Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 31
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Námskeið
um réttindi
lífeyrisþega
Réttindi lífeyrisþega
Starfsfólk Tryggingastofn-
unar kynnir núgildandi
reglur og hvaða þættir hafa
áhrif á réttindi og greiðslur
hjá Tryggingastofnun.
Sérfræðingar bankans fara
síðan yfir skattamál tengd
lífeyrissparnaði.
Námskeiðin hefjast kl. 20
og eru öllum opin. Boðið
er upp á léttar veitingar.
Fimmtudagskvöld
eru fjármálakvöld
Námskeiðin eru hluti af
röð fjármálanámskeiða
sem Landsbankinn hefur
boðið upp á frá árinu 2006.
Markmið þeirra er að
auðvelda fólki að öðlast
betri yfirsýn yfir fjármálin.
Skráning og nánari
upplýsingar á vef bankans
og í síma 410 4000.
Farið verður yfir núgildandi reglur á
réttindum og greiðslum lífeyrisþega hjá
Tryggingastofnun.
28. apríl: Útibúið í Snæfellsbæ, Ólafsbraut 21
5. maí: Útibúið í Breiðholti, Álfabakka 10
12. maí: Útibúið í Hamraborg, Hamraborg 8
19. maí: Útibúið á Selfossi, Austurvegi 20
Þjónusta Veitingahús Heildsölur VerslunÍþrótta- og félagasamtök Ríki- og sveitarfélögFerðaþjónusta
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
1–
00
89
Greiðslulausnir sniðnar að þinni atvinnugrein.
Góð þjónusta og nýjungar.
Það er rétta blandan.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs
Hver einasti viðskiptavinur okkar er einstakur og þarfirnar geta verið
ólíkar. Með þetta að leiðarljósi höfum við þróað lausnir – sniðnar að
þinni atvinnugrein. Hafðu samband og í sameiningu finnum við
greiðslulausn sem hentar þínum rekstri.
Fyrirtækjalausnir Valitor sími 525 2080 www.valitor.is fyrirt@valitor.is
Fært til bókar
Dauðalisti Ögmundar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
skrifaði innblásinn pistil á heimasíðu sína
að kvöldi skírdags um vandræði Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar, for-
manns Framsóknarflokksins, við að svara
spurningum Fréttatímans um námsferil
sinn. Lét ráðherrann sig ekki muna um að
sjóða saman kenningu um að Sigmundur
væri kominn á pólitískan dauðalista, en
þó án þess að geta þess hvar sá listi ætti
að hafa verið saminn né af hverjum. Það
var því vel við hæfi að gegn hinum ímynd-
aða óvini greip Ögmundur til varna gegn
ímynduðum ásökunum í garð Sigmundar
Davíðs. Benti ráðherrann á að í umfjöllun
Fréttatímans hefði verið lítið gert úr hug-
myndum Sigmundar um skipulagsmál
í miðbæ Reykjavíkur. Á þær hugmyndir
hefur hins vegar ekki verið minnst einu
orði í blaðinu frekar en hvort prófgráður
séu réttur mælikvarði á menntun, eins og
ráðherrann virðist telja að hafi verið til
umfjöllunar. Í þessum stutta pistli sínum
sýndi ráðherrann sem sagt sérstakan
hæfileika í að fjalla um eitthvað allt annað
en var á dagskrá, jafnvel af stjórnmála-
manni með áratuga reynslu að baki.
Meðhöfundurinn Kristján B.
Uppnámið út af verki Hannesar Lárus-
sonar og félaga, „Fallegasta bók í heimi“,
er einhver skemmtilegasta og athyglis-
verðasta uppákoma listalífs Íslands
í seinni tíð. Verkið er eitt og sér ekki
merkilegt og hefði örugglega ekki vakið
sérstaka athygli ef ekki hefðu komið til
viðbrögð Kristjáns B. Jónassonar, út-
gefanda bókarinnar sem er viðfangsefni
verksins. Þau viðbrögð og afar hörð orð
Kristjáns skutu verki Hannesar og félaga
beina leið upp á stjörnuhimin fjölmiðla
og netheima. Í sviphendingu vissu allir
af meintu „níðingsverki“, eins og Eggert
Pétursson myndlistarmaður kallaði
meðferðina á bókinni sem geymir myndir
hans. Listaelíta landsins tók andköf
af hneykslun. Og sjá, skyndilega hafði
fremur lummulegt verk og móðursýkisleg
viðbrögðin skapað í sameiningu stór-
kostlegan og eftirminnilegan gjörning,
sem er sjálfstætt listaverk algerlega út af
fyrir sig. Kristján B. hlýtur að gera kröfu
um að vera skráður meðhöfundur að því
verki, en þó tæplega fyrr en þeir Hannes
hafa útkljáð deiluna um sæmdarréttinn.
Myndabrengl
Í síðasta tölublaði
urðu þau mistök
að röng mynd
birtist með grein
Önnu Ingólfsdóttur
um framtíð há-
skólasamfélagsins.
Viðkomandi eru
beiðnir afsökunar.