálugi
var líka fúskari í
upphafi“
segir Olav Hansen einn
af frumherjum offset-
prentunar á Islandi.
Hvernig byrjaðir þú i offseti og
hvers vegna? Hvernig var þetta fyrstu
árin, andrúmsloftið ofl. ?
I sambandi við fyrstu árin get ég ekki
sagt frá nema minum sjónarhóli. En
þannig var það að ég datt inn í
Lithoprent gamla sem þá hafði verið
stofnað örfáum mánuðum fyrr. Þetta
var i nóv. 1938. Þá var ég búinn að vera
atvinnulaus í hálft annað ár og ég hefði
sennilega aldrei annars farið inní þetta
fag. Reyndar vissi ég ekki að þetta væri
neitt fag. Þá hafði Guðmundur
Jóhannsson, prentmyndagerðarmaður
og prentari, og Einar Þorgrimsson,
báðir verið vestur i Ameríku i mörg ár.
Einar hafði verið 18 ár vestra og var
nýfluttur heim, Guðmundur var búinn
að vera einhvem svipaðan tíma. Þeir
höfðu kynnst vestra og endumýjuðu
kunningskapinn eftir að þeir komu
heim. Sennilega hefur það verið
hugmynd Guðmundar Jóhannssonar
að setja á stofn einhverskonar
prentverk. Þá hafði hann haft nasasjón
af þvi sem við köllum offsetprentun,
var þá reyndar kölluð ljósprentun. Ég
var sem sagt búinn að vera atvinnulaus
i hálft annað ár þegarkunningi minnfrá
fyrri tíð hafði samband við mig og
bauð mér þetta starf, að lakka spil á
næturvakt. Það var reyndar samfellt
fylliri í tvo mánuði, ekki af áhrifum
áfengis, heldur af lakkinu. En þessi
maður var einn af frumkvöðlum
offsetprentunar á íslandi. Við vorum
með eina litla Multilith prentvél, sem
prentaramir kölluðu reyndar
skrifstofuvél. Við prentuðum á hana
ýmis konar eyðublöð og meira að segja
bækur, eins og t.d. Fjölnir, en hann var
ljósmyndaður og endurprentaður.
Gerði það mikla lukku. 1939 alveg í
striðsbyrjun fór Einar út til Englands til
Multilith verksmiðjanna til að kynna
sér eitthvað meðferð þessara véla. Var
það raunar eina námið sem hann hafði
í þessu sem við köllum offset.
Þá fórum við Þorgrímur Einarsson,
sonur hans, sem kaupmenn austur i
Rangárvallasýslu meðan Einar var i
Englandi. Þegar hann kom til baka
kallaöi hann okkur samar. og er þá
óhætt að segja að offsetið hafi hafist i
þeirri merkingu sem við leggjum í
þetta. Svo vinnum við þama, ég,
Þorgrímur og þriðji maðurinn sem ég
man ekki lengur hvað heitir.
Guðmundur Jóhannsson fór nefnilega
tiltölulega fljótt úr þessu samstarfi við
Einar svo hann var einn með þetta. Svo
smám saman vex þetta. Koma fljótlega
tveir starfsmenn, Jón Sveinbjömsson
og frændi hans Jónas Benediktsson,
sem er nú í Noregi. Siðar komu
Kristinn Sigurjónsson, siðar i Litbrá,
Gunnar Pétursson, sem nú vinnur hjá
Vitamálastofnuninni, Þórir Hall-
grimsson frá Isafirði, Magnús
Vigfússon og Rafn Hafnfjörð. Ég man
nú ekki í hvaða röð þessir menn komu
en þetta voru þeir fyrstu. En það var
ekki um að ræða nein réttindi.
Fljótlega upp úr 1940 var farið að tala
um það, að þeir sem störfuðu við þetta
öfluðu sér einhverra réttinda, svo Einar
hafði tal af Gunnari i ísafold sem var
formaður F.I.P og Stefáni
Ögmundssyni formanni Prentara-
félagsins. En þeir vildu ekkert við
okkur tala, vildu ekkert hafa með
okkur að gera, kölluðu okkur fúskara.
Mér hefur oft dottið i hug síðar að
Gutenberg sálugi var líka fúskari í
upphafi, hann hlýtur að hafa verið það.
Sennilega var Alois Senefelder, sá sem
fann upp steinprentið líka fúskari. Það
sat lengi i okkur að þeir vildu ekkert
með okkur hafa, en seinna sáum við
reyndar að við höfðum ekkert með
þessa menn að gera. En eitt get ég
fullyrt núna, að þetta fólk sem starfaði
að offseti i upphafi og allmörg ár þar á
eftir, var ekki fólk sem var aðeins að
afla sér lífsviðurværis, heldur var það
með lifandi áhuga á þessuinýja fagi, t.d.
Rafn Hafnfjörð og Kristinn Sigurjóns-
son sem stofnuðu Litbrá, sem var, að
ég held ég megi fullyrða, annað offset-
prentverkið hér á landi. Einnig mætti
nefna Þóri Hallgrímsson og Magnús
Vigfússon sem siðar stofnuðu Offset-
myndir. Þeir þurftu sko að hafa fyrir
lífinu og lífi fyrirtækisins. Við áttum i
geysilegum erfiðleiku frá upphafi,
bæði faglega séð, eins og allir þeir sem
voru að hasla sér völl á nýju sviði. Út
frá þessu var tekin önnur stefna og
vann Einar Þorgrímsson mjög ötullega
að þvi að fá þetta viðurkennt sem sér
iðngrein. Þetta var að lokum gert.
Ráðuneytið viðurkenndi þetta sem
sérstaka iðngrein árið 1946 að ég held,
en þá þegar höfðu flestir okkar verið
búnir að taka iðnskólann utanskóla.
Einar kenndi okkur sjálfur eða við
kenndum okkur i raun sjálfir, sem við
þurftum að læra undir skólann. Það
var sérkennilegt að fjórir okkar fyrstu
voru úr Reykjavik en lang flestir sem
komu þar á eftir , ég held 6 eða 7, voru
úr Hafnarfirði. Þeir fóru i strætó fram
12
PRENTNEMINN