Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 44
44 bíó Helgin 29. apríl-1. maí 2011 C onnelly er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglu- manninn Harry Bosch en fimmtánda bókin um grjót- harða einfarann Harry Bosch í lögreglunni í Los Angeles kemur út í haust. Reyfarar Connellys hafa verið þýddir á 35 tungumál og hafa aflað honum fjölda viðurkenn- inga. Í raun er mesta furða að engin bókanna um Bosch hafi ratað á hvíta tjaldið. Connelly átti að baki far- sælan feril sem blaðamaður áður en hann sneri sér að skáldskapnum og sérhæfði sig lengst af í lögreglu- og glæpafréttum. Blaðamanns- hróður Connellys barst víða og landaði honum stöðu glæpafréttaritara Los Angeles Times. Hann flutti til Los Angeles árið 1987 og borgin er oftast nær aðalsögusvið bóka hans. Eftir þrjú ár á Los Angeles Times skrifaði Connelly The Black Echo, fyrstu glæpasög- una þar sem Harry Bosch er kynntur til sögunnar. Fyrir bókina hlaut hann Edgar- glæpasagnaverðlaunin fyrir besta byrjandaverkið. Sam- bönd aðalpersóna bókaflokka hans tengja saman þá heims- mynd sem Connelly dregur upp. Bosch og Micky Haller eru til dæmis hálfbræður, samfeðra, en hafa ekk- ert hvor af öðrum að segja fyrr en þeim lendir saman í The Brass Verdict, annarri bókinni um Haller og sjálf- stæðu framhaldi The Lincoln Lawyer. Mick Haller er slunginn verjandi og tekst oft að fá skjólstæðinga sína, sem alla jafna eru óuppdregnir drullusokkar, lausa. Hann er þekktur sem Lincoln-lög- fræðingurinn þar sem hann er ekki með skrifstofu í hefð- bundnum skilningi heldur sinnir viðskiptum sínum úr aftursæti Lincoln Continen- tal-bifreið. Hann er því alltaf á ferðinni sem getur komið sér mjög vel þegar hlutirnir gerast hratt. Haller telur sig heldur bet- ur kominn í feitt þegar hann fær skjólstæðing af allt öðru sauðahúsi en hann er vanur. Hinn moldríki glaumgosi Lo- uis Roulet leitar til hans eftir að hann hefur verið hend- tekinn, grunaður um lífs- hættulega líkamsárás á unga leikkonu. Roulet heldur fram sakleysi sínu og vill meina að konan beri hann þessum sökum í von um að geta haft af honum fé. Haller slær til enda sér hann fram á að geta smurt vel á reikningana auk þess sem málið geti orðið áberandi í fjölmiðlum og vakið á honum athygli sem sé góð fyrir viðskiptin.  matthew mCConaughey Brunar í réttarsalinn á ný  Bíódómur hanna  frumsýndar  Lögmaður á rúntinum Bandaríski glæpasagnahöfundurinn Michael Connelly hefur skrifað fjórar bækur um verjandann Micky Haller sem hikar ekki við að taka að sér mál illa þokkaðra skítalabba. Fyrsta bók höfund- arins um Haller, The Lincoln Lawyer, er efniviður fyrstu bíómyndarinnar eftir bók Connellys en þar hrekkur Matthew McConaughey í gamalt og gott form í hlutverki Hallers. J oe Wright er vandvirkur leik-stjóri sem hefur fengist við ást og rómantík í ólíkum og fáguðum myndum eins og Pride & Prejudice og Atonement. Í Hanna sveif lar hann sér fimlega yfir í hreinrækt- aða spennu. Hanna er enginn venjulegur 16 ára unglingur. Hún elst upp ein ásamt föður sínum í óbyggðum Finnlands þar sem feðginin hafast við í kofa við frumstæðar aðstæður. Pabbinn er fyrrverandi CIA-maður og eyðir mestum tíma sínum í að þjálfa Hönnu sína til þess að verða fyrsta flokks leigumorðingi. Stúlk- an veiðir með ör og boga og hefur alla sína þekkingu upp úr einni al- fræðiorðabók og Grimms-ævintýr- um. Faðir hennar lætur hana einnig leggja á minnið lygasögur um for- tíð hennar og uppruna en allt miðar þetta að því að gera hana sem best undir það búna að hefna móður sinnar þegar hún telur sig tilbúna til að halda út í hinn stóra heim. Þegar þar að kemur egna feðg- inin gildru fyrir spillta, fyrrum sam- starfskonu pabba Hönnu hjá CIA og þá byrjar ballið fyrir alvöru. Hin unga Saoirse Ronan leikur Hönnu stórvel en hún gerði það síðast gott í hinni brokkgengu The Lovely Bones og var áður tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leik- konan í aukahlutverki í Atonement undir stjórn Wrights. Eric Bana leikur föður hennar án vandræða enda ýmsu vanur og hefur áður sýnt að hann getur verið grjótharð- ur (Troy, Hulk, Star Trek) og Cate Blanchett er traust að vanda í hlut- verki erkióvinarins. Elegant og ban- væn í senn. Hanna er áhugaverð blanda ævin- týris og spennumyndar enda hefur Hanna við lítið annað að styðjast en Grimms -ævintýrin þegar hún kemur út í heim sem er henni alveg framandi. Hún minnir þannig nokk- uð á garðyrkjumanninn Tom Chance í Being There þegar hún stígur sín fyrstu skref í veröldinni í þessari sniðugu, smart og eftirminnilegu mynd. Þórarinn Þórarinsson Þrumuguðinn Þór er ekki aðeins hug- leikinn heiðnum mönnum á norðurslóðum þar sem hann birtist á síðum Marvel- hasarblaðs árið 1962 sem ofurhetja, runnin undan rifjum Stans Lee eins og fleiri slíkar. Thor, eins og hann er nefndur í Marvel-heiminum, varð síðar hluti af The Avengers-genginu sem ver jarðarbúa fyrir alls kyns illviljuðum andskotum. Með Thor í þessum frækna hópi eru meðal annarra Iron Man, Hulk og Captain America. Iron Man og Hulk hafa þegar stimplað sig inn í bíó og nú er röðin komin að Thor og Captain America fylgir í kjölfarið seinna á þessu ári. Þar með eru allir helstu gaur- arnir klárir fyrir The Avengers-myndina sem er væntanleg 2012 en þar verður Nick Fury (Samuel L. Jackson) búinn að smala Marvel-hetjunum saman. Í Thor, sem sjálfur Kenneth Branagh leikstýrir, er Þór (Chris Hemsworth) hrokafullur gaur sem er með leiðindi í Ás- garði og bakar goðunum mikil vandræði. Alfaðirinn Óðinn (Anthony Hopkins) fær á endanum nóg, gerir Þór útlægan úr goðheimum og dæmir hann til vistar með mannfólkinu á jörðinni. Í fjarveru Þórs fer Hævnen Græna ljósið frumsýnir Hævnen, nýjustu mynd danska leikstjórans Susanne Bier (Den eneste ene, Brothers, Things We Lost in the Fire), í dag, föstudag. Myndin hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin og hefur hvarvetna hlotið mikið lof. Hún segir frá Antoni, lækni sem starfar bæði í litlum bæ í Danmörku og flóttamannabúðum í Súdan. Á báðum vígstöðvum glímir hann við fjölskylduvandamál. Hjónaband hans og eiginkonunnar, Marianne, er komið í þrot og það hefur slæm áhrif á syni þeirra tvo. Sá eldri er fórnarlamb eineltis í skóla en eignast nýjan vin og á sú vinátta eftir að draga dilk á eftir sér. Aðrir miðlar: Imdb: 7,7, Rotten Tomatoes: 72%, Metacritic: 61/100 Roulet virðist alls ekki jafn meinlaus og hann sjálfur vill vera láta og fyrr en varir er Haller kominn í flókna ref- skák upp á líf og dauða. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Matthew McConaughey tekur sig vel út í hlutverki hins sjálfsörugga og sleipa verjanda Micks Haller sem tekur að sér að verja hinn varasama Louis Roulet sem leikinn er af Ryan Phillippe. Ása-Þór í Hollywood Harðsnúna Hanna Zorro framtíðarinnar Nokkur ár eru síðan Antonio Banderas sveiflaði sverði og heillaði Catherine Zeta- Jones í The Legend of Zorro. Þessi hetja, sem hefur látið til sín taka í bíó í tæpa öld, hefur þó ekki sungið sitt síðasta. Fox hefur nú uppi áform um að gera Zorro-mynd sem á sér stað í framtíð svipaðri þeirri sem boðið var upp á í Mad Max-myndunum. Myndin á að heita Zorro Reborn og snúast frekar um hefndarleiðangur hetjunnar en baráttu grímuklæddrar frelsishetju. Þór er erfiður við að eiga þegar hann er með hamarinn í hendi. Eftir því sem Haller kafar dýpra í málið renna á hann tvær grímur. Roulet virðist alls ekki jafn meinlaus og hann sjálfur vill vera láta og fyrr en varir er Haller kom- inn í flókna refskák upp á líf og dauða. Matthew McConaughey leikur Haller í The Lincoln Lawyer og þykir ekki hafa verið í jafn góðu formi lengi. Hann kann líka ágætlega við sig í réttarsal og sló í gegn árið 1996 í hlutverki verjanda í A Time to Kill. McConaug- hey er dyggilega studdur einvala liði aukaleikara. Ryan Phillippe leikur hinn viðsjárverða Roulet, Marisa Tomei leikur saksóknarann Maggie McPherson, sem einnig er fyrrverandi eigin- kona Hallers, og William H. Macy lætur til sín taka sem samstarfsmaður Hallers. Aðrir miðlar: Imdb: 7,5, Rotten Tomatoes: 83%, Metacritic: 63/100. SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN NÝTT BLAÐ KOMIÐ Í VERSLANIR Tryggðu þér eintak! Áskrift í síma 578 4800 og á www.rit.is H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Loki (Tom Hiddleston) að brugga launráð og allt getur endað með ósköpum ef Þór tekur sig ekki saman í andlitinu og sýnir fram á að hann sé þess verður að sveifla Mjölni á ný og berja á óvinum sínum og Óðins. Aðrir miðlar: Imdb. 7,9, Rotten Tomatoes: 94%, Metacritic - Hanna skoðar heiminn og leitar hefnda.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.