Prentneminn - 01.11.1982, Blaðsíða 34

Prentneminn - 01.11.1982, Blaðsíða 34
modular Campasiiian System NÝn HUGTAK I UPPBYGGINGU SETNINGARTÖLVA í mai 1981 kynnti Compugraphic Corp. I Bandaríkjunum nýja gerð af Modular Composition System eða MCS. Setningarkerfið þetta er þannig að hægt er að byggja það upp á modelum sem gefur möguleika á því að hver og einn geti byggt upp sitt eigið setningarkerfi, miðað við þörf á hverjum tíma og bæta síðan við eftir þvi sem kröfurnar aukast. MCS setningarkerfi samanstendur af 5 einingum þ.e. skermi, lykilborði, diskdrifi, tölvu og setningarvél. Einnig má tengja við það prentara og umbrotsskerm. Þessi kerfisuppbygging gerir að stækka kerfið þegar þess verður þörf. MCS setningarkerfið er byggt í kringum eina grunneiningu sem er sjálf tölvueiningin, en hún er byggð upp úr 16 bita tölvu sem getur verið með minnst 128k minni og allt upp í 512k minni, eitt diskettudrif (4 tengjanleg), einn skerm og eitt lykilborð. Þegar t.d. þörf verður fyrir viðbótarskerm við kerfið, þá þarf aðeins að kaupa sjálfan skerminn og tengja hann inn á tölvuna og hafa þá innskriftarafköst tvöfaldast. Við sjálfa MCS tölvuna er síðan hægt að tengja þrjár mismunandi ljóssetningarvélar. Það sem skilur þær að er mismunandi hraði og mismunandi fjöldi af letur- tegundum sem inni eru á hverjum tima. 8200 setningarvélin. 8200 serían af ljóssetningarvélum samanstendur af tveimur gerðum með mismunandi fjölda af leturgerðum til staðar í vélinni á hverjum tíma. Hraðinn er sá sami eða 57.000 stafir á klst. Mesta breidd setningarpappirs er 70 „pica“ eða 12“ og fjöldi leturstærða er 63 í hálfs punkts skrefum. 8208 setningarvélin er með 8 leturgerðir inni i einu en 8216 setningarvélin er með 16 leturgerðir inni í einu. Hægt er að tengja tvo skerma „on line“ við 8200 setningarvélarinnar. 8400 setningarvélin. 8400 setningarvélin er ódýrasta crt setningarvélin á markaðinum i dag. Setningarhraðinn er 270.000 stafir á klst eða 150 línur á minútu. Hægt er að kaupa viðbót við setningarvélina sem eykur hraðann i 450.000 stafi á klst, eða 250 linur á minútu. Standard er vélin með allt að 16 leturgerðir inni i einu en hægt er að fjölga þeim í 100. Fjöldi leturstærða er 136 i hálfs punkts skrefum. Mesta breidd setningar- pappírs er 12“ eða 70 „pica“. 8400 setningarvélin gefur möguleika á því sem flestar crt setningarvélar hafa, en það er að þjappa saman, breikka hækka eða halla letrinu i allt að 30°á hvom veg sem er. Leturgerðimar em á 8“ diskettu í digiltalsemðu formi og eru allt að 16 leturgerðir á hverri diskettu. Hægt er að tengja 4 skerma „on line“. MCS tölvan. Hægt er að fá tölvuna i fimm mis- munandi útfærslum, MCS 10, MSC 20, MSC 22, MSC 40 og MCS 42. Hægt er að tengja einn skerm og lykilborð fyrir MCS 10,20 og 40 en tvo skerma og tvö lykilborð fyrir MCS 22 og 42. í MCS em 128k minni, í MCS 20 og 22 em 256k minni en i MSC 40 og 42 em 512k minni. Þessi viðbót við minni gefur möguleiku á alls kyns viðbótarforritun sem Compugraphic hefur verið að kynna og mun kynna á næstunni. Hægt er að tengja allt að 4 diskdrif við MCS kerfið. Hver diskur hefur rýmd upp á 160.000 tákn og getur hver spalti verið upp i 99 síður á lengd. Hver siða er 200 linur eða 6000 stafir. Ef þörf er á mun meira geymslurými en 4 diskettudrif gefa, er hægt að tengja 5 eða 10 MB (MB 1.000.000 stafir ) fastan disk við tölvumar. Tenging við fasta diska eykur vinnsluhraða vemlega. öll innskrift i MCS tölvuna fer fram i „counting mode“ en það þýðir að notandinn sér alla „typografiska- parametra" uppi á skerminum, hann sér nákvæmlega hvar hann er staddur í linunni og vélin ,justerar“ textann um leið og hann er skrifaður inn. Óþarfi er að senda textann i svokallað „back- ground composition“ til þess að ná fram auknum hraða. Ef þörf er á breytingum er hinn ,justeraði“ texti kallaöur upp og breyting gerð á honum og hann er siðan endurskrifaður á sama stað á diskettunni og hann var áður. Þetta sparar mjög mikið allt diskpláss í vélinni þar sem óþarfi er að geyma textann i tveimur mismunandi upp- setningum þ.e. einn „ójusteraðan“texta og annan ,justeraðan“ sem innihalda nákvæmlega sama efni. Hægt er að kalla upp hvaða siðu sem er og í hvaða röð sem er og sér vélin um að gefa hverri siðu númer þannig að ef efnis- yfirlit er kallað'upp, sést nákvæmlega hversu margar siður hver spalti er og hægt er að fara inn á hverja siðu beint. Skermar og lykilbord. Skermurinn, lykilborðið, diskdrifið og tölvan eru frítt standandi sem gefur notandanum möguleika á að setja tækin upp nákvæmlega þar sem hann vill hafa þau. Til viðbótar þá er hægt að halla skerminum upp og niður þannig að hægt er að stilla hann nákvæmlega í þá hæð sem þörf er á. 34 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.