Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Síða 36

Fréttatíminn - 29.04.2011, Síða 36
Bókaútgáfan Uppheimar hefur verið iðin við að gefa út ljóðabækur. Á liðnu ári sendi hún frá sér ljóðasöfn eftir Bjarna Gunnarsson og Ara Trausta. Þýðingasafn Gyrðis Elíassonar gladdi marga sem kættust enn meir þegar hann fékk bók- menntaverðlaun Norður- landaráðs fáum dögum eftir útgáfu safnsins. Og nú koma frá Uppheimum fjórar nýjar ljóðabækur. Þær eru: Blindir fiskar, önnur ljóðabók Magn- úsar Sigurðssonar. Fyrir þá fyrstu, Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu, hlaut Magnús Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2008. Höfuð drekans á vatninu kallast ellefta ljóðabók Guðbrands Siglaugssonar. Hinar tíu komu út á árabilinu 1977 til 2007. Kafbátakórinn er fyrsta ljóðabók Steinunnar G. Helgadóttur sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2011 fyrir ljóðið Kaf. Steinunn, sem þekktust er fyrir störf sín að myndlist, stígur hér fram sem þroskað skáld. Marlene og ég er þriðja ljóðabók Gunnars M. G. Fyrsta bók hans, Skimað út, kom út árið 2007 og var fylgt eftir með bókinni Milli barna 2009. Þá hafa Uppheimar endurprentað Hundgá úr annarri sveit, fyrstu ljóða- bók Eyþórs Árnasonar sem hann fékk bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmunds- sonar fyrir 2009 . -pbb Fimm ljóðabækur frá Uppheimum  Bókardómur Brotin egg eftir Jim Powell S káldsagan endurspeglar heiminn: Hrun menningarsamfélaga Evrópu á síðustu öld er enn að birtast okkur í skáldsögum af ýmsu tagi. Ný skáldsaga í útgáfuröð Bjarts sem Snæ­ björn Arngrímsson stofnaði til á sínum tíma, Neon, er til marks um það. Brotin egg er fyrsta skáldsaga bresks höfundar sem skaust snöggt upp á stjörnuhimin ensku skáldsögunnar í fyrra. Jim Powell heitir maðurinn og á að baki fjölbreyttan feril uns hann tekur til við sögusmíð. Brotnu eggin hans er flunkuný og þýdd snoturlega af útgáfustjóra Bjarts, Guð­ rúnu Vilmundardóttur, og Arnari Matt­ hías syni. Þau hjá Bjarti kalla Neon­klúbbinn á góðum degi sjálfshólsins „besta bóka­ klúbb í heimi“. Þar hafa komið út 67 verk, mörg hver merkileg en í seinni tíð er sá heildarsvipur sem Snæbjörn mark­ aði útgáfunni tekinn að raskast: Sam­ hæfð kápuhönnun sem tengdist nafninu Neon hefur vikið fyrir ábúðarmiklum hönnuðum kápum og í seinni tíð fjöl­ breyttum útfærslum. Kápan á Brotnum eggjum er stæling á ensku kápunni og Þrumulostinn eftir William Boyd, sem kom út seint í fyrra, var af öðru sauða­ húsi. Val á verkum í ritröðina er líka tekið að bregðast upphafsstefnunni: Þrumulostinn er bara venjulegur reyfari. Ef Bjartsmenn vilja halda seríunni ættu þeir að vanda valið í röðina en ekki nota hana sem sópdyngju. Brotin egg rekja sögu fórnarlamba þeirra sem gengu á vit alræðiskenninga kommúnisma og nasisma. Þar er sögð saga fjölskyldu sem sundrast í ofsóknum á hendur gyðingum og þjóðernishópum sem lentu á skilum átakasvæða hug­ myndafræði ríkiskommúnisma Stalíns og flokksræðis Hitlers. Erkidæmið um mann sem veður í villu og svíma er aðal­ persóna verksins: Felix er eldri herra­ maður sem býr í París í skjóli stalínista franska kommúnistaflokksins. Hann virðist í upphafi vera sögulaus maður en er af pólskum gyðingum kominn og fóstraður af austurrískum fasista. Hann hefur lifað á því að semja ferðabækur um lönd austurblokkarinnar sem eru samdar eftir línunni og eru lygi mestan part, eins og ferðabæklingar eru yfirleitt. Þegar hann fær tilboð frá bandarísku fyrir­ tæki um kaup á röðinni fer hann vestur um haf og notar tækifærið til að leita uppi bróður sinn. Í okkar fjölskylduvæna heimi er það með miklum ólíkindum en ekki með öllu óþekkt með öðrum þjóð­ um. Þess þekkir maður dæmi sjálfur. Leitin að bróðurnum og salan leiðir Felix svo á vit fyrra lífs og eigin örlaga sem hann hefur byrgt í minni sínu. Höfundurinn vill draga upp mynd af hinni sundruðu fjölskyldu og hvernig hörð hugmyndafræði leiðir menn í villur frá sjálfum sér og gæskunni sem í öllum býr. Þetta er ekki ósnoturt verk en ansi reyfarakennt á köflum og verður harla sápukennt er yfir lýkur. Það verður seint talið til merkilegra nýsprottinna verka og er til dæmis um þau miðlungsverk sem Bókmenntasjóður styrkir til þýðinga en þar á bæ virðast menn vera eftirlátssamir í meira lagi. Brotin egg er því gott dæmi um það hvernig menn hvika frá settum mörkum: Bókmenntasjóður á að styrkja útgáfu bókmennta sem eru yfir meðallagi, Neon átti að koma á framfæri verkum sem væru athyglisverð og stæðu upp úr. Brot­ in egg eru miðlungs afþreyingarsaga, þægileg afþreying; á skjön við stefnu Bókmenntasjóðs og erindi Neon. 36 bækur Helgin 29. apríl-1. maí 2011  Bókadómur minningar úr menntaSkóla ... Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Síðunni hefur borist leiðrétting á frétt í liðinni viku um fyrstu útgáfu á bókum um týnda soninn Valla en JPV hefur nú gefið út tvær harðspjaldabækur um þennan húfukarl. Í elskulegri ábendingu frá Sigurði Valgeirssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Almenna bókafélagsins, kemur fram að fjórar bækur um Valla hafi komið út á ár- unum 1991-1993. Eftir sömu ábendingu verður að viðurkenna að Vallabók kom út í endurútgáfu á vegum Hóla 2003. JPV-menn eru því sporgöngumenn í útgáfum á þessari vandfundnu fígúru með skotthúfuna. -pbb Það sem sannara reynist Frá dögum kreppunnar miklu Að baka ommilettu Ekki ósnoturt verk en ansi reyfarakennt á köflum og verður harla sápukennt er yfir lýkur. Út er komin, í fallegu rauðu bandi, viðtalsbók með viðaukum sem geymir samtöl við Eymund Magnús­ son skráð af Ólafi Grími Björnssyni. Eymundur var fæddur 1913, bróðir hins kunna teiknara Tryggva Magnússonar, en þeir voru ættaðir að norðan, úr Skagafirði, Húnavatnssýslu, Selströnd við Stein­ grímsfjörð og af Langanesinu. Báðir fluttu í bæinn og störfuðu hér á meðan þeir lifðu. Eymundur kom suður og settist í Menntaskólann í Reykjavík og var búinn að vera í skólanum í sex vetur þegar hann var rekinn úr skóla fyrir grein í Skólablaðinu sem þótti sneiða um of að kennurum. Honum var meinað að ljúka prófi og olli brottvikning hans, sem var af póli­ tískum ástæðum, miklu uppnámi í skólanum. Þetta var í öndverðri kreppunni og tilheyrði Eymundur hópi ungra kommúnista. Deilur um kaup og kjör voru harðar og værur með hægri sinnuðum ungum mönn­ um og kommúnistum. Eftir brottvikninguna var Ey­ mundur atvinnulaus og hefur það vísast ráðið miklu um að hann fór við þriðja mann til Mosku og settist þar á skólabekk og lærði prentmyndasmíði. Heim kominn tók hann til við að gera prentmyndir, stofnaði merk fyrirtæki sem voru framarlega á því sviði og rak þau til loka starfsævi sinnar. Hann var alla tíð vinstri sinnaður og tilheyrði þeim hópi sem var lengst til vinstri þótt hann væri sjálfur atvinnurekandi. Efni bókarinnar er fróðlegt. Hér gefst tækifæri til að stökkva inn í heim þeirra sem trúðu ungir á nýtt samfélag og kynntust á eigin skinni hvaða að­ stæður voru í Moskvu þegar hreinsanirnar hófust á árunum fyrir stríð. Eymundur var handgenginn mörgum þeirra sem voru teknir höndum og létu lífið í fangelsum leyniþjónustu Stalíns og Bería. Hér koma við sögu norrænir menn sem hurfu og voru myrtir; Arne Munch­Petersen og Allen Wallenius. Hér er enn komið að sögu Veru Hertzsch en þau Eymundur voru kunnug ef ekki náin. Lýst er heimi sem er á hverf­ anda hveli – hinu alþjóðlega samfélagi róttæklinga sem flúði stéttaátök og hörku heima fyrir og leitaði skjóls í gini úlfsins sem kostaði margan manninn lífið. Bókin er fallega um brotin og skreytt ljósmynd­ um. Nokkuð er þar þó um tvíbirtingar af myndum sem eru óþarfar en viðtölin birtust fyrst í tímaritinu Súlum. Eymundur lést í september 2009. Bókin mun fást í Bókinni á Hverfisgötu. -pbb Kiljuútgáfan af bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, er komin aftur á topp aðallista Eymundsson. Á hæla Yrsu koma alþjóðlegu metsöluhöfundarnir Jussi Adler Olsen og Jo Nesbö, sem eru krimma- höfundar eins og hún. feikivinSæl YrSa Valli hefur verið á ferli í ís- lenskum bókum í tuttugu ár.  minningar úr menntaskóla og meira en það. Eymundur Magnússon Ólafur Grímur Björnsson skráði 102 bls. Útgefandi ótilgreindur 2011.  Brotin egg Jim Powell Þýðing: Guðrún Vilmundar- dóttir og Arnar Matthíasson. 334 bls. Bjartur 2011 Jim Powell sló í gegn með sinni fyrstu og einu skáldsögu til þessa. Fróðleg viðtals- bók um heim alþjóðlegra róttæklinga í gini úlfsins í Moskvu Vera Hertzsch Brotin egg er því gott dæmi um það hvernig menn hvika frá settum mörkum: Bókmenntasjóður á að styrkja útgáfu bókmennta sem eru yfir meðallagi, Neon átti að koma á framfæri verkum sem væru athyglisverð og stæðu upp úr. Mikið úrval dekkjum! af sumar- Sumardekkin eru komin í BYKO!

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.