Fréttatíminn - 29.04.2011, Page 26
SKAPAÐU ÞÍNA
EIGIN FRAMTÍÐ
NÁMSBRAUTIR SEM HEFJAST Í HAUST:
TAKTU SKREFIÐ
Námsráðgjöf og upplýsingar:
sími 525 4444 endurmenntun.is
- umsóknarfrestur til 30. maí
- umsóknarfrestur til 9. september
LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI
GÆÐASTJÓRNUN
FRAMKVÆMDAFERLI MANNVIRKJAGERÐAR
– fjármögnun, samningar, útboðsreglur og uppgjör
VERKEFNASTJÓRNUN – LEIÐTOGAÞJÁLFUN
HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ
- Eins árs þverfaglegt, hagnýtt nám
- Tveggja ára nám fyrir sálfræðinga og geðlækna
FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ - NÁM Á MEISTARASTIGI
NÁM TIL LÖGGILDDINGAR FASTEIGNA-,
FYRIRTÆKJA OG SKIPASALA
REKSTUR, STJÓRNUN OG MARKAÐSSETNING
SMÁFYRIRTÆKJA – MARKVISS LEIÐ
Einnig í
fjarnámi
„Já, ég er tiltölulega agaður. Ég lifi
skikkanlegu lífi og passa upp á sjálfan
mig. Það gera það ekki aðrir.“
Þú hefur tekið á sjálfum þér og hættir
til dæmis að drekka áfengi. Hefur það
verið barátta?
„Nei, það gengur bara mjög vel. Ég
hætti árið 1996 og hef ekki skilið við
bíllyklana síðan.“
Það eru miklar andstæður að lifa og
hrærast í íþróttum en eiga við áfengis-
vandamál að stríða.
„Já. Ég lít ekki svo á að ég eigi við
áfengisvandamál að stríða. Það voru
ákveðin atriði sem gerðu það að verkum
að ég vildi breyta lífi mínu. Ég var ekk-
ert í neinni neyslu, þannig lagað séð.
Ég tók bara þetta skref, svipað og þegar
fólk þarf að létta sig. Ég ástunda núna
lífsstíl sem gengur út á að eiga góða
daga og ekki bara í nánustu framtíð. Ég
ætla að lifa og vera lifandi í lífinu. Ég
hef ekki séð brennivín bæta nokkurn
mann.“
Hvað gerði það að verkum að þú vildir
breyta um lífsstíl?
„Ég sé ekki eftir neinu en það gera
allir mistök. Það skiptir öllu máli þegar
maður gerir mistök, hvort sem það er í
fótbolta eða öðru, að eiga það við sjálfan
sig. Viðurkenna sín mistök og gera eitt-
hvað í málunum. Ég gerði það. Sá sem
gerir aldrei neitt af sér, hann gerir ekki
neitt. Ef þú vogar engu þá vinnur þú
ekkert.“
Ekki hægt að gera verr
Eitt af því sem stendur upp úr á ferli
þínum er árangurinn með íslenska lands-
liðinu. Hvernig blasir landsliðið við þér
í dag?
„Mér finnst það hálf dapurlegt. Það
er sorglegt hvernig liðið hefur drabbast
niður og farið í ógæfugír. Ég held að það
þurfi að breyta mörgu. Það eru menn
sem stjórna þessu, framkvæmdastjórar,
þjálfarar og heilt teymi í kringum liðið.
Þeir eru sjálfsagt að reyna að gera eins
og þeir geta en það dugar ekki til.“
Er það þá Knattspyrnusambandið
frekar en leikmennirnir sem klikka?
„Ég held að það séu margir góðir
leikmennir í liðinu sem gaman væri að
vinna með og hægt að fá meira út úr. Ég
þekki marga af þessum strákum og veit
að þeir geta gert betur. Skilaboðin þurfa
að vera skýr og þeim má ekki breyta
þó að liðinu gangi illa. Ég vann með
Eiði Smára sem ungum strák og ég átti
aldrei í neinum vandræðum með hann.
Ég hef trú á því að það sé hægt að gera
mun betur með þetta lið. Ég held að liðið
og allir sem að því standa geri sér grein
fyrir að við þetta verði ekki unað.“
Heldurðu að þú næðir betri árangri
með þetta lið?
„Ég held að það sé ekki hægt að ná
verri árangri með landsliðið.“
Gætir þú hugsað þér að þjálfa liðið?
„Já, það var gaman að vinna með
landsliðinu. Það var skemmtilegur og
kröftugur tími. Við snerum þessu við og
fórum að gera hluti sem menn áttu ekki
von á.“
En nú gengur kvennalandsliðinu vel.
Fylgistu með kvennaboltanum?
„Já, hann er í mikilli sveiflu. En nei,
ég fylgist ekki mikið með honum, bara
aðeins. Það er gaman að sjá hvað þró-
unin er mikil og hvað gæðin og tæknin
eru gjörbreytt.“
Kæmi til greina að þjálfa kvennalið?
„Ég held að minn tími í því sé ekki
kominn en ég þjálfaði reyndar stelpur á
Skaganum í tvo mánuði og það var mjög
skemmtilegt. Þær voru fínar og flottar.
Ég tel bara að mín aðferðafræði virki
betur á karla en konur.“
Eiður Smári of harkalega dæmdur
Hvað finnst þér einkenna efnilegan leik-
mann?
„Það er mjög misjafnt. Í dag er verið
að leita að sterkum karakterum því
tæknin og vinnusemin hefur aukist
mjög mikið hjá öllum. Í útlöndum er
lagst í njósnaleiðangra til að kanna kar-
akterinn því þú vilt ekki kaupa gallaða
vöru. Þú getur þjálfað mann og komið
honum vel af stað en ef karakterbrestir
eru til staðar er mjög erfitt að þjálfa
það. Þú þarft að hafa vinnusama menn
og samviskusama. Þeir þurfa að vera
tilbúnir að taka að sér verk sem eru ekki
endilega á óskalistanum, kannski önnur
hlutverk en þeir vilja sjálfir. Þá skiptir
miklu máli að þeir séu jákvæðir.“
Geturðu nefnt mér dæmi um stráka
sem þú hefur séð sem sterka karaktera og
hafa reynst góðir fótboltamenn?
„Já, ég man til dæmis eftir einum ung-
um strák í KR. Ég man alltaf eftir fyrstu
spyrnunni hans, hann hitti ekki boltann
sem skrúfaðist lengst upp í stúku. Ég
stóð í skýlinu, greip fyrir augun og
hugsaði bara „djíses“. En þessi maður
er í góðu lagi, búinn að eiga feiknalega
farsælan feril og heitir Brynjar Björn
Gunnarsson. Það voru ekki margir sem
höfðu trú á að Brynjar ætti eftir að verða
þessi stöðugi og sterki leikmaður. Ívar
Ingimarsson er annar. Ég vann örstutt
með honum í landsliðinu en þekki hann
og veit hvers konar karakter hann er.
Hermann Hreiðarsson. Þetta voru ekki
allt flinkustu fótboltamennirnir sem
strákar en feiknalega árangursríkir leik-
menn. Þeir eiga að vera öðrum fyrir-
myndir þegar verið er að kasta strákum
út úr boltanum á unglingsárum, fyrir að
vera ekki nógu tæknilegir. Þessir menn
gáfust ekki upp og komu sterkir inn um
tvítugt. Eins hafa verið margir efnilegir
leikmenn sem ekkert rættist úr.“
Eiður Smári er leikmaður sem hefur
oft verið gagnrýndur. Hvað þykir þér um
það?
„Mér finnst Eiður alveg úrvals-
Það er sorg
legt hvernig
liðið hefur
drabbast
niður og far
ið í ógæfu
gír. Ég held
að það þurfi
að breyta
mörgu. ...
Ég held að
liðið og allir
sem að því
standa geri
sér grein
fyrir að við
þetta verði
ekki unað. ...
Ég held að
það sé ekki
hægt að ná
verri árangri
með lands
liðið.
26 fréttir Helgin 29. apríl-1. maí 2011