Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 30
30 viðhorf Helgin 29. apríl-1. maí 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda- stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Fréttastofur sjónvarpsstöðvanna brugðu ekki út af þeirri árlegu hefð að sýna myndir af sjálfs- píningum fylgismanna frelsarans á Filipps- eyjum um páskana. Að venju létu þar hinir heittrúuðu svipuna ganga á eigin baki áður en þeir fengu aðstoðarmenn til að negla sig á kross. Allt til dýrðar Jesú, sem tók á sig syndir annarra. Viðskiptablaðið bauð í gær upp á svipaða sýningu á syndagöngu nema með fulltrúum íslensks viðskiptalífs í aðalhlut- verkum og þeim grundvallarmun að í stað þess að þátttakendur beittu hnútasvipunni á sjálfa sig, létu þeir hana dynja á kollegum sínum. Fyrirsögnin á forsíðu Við- skiptablaðsins er: „Siðlaust við- skiptalíf“ og að baki uppslættin- um var árleg stjórnenda könnun blaðsins. Úrtak könnunarinnar var lykilstjórnendur 760 fyrirtækja, þar á meðal 300 stærstu fyrirtækja landsins. Það er sem sagt skoðun um 70 prós entna þeirra að slæmt siðferði einkenni viðskiptalífið og að traust, fag- mennska og gegnsæi á sömu slóðum sé ekki upp á marga fiska. Könnun Viðskiptablaðsins hefur verið tekið sem staðfestingu á því að siðrof hafi orðið í atvinnulífi landsins og jafnvel tilefni vangaveltna um að þörf sé á sérstökum aðgerðum. Það er örugglega rétt að forsvarsmenn í við- skiptalífinu hefðu ekki slæmt af því að gera ákveðna siðbót, eins og reyndar fjölmargir aðrir á öðrum slóðum athafnalífsins. Að þessi könnun sé einhver loftvog á ástand siðferðis í viðskipta- lífinu er hins vegar mikill misskilningur. Niðurstaða stjórnendakönnunarinnar er fyrst og fremst vísbending um hugarfar svar- enda, en ekki raunverulegt ástand viðskiptaum- hverfisins á Íslandi. Því miður spurði Viðskiptablaðið ekki hvaða álit þátttakendur í könnuninni hefðu á eigin siðferði, áreiðanleika og fagmennsku. Niður- staðan þeim megin hefði áreiðanlega ekki verið jafn vægðarlaus. Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða könnun sem hið Konunglega félag bifreiðaeig- enda í Bretlandi gerði meðal þegna landsins um hversu góðir ökumenn þeir væru. Könnunin var gerð 2008 og niðurstöður hennar voru ekki síður afgerandi en í könnun Viðskiptablaðsins. Um 75 prósent Bretanna töldu að þeim stafaði mest hætta af framferði annarra ökumanna í umferðinni vegna þess að hinir bílstjórarnir væru svo slæmir. Nánast sama hlutfall að- spurðra, eða 78 prósent, töldu sjálfa sig hins vegar góða eða mjög góða ökumenn. Auðvitað er hvorug niðurstaðan rétt. Raunveruleikinn er allt annars staðar en í hugum þátttakenda í könnuninni. Rétt eins og bresku ökumennirnir virðast íslensku lykilstjórnendurnir ekki vera með það á hreinu að þeir eru líka „hinir ökumenn- irnir“. Þótt ekki hafi verið spurt um þeirra eigin siðferði kemur mismunurinn á afstöðu þeirra til sjálfra sín og hinna ljóslega fram í öðrum lið könnunarinnar. Um 60 prósent þeirra eru svartsýn á þróun atvinnulífsins í heild næstu tólf mánuði. Um það bil jafn margir eru á hinn bóginn bjartsýnir þegar kemur að framtíð eigin fyrirtækja. Þeir eru klárir. Hinir síðri. Að sjálfsögðu vonum við að þeir bjartsýnu hafi rétt fyrir sér. Góðir bílstjórar og vondir bílstjórar Siðferði annarra Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is F Fært til bókar Sigríður Anna auk Guðmundar Árna „Rétt er að þróunin virðist vera í átt til þess að pólitískum skipunum sendiherra fækkar og fyrrum formenn stjórnmálaflokka eiga ekki sjálfvirkt tilkall til embætta á vegum ríkisins,“ segir glöggur lesandi Fréttatím- ans í bréfi til blaðsins í framhaldi úttektar í síðasta blaði þar sem líkur voru leiddar að því að „feit“ ríkisembætti fyrrverandi stjórnmálaforingja væru hugsanlega liðin tíð. Í úttektinni sagði að við fljótlega skoðun yrði ekki annað séð en Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrum þingmaður og ráð- herra Alþýðuflokksins, væri eini núverandi sendiherrann með pólitískan bakgrunn. Lesandinn bendir réttilega á að í þeim hópi er einnig Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðis- flokksins. „Auk þess eru einnig starfandi í ráðuneytinu menn eins og Júlíus Haf- stein, fyrrum borgarfulltrúi, með titilinn sendiherra, sem var skipaður svo af Davíð Oddssyni. Svo má velta fyrir sér stöðu „pólitískt“ skipaðra sendiherra sem ekki voru þingmenn eða ráðherrar, eins og Al- berts Jónssonar, ræðismanns í Færeyjum, og Kristjáns Andra Stefánssonar, sendi- herra á viðskiptasviði í ráðuneytinu, en báðir störfuðu árum saman í forsætisráðu- neyti Davíðs Oddssonar og komu með honum þaðan í utanríkisráðuneytið og voru af honum skipaðir sendiherrar. Sama máli gegnir um Kristínu Árnadóttur, sendi- herra í Kína, sem skipuð var sendiherra af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,“ segir lesandinn enn fremur. S tarfsfólk á vinnumarkaði hér á landi hefur fengið að finna fyrir efnahagssamdrættinum með ýmsum hætti í kjölfar hrunsins. Eflaust er flestum ljóst að atvinnuleysi hefur staðið í sögulegu hámarki og er á fyrsta ársfjórðungi ársins 2011 um 7,8% samkvæmt Vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofunnar. Afleiðingarnar birtast þó einnig í ýmsum öðrum samdráttaraðgerðum fyrirtækja og stofnana sem ætla má að hafi einnig komið illa við starfsfólk, þótt minna fari fyrir umræðu um það. Þrátt fyrir uppsagnir, atvinnuleysi og aðrar sam- dráttaraðgerðir hefur launavísitalan þó hækkað frá hruni. Það vekur áleitnar spurningar um það hvort launavísital- an sé að mæla það sem henni er ætlað að mæla eða hvort einhverjir hópar séu að fá launahækkanir umfram aðra. Hverjir njóta hækkana? Launavísitalan hefur samkvæmt launavísitölu Hag- stofunnar hækkað um u.þ.b. 9% á árunum 2009 og 2010. Hvað mest hækkun milli ársfjórðunga á sér stað á þriðja ársfjórðungi ársins 2010 (um 2,6% milli árs- fjórðungs tvö og þrjú). Launavísitalan gefur vísbend- ingar um að starfsfólk opinberra stofnana njóti meiri hækkana árið 2009 en starfsfólk einkafyrirtækja, en dæmið snýst við árið 2010. Laun verkafólks, skrifstofu- fólks og starfsfólks í þjónustustörfum hækka meira en hjá öðrum hópum á þessum tveimur árum. Stjórnend- ur (2,8%) og sérfræðingar (4,7%) hækka þó minnst í launum á þessu tímabili og lækkuðu í raun árið 2009 en hækkuðu á móti 2010. Því benda þessar mælingar til þess að lægst launuðu hóparnir í ósérhæfðum störfum hafi ekki orðið fyrir launalækkunum og í raun notið launahækkana umfram aðra hópa. Að auki vekur athygli að á árinu 2010 hækka launin á þriðja ársfjórð- ungi mest á milli ársfjórðunga í tveimur greinum, eða um 3,5% í fjármálafyrirtækjum og um 3,3% í samgöngu- fyrirtækjum. Samdráttaraðgerðir og launaumslagið Fyrirtæki og stofnanir beittu í stórum stíl ýmsum óhefðbundnum aðgerðum, s.s. eins og launalækkunum, yfirvinnu- banni og lækkun starfshlutfalls á fyrstu átta mánuðunum eftir hrun.* Nýrri, óbirt gögn með upplýsingum frá fyrirtækjum og stofnunum með yfir 70 starfsmenn, um samdráttaraðgerðir sem beitt hefur verið frá vori 2009 til vors 2010, benda til þess að opinberar stofnanir og einka- fyrirtæki séu þá enn að beita tiltölulega hörðum aðgerðum er hafa bein áhrif á launaumslag starfsfólks, þ.m.t. launa- lækkunum, yfirvinnubanni og lækkun starfshlutfalls. Litlar fregnir hafa þó enn borist af því að launalækkanir eða aðrar aðgerðir sem komið hafa við launaum- slög starfsfólks hafi verið leiðréttar. Helst hefur borið á óstaðfestum orðrómi um það í fjár- málafyrirtækjum. Hækkun launavísitölunnar hjá þeim hópi á árinu 2010, og sér í lagi á þriðja ársfjórðungi, gefur ákveðna vísbendingu um að sú geti verið raunin. Launavísitalan virðist ákveðnum takmörkunum háð til að mæla raunverulega þróun launa (launaumslagið) á vinnumarkaði á samdráttartímum þegar beitt er óhefðbundnum aðgerðum til að mæta samdrætti og at- vinnuleysi er mikið. Því má spyrja hvort ekki sé ástæða til að aðlaga mælitækið breyttum aðstæðum á vinnu- markaði. Þó svo að launavísitalan sé takmörkunum háð með tilliti til þess hvað hún mælir þá bendir margt til þess að tilteknir hópar á vinnumarkaði séu á þriðja árs- fjórðungi ársins 2010 farnir að hækka í launum og/eða fá leiðréttingar á fyrri launalækkunum. Hvað varðar fjármálageirann er ástæða til að spyrja hvort aftur sé von á stórtæku launaskriði í þeirri grein líkt og gerðist á árinu 2007. (*) Arney Einarsdóttir (2010). Mannaflatengdar sam- dráttaraðgerðir – sveigjanleiki fyrirtækja og stofnana í kreppu. Rannsóknir í félagsvísindum XI, Reykjavík: Félagsvísindastofnun. Kjaramál Launavísitala á villigötum eða launaskrið tiltekinna hópa? Arney Einarsdóttir lektor við viðskiptadeild Há- skólans í Reykjavík

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.