Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 20
É g held að Bradley Manning sé haldið við þessar aðstæður vegna þess að banda- rísk stjórnvöld vilja brjóta hann niður. Þau vilja að hann vitni gegn Julian Ass- ange. Þau vilja ekki að hann komi tein- réttur fyrir dóm og haldi fram málstað sínum.“ Þetta segir David House, 23 ára gamall tölvusérfræðingur frá Bandaríkjunum, einn stofnenda samtaka sem berjast fyrir því að hermaðurinn Bradley Manning verði leystur úr haldi. Manning er haldið föngnum í strangri gæslu í bandarísku herfangelsi, en hann er sakaður um að hafa lekið skjölum til Wikileaks. Manning, sem fæddur er árið 1987, gæti átt yfir höfði sér 52 ára fangelsisdóm Lengst af, eða í um tíu mánuði, hefur Manning ver- ið haldið föngnum í herfangelsi í Quantico í Virginíu, en á þeim stað er ætlast til að fangar séu ekki vistaðir lengur en í þrjá mánuði. Varðhaldið sætti gríðarlegri gagnrýni og 21. apríl síðastliðinn tilkynntu bandarísk stjórnvöld óvænt að hann yrði fluttur í annað fangelsi í Fort Leavenworth í Kansas. Sagt er að þar muni að- stæður hans skána þótt stuðningssamtök Mannings segi að enn sé ekki vitað hvort sú verði raunin. Þegar flutningurinn fór fram sagði einn yfirmanna varnar- málaráðuneytisins að ekki væri með honum brugðist við gagnrýni, heldur teldu stjórnvöld að rétt hefði verið staðið að varðhaldinu í Quantico. Bandaríski þingmaðurinn Dennis Kucinich hefur sagt að þrátt fyrir flutninginn sé sú staðreynd óbreytt að Manning sé haldið við aðstæður sem margir telji grimmdar- legar og fari í bága við bandarísku stjórnarskrána. Manning vann fyrir Bandaríkjaher í Bagdad í Írak. Hann var handtekinn í maí í fyrra og sakaður um að hafa lekið myndbandinu Collateral Murder, til Wiki- leaks. Hann hefur verið ákærður í tugum liða, m.a. fyrir að „aðstoða óvininn“ en dauðarefsing liggur mögulega við því. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttað verður í máli hans. David House er einn fárra sem fengu að heimsækja Manning í herfangelsið í Quantico. Þangað kom hann hátt í tuttugu sinnum. House hefur miklar áhyggjur af Manning og segir að ástand hans hafi versnað mjög. Honum hafi verið haldið í einangrun í 23 klukkustundir á sólarhring og hann hvorki fengið að sjá dagblöð né fylgjast með alþjóðlegum fréttum, heldur aðeins leyft að horfa á svæðissjónvarp í klukkustund á dag. Þá hafi hann fengið að skrifa ef hann vildi, en áður en að því hafi komið hafi Manning verið neyddur til að taka geðlyf. „Hann sagði mér að hann ætti í raun erfitt með að setja nokkuð niður á blað vegna lyfjanna,“ segir House. Hann segir að í Quantico hafi Manning verið vist- aður í gluggalausum klefa og ekki komist undir bert loft mánuðum saman. Manning hafi enga möguleika haft til þess að stunda líkamsrækt, en verið leyft að ganga í hringi í auðu herbergi í klukkustund á dag. Hann hafi verið hlekkjaður þegar hann hafi verið færður úr klefa sínum og svefnaðstæður verið slæmar. Á daginn hafi hann fengið að hafa eina bók í klef- anum í einu, en enga aðra persónulega muni. Líka hafi hann verið neyddur til að standa nakinn fyrir utan klefa sinn á hverjum morgni. House segir að þegar hann hitti Manning í septem- ber hafi hann verið í nokkuð góðu formi en síðan hafi hlutir þróast til verri vegar. „Í nóvember tók ég eftir að honum var farið að hraka. Í desember og janúar var hann mjög illa á sig kominn, ég hef aldrei séð hann í verra formi en þá. Þegar ég hitti hann í janúar var hann alltaf eins og hann væri að vakna af löngum blundi þótt honum væri ekki leyft að sofa á daginn. Hann gat ekkert ein- beitt sér eða tekið við upplýsingum, það leið gjarna um ein og hálf klukkustund þangað til þokunni sem virtist hvíla yfir honum létti. Í febrúar fór fjölskylda Ætla að brjóta Manning niður House, sem starfar við MIT-háskólann, er einn stofnenda samtakanna Free Bradley Manning sem stofnuð voru í júní í fyrra eftir handtöku Mannings. Þau eru lauslegt bandalag fólks sem berst fyrir auknu gegnsæi í samfélaginu, vina Mannings, stríðsandstæðinga og fleiri. Íslendingar undir eftirliti Á ráðstefnu þýska blaðsins Die Tageszeitung um fjölmiðla, sem fram fór í Berlín nýlega, var fjallað um mál Bradleys Manning. Þar kom meðal annars fram að bandarísk stjórnvöld hefðu í frammi mikinn viðbúnað vegna Wikileaks. „Það eru tvö teymi að störfum, annað þeirra í banda- ríska utanríkisráðuneytinu og þar starfa um 120 manns. Hlutverk þeirra er að lesa öll skjölin sem hafa verið birt núna og meta hvaða þýðingu þau gætu haft, t.d fyrir stjórnvöld í Íran, Rússlandi og Kína. Þarna er verið að meta skaða og það er risastórt verk- efni,“ sagði Andy Müller Maguhn, félagi í Chaos Computer Club í Berlín, stærstu samtökum tölvu- hakkara í Evrópu. Þá benti hann á að í bandaríska dómsmálaráðu- neytinu væri einnig stórt teymi að vinna í málinu. Vitað væri að það rannsakaði meðal annars þá sem tóku þátt í að framleiða mynd- bandið Collateral Murder. Þar er sýnd þyrluárás Bandaríkjahers í Bagdad á almenna borgara og starfsmenn Reuters-fréttastof- unnar. Hann nefndi að í hópnum væri íslenskur þingmaður og vísaði þar til Birgittu Jónsdóttur en bandarísk stjórnvöld vilja m.a. lesa gögn hennar hjá Twitter. Fleiri Íslendingar eru nefndir á „kreditlista“ myndbandsins, m.a. Kristinn Hrafnsson, Ingi R. Inga- son og fleiri. Þá fær Ríkisútvarpið sérstakar þakkir. Á fundinum kom fram að staða málsins gæti breyst, teldu bandarísk yfirvöld sig geta sýnt fram á að einhver úr hópi Wikileaks hefði hvatt Manning til að leka leyniskjölum hersins. Játi Manning eitt eða annað í málinu má því spyrja hvort það kunni að hafa afleiðingar, ekki aðeins fyrir Wikileaks-manninn Julian Assange, heldur einnig fyrir Íslendingana sem áttu þátt í gerð myndbandsins. Fundinn í Berlín sat meðal ann- ars Monika Lüke, framkvæmda- stjóri Amnesty International í Þýskalandi. Hún sagði ljóst að í máli Mannings brytu Bandaríkja- menn alþjóðalög og samninga sem þeir ættu aðild að. Amnesty í Þýskalandi hefði oftar en einu sinni haft samband við bandarísk stjórnvöld vegna máls Mannings en engin svör hefðu borist. hans að heimsækja hann meira en hún hafði gert og þá urðu einhverjar framfarir fram í mars. Hann er samt ekki sami maðurinn og í september,“ segir House. Sjálfur hefur House verið undir eftirliti bandarískra yfirvalda undanfarna mánuði. Í nóvember í fyrra var hann stöðvaður af yfirvöldum þegar hann var á leið til Banda- ríkjanna úr stuttu fríi. Hald var lagt á tölvu og önnur raftæki sem hann hafði meðferðis og hann yfirheyrður um heimsóknir sínar til Mannings. Hann segir enn fremur að fulltrúar yfirvalda hafi boðið sér fé fyrir upp- lýsingar. Vilja ná Julian Assange „Það hefur verið vitað í allnokkurn tíma að bandarísk stjórnvöld eiga í miklum vand- ræðum með að finna tengingu milli Julians Assange og Bradleys Manning,“ segir House og bætir því við að WikiLeaks hafi lengi verið skotmark bandarískra yfirvalda. Þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma böndum á Julian Assange og Wiki- leaks. Enn sem komið er hafi Manning þó ekki verið samvinnuþýður. House heldur því fram að verði Julian Ass- ange framseldur til Bandaríkjanna muni það hafa miklar afleiðingar fyrir blaðamenn alls staðar. „Það mun hafa áhrif á hvernig blaðamenn haga samskiptum við heimildamenn sína og auka á þá upplýsingaeinokun sem nú er fyrir hendi á öllum stigum bandaríska stjórnkerf- isins,“ segir House. Spurður hvort smáríki eins og Ísland geti lagt eitthvað af mörkum, segir House að lík- lega glími Íslendingar við sín eigin vandamál eins og er. „En almenningur hvar sem er verður að taka afstöðu til mála og má ekki gefast upp gagnvart spilltum stjórnvöldum sem haga sér ósiðlega,“ segir House. Hann bætir við að hann hvetji alla Íslendinga til að „fara á netið og styðja Bradley eða Wiki- leaks, eða bara taka til máls og berjast fyrir þeim málstað sem það telur verðugan“. House kveðst vonast til þess að Manning verði sleppt en viðurkennir að sú von dvíni með hverjum degi sem líður. „Ég held að bandarísk stjórnvöld séu hrædd. Þau eru hrædd við netið og hrædd við uppljóstrara. Þau óttast þessa nýju menningu og vilja þess vegna gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera þetta mál að fordæmi.“ Tenglar: www.bradleymanning.org Elva Björk Sverrisdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Borði til stuðnings Manning á götuhorni í Berlín. Undanfarið hafa ýmsir gagnrýnt meðferðina á Manning. Þar á meðal eru hátt í þrjú hundruð prófessorar við lagadeildir helstu háskóla Bandaríkjanna. Í mars sagði talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins af sér eftir að hafa gefið það út opinberlega að hann teldi meðferðina sem Manning sætir vera „heimskulega“. Manning, sem fæddur er 1987, gæti átt yfir höfði sér 52 ára fangelsisdóm. Stuðningsmaður Bradleys Manning segir bandarísk yfirvöld vera á hött- unum eftir Julian Assange og reyna að knýja fram játningu. 20 fréttir Helgin 29. apríl-1. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.