Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 35
Með bók á heilanum var ekki notaðir til að flytja rafmagn. Við stuldinum lá dauðarefsing – en það hjálpaði þeim sem reyndu að bjarga sér að myrkrið var algert og skýldi. Magnaðar lýsingar á ástandinu í landinu, sem eingöngu er af mannavöldum, eru þess eðlis að þær breyta viðhorfi. Þótt þrengt hafi að mörgum hér á landi í kjölfar efnahagsáfallsins er útilokað að tala um kreppu í samanburði við það sem gerðist í Norður-Kóreu – og er enn að gerast. Raunar er neyð fólksins þar í stjarnfræðilegri fjarlægð frá því sem við upplifum. Við allsnægtaborð verður manni óhjá- kvæmilega hugsað til þeirra sem horfa á börn sín og foreldra veslast upp af hungri uns þeir sterkustu gefast upp, deyja eða leggja ella allt undir á flótta frá ófrelsi og ömurleika alræðisríkisins. Maður gerir betur að mat sínum og veltir því fyrir sér af hverju í ósköpunum Ís- lendingar fara út í búð til að kaupa vatn á flösku í stað þess að skrúfa frá krananum og teyga ferskt vatnið sem óvíða er betra. Miðað við lýsingarnar í bók Barböru Demick má ætla að það sem daglega fer beint í sorppoka hér á landi hefði dugað mörgum Norður-Kóreubú- anum í neyð sinni. Dapurlegt er að lesa fréttir þessa dagana þar sem enn er sagt frá hungursneyð í Norður-Kóreu samhliða enn frekari áherslu á kjarn- orkuvopnavæðingu þessarar hart keyrðu þjóðar sem skilin var frá systurþjóðinni. Suður-Kórea blómstraði á sama tíma og öllu hnignaði norðan landamæranna. Samt var Norður-Kóreubúum talin trú um að ástandið væri allt annað og betra á heimaslóð. Lokað var fyrir öll samskipti við umheiminn. Einangrunin var nánast alger. Svo ofarlega var þessi norður-kóreska bókarlýsing í huganum að mér brá þegar ég kom að dauðum götuljósum í Reykjavík fyrr í vik- unni. Gatnamótin eru stór. Því fylgdi umferðarhnútur ljósleysinu. Ég læddist yfir í þeirri von að fá ekki bíl í hliðina. Ekki batnaði ástandið þegar að næstu gatnamótum kom. Götuvitarnir þar voru líka myrkv- aðir. Fari það grábölvað, tautaði ég í barm mér, einn í bílnum. Nú hefur Gnarr ekki lengur efni á að kaupa orkuna frá Haraldi Flosa í stóra húsinu uppi á Höfða. Orkuveitan hefur jú hækkað reikninginn hressilega upp á síðkastið. Borgin hlýtur að finna fyrir því, ekki síð- ur en borgararnir. Ólíklegra var að einhver hefði stolið raflínunum að umferðarljósunum. Þær eru víst allar grafnar í jörð. Mér létti hins vegar þegar kom að þriðju ljósunum. Þau loguðu skært, rauð, gul og græn á víxl. Hin fyrri voru greinilega biluð. Ég skammaðist mín fyrir að hafa hugsað svona til þeirra félaga, Gnarrs og Flosa, sem senda okkur ljós og yl á bærilegu verði, þrátt fyrir allt. Norður-Kóreumönnum hefði varla þótt tvenn dauð umferðarljós í frásögur færandi. Þar er dauðinn með öðrum og áþreifanlegri hætti. 10.00–10.10 10.10–10.35 10.35–10.45 10.45–10.55 10.55–11.05 11.05–11.15 11.15–11.30 11.30–11.45 11.45–11.55 11.55–12.15 12.15–13.00 13.00–13.15 13.15–13.25 13.25–13.35 13.35–13.45 13.45–13.55 13.55–14.10 Hlé 14.30–14.40 14.40–14.50 14.50–15.00 15.10–15.20 15.20–15.30 15.30–15.40 15.40 Velkomin Samfélagið, gildin og hönnun Leturhönnun Ð í íslensku Upplýsingahönnun Grafísk hönnun Samræður- LHÍ og grafísk hönnun - Quo Vadis Arkítektúr og borgin - Reykjavíkurgötur Að byggja borg - Arkitektúr og borgin Samræður- LHÍ og arkitektúr - Quo Vadis Borghildur - kvikmynd Fræði og skapandi hugsun Byltingin hefst í sjálfinu Hönnun - Myndlist - matrixa Kynjað siðferði hönnuða Taugar Samræður- LHÍ og fræðin - Quo Vadis Stefnumót við bændur Gæðin í fatahönnun Vöruhönnun og arfurinn - Reykjavík Rewind Upplifunarhönnun Þjóðararfur og samtími Samræður- LHÍ og samfélagið - Quo Vadis? Samræðum slitið JÓHANNES ÞÓRÐARSON deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar DÓRA ÍSLEIFSDÓTTIR lektor og fagstjóri í grafískri hönnun SVEINBJÖRN PÁLSSON grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ STEINAR INGI FARESTVEIT og ANTON KALDAL grafískir hönnuðir HÖRÐUR LÁRUSSON grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ ATLI HILMARSSON grafískur hönnuður og stundakennari við LHI HRUND GUNNSTEINSDÓTTIR þróunarfræðingur SIGRÚN BIRGISDÓTTIR lektor og fagstjóri í arkitektúr STEINÞÓR KARI KÁRASON prófessor í arkitektúr HALLDÓR EIRÍKSSON arkitekt og stundakennari við LHÍ HÓPUR NEMENDA í arkitektúr SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR aðjúnkt og fagstjóri hönnunarfræða DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, aðjúnkt í kynjafræði við Háskóla Íslands og stundakennari við LHÍ HLYNUR HELGASON myndlistarmaður og stundakennari við LHÍ GUNNAR HERSVEINN, heimspekingur og stundakennari við LHI HILDIGUNNUR SVERRISDÓTTIR arkitekt og stundakennari við LHÍ SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR aðjúnkt og fagstjóri hönnunarfræða SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR prófessor í vöruhönnun LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR aðjúnkt og fagstjóri í fatahönnun RICHARD BLURTON innanhússarkitekt og stundakennari við LHÍ HLÍN HELGA GUÐLAUGSDÓTTIR vöruhönnuður og lektor við Konstfack University í Stokkhólmi GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON prófessor í grafískri hönnun ÓLÖF GERÐUR SIGFÚSDÓTTIR forstöðumaður rannsóknaþjónustu LHÍ JÓHANNES ÞÓRÐARSON deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar 10 ár eru liðin frá því að hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans tók til starfa. Af því tilefni efnir deild in til samræðuþings undir nafninu Hreyfiafl. Hreyfiaflið verður virkjað í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar húsinu, fjölnotasal 30. apríl næst komandi frá kl. 10.00. Á Hreyfiaflsfundinum gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttum viðfangs- efnum kennara deildarinnar og sýnd verða dæmi um tengsl fræða og skapandi lista. Allir velkomnir! TÍMI VIÐFANGSEFNI FYRIRLESARI 2 0 11 HREYFIAFL / HAFNARHÚSINU 30. APRÍL SAMTAL MILLI FRÆÐA OG SKAPANDI LISTA Besti flokkurinn og stjórnmálin Kæri Jón Kalman takmörk okkar sem nýir borgar-fulltrúar og því lagt okkur fram við að skilja það sem fyrir liggur hverju sinni, og því höfum við kannski ekki sinnt því nógu vel að útskýra skýrt hvað við erum að gera. Við þurfum sennilega að tala meira, og er það óvænt nýjung að fólk í stjórnmálum sé beðið um það, en ég lofa að við munum samt halda áfram að vinna meira. Eina vitið að minnka yfirbygginguna Víkjum þá að störfunum. Þú minn- ist á kreppuna og menntunina. Svo vel vill til að við höfum fylgt þeirri stefnu að skerða ekki menntun í borginni. Því fórum við út í hag- ræðingar á stjórnunarstigi skólanna frekar en að skera niður kennslu. Við höfum svo marga skóla hér í Reykjavík, og margir þeirra eru fámennir og sumir nálægt hver öðrum, að eina vitið er að minnka yfirbygginguna svo grunnurinn haldist. Ég veit ekki hvernig þessu er háttað, til dæmis í Mosfellsbæ þar sem þú býrð, þótt það taki mig ekki meira en mínútur að ganga þangað frá mínu heimili, en þetta er stórt verkefni í tæplega 120.000 manna borg. Við erum einnig vel meðvituð um mikilvægi skapandi hugsunar, siðfræði og heimspeki í menntun. Þó það nú væri, fólk með bakgrunn í listum og fræðum. Enda erum við búin að vera með í gangi verkefni sem kallast menningarfáninn, en hugsunin á bak við hann er að hvetja skólastjórnendur í hverjum skóla til að haga skólastarfinu svo að hlutur sköpunar og gagnrýnnar hugsunar í námi myndi ekki verða útundan á tímum hagræðingar. Og bókasöfnin, maður minn, þar er unnið fallegt og ómissandi starf, sem við viljum standa með og styrkja áfram, og ég segi það aftur, á tímum hagræð- ingar. Ekki í borgarstjórn sem „cover-band“ Þú sérð að ég hef ekki svarað því sem þú sagðir um að við hefðum skipað vini okkar i valdastöður. Það er vegna þess að ég man ekki eftir neinum, en ég skal spyrjast fyrir um það og ef enginn annar getur hjálpað mér að finna þá hringi ég í þig og þú leiðir mig í sannleikann um það hverjir þetta eru. Ég átta mig því alveg á ástandinu og mér sýnist þú gera það líka. Mál- ið er að með félögum mínum í Besta er ég að vinna í því að bæta það. Mér sýnist að Besta flokknum hafi verið treyst til að taka giggin sem „gamla hljómsveitin“ treysti sér ekki til. Og kannski það hafi gleymst í hávað- anum í aðdáendum hennar undan- farið, en við erum hvorki komin í borgarstjórn sem „cover-band“ né til þess að ná okkar eigin lögum inn á vinsældalista sem valdir eru í vikulegum símakosningum/skoð- anakönnunum. Besti flokkurinn er félagsskapur karla og kvenna sem vilja vinna á heiðarlegan og jákvæðan hátt að því að gera stjórn-málið skýrt og skiljanlegt, svo að raunverulegt samtal geti átt sér stað í samfélaginu um það hvernig við viljum haga lífi okkar, óháð gömlum valdablokkum og hugmyndakerfum. Við brutum múrinn og það gerðum við líka fyrir aðra, líka þig, svo nú er um að gera að nýta tækifærið og byrja að tala stjórn-mál sem við skiljum öll. Við erum ekki niðurstaðan af því sam- tali, við erum aðeins byrjunin. Ég leyfi mér því að halda því fram að vonbrigði þín með stjórn-mál samtímans liggi ekki í starfi Besta flokksins, heldur í aðgerðaleysi hinna sem ekki taka þátt í að breyta þeim. Bestu kveðjur, Einar Örn. Helgin 29. apríl-1. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.