Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 49

Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 49
Helgin 29. apríl-1. maí 2011 tíska 49 Í vikunni sem leið fékk umheimurinn forskot á sæluna þegar mynd af Scarlett Johansson lak út á netið. Myndin er hluti af auglýsingaherferð leikkonunnar fyrir nýjustu förðunarlínu fyrirtækisins Dolce & Gabbana. Hún kallast Italian Summertime og er hönnuð af förðunarfræðingnum Pat McGrath ásamt Domenico Dolce og Stefano Gabbana. Förðunin er í nútíma- legum stíl, með áberandi og ferskum blæ. Litirnir eru sambland af skærum tónum og daufum sem undirstrikar nátt- úrulega fegurð kvenna. Á næstu vikum fer auglýsingaherferðin af stað og mun kynna línuna betur fyrir umheiminum. Hún er væntanleg í byrjun sumars og verður þetta án efa ein flottasta förðunarlína þeirra Dolce & Gabbana. Nýtt tískutrend í vændum Bandaríska Disney-ungstirnið Vanessa Hudgens hefur alltaf verið nokkrum skrefum á undan öðrum í tísku. Það má segja það sama um sól- gleraugnasafnarann og raunveruleikastjörnuna Nicole Richie. Báðar hanna þær og selja eigin fatalínu og eru svo sannarlega miklir frumkvöðlar þegar kemur að tísku. Þær eru heldur betur sam- stiga því í vikunni sem leið skörtuðu þær báðar höfuðskarti sem ekki myndi teljast heitasta trendið í dag. En bíðum og sjáum til í nokkrar vikur, hver veit nema þær séu að hefja nýtt trend? Konunglegt brúðkaup þeirra Kate Middelton og Williams prins sem verður haldið í dag, föstudaginn 29. apríl, hefur hrundið af stað mikilli brúðkaupsbyltingu. Færustu hönnuðir heims keppast við að hanna hátískufatnað fyrir væntanleg brúðkaup og flottustu tísku- Converse selur brúðarskó tímaritin hafa gefið út heilu tölublöðin sem aðeins fjalla um brúðkaup. Skófyrirtækið Converse, sem hefur framleitt gríðarlegt magn af götuskóm síðustu áratugi, er meðal þeirra sem hafa tekið upp á því að hanna fyrir brúðkaup. Nýlega setti fyrirtækið í sölu striga- skó, fágaða og flotta, alsetta pallíettum. Þetta hefur vakið mikla athygli um heim allan og tískuunnendur eru meira að segja farnir að tengja þessa skó við Kate Mid- delton, verðandi prinsessu. Hæfileikaríkt fólk vinnur saman Hvað getur NUTRILENK Active gert fyrir þig? Ég hef stundað lyftingar allt frá 13 ára aldri. Ég byrjaði 18 ára að stunda kraft- lyftingar og hef keppt bæði í þeim og aflraunum síðastliðin ár. Undanfarin ár hef ég fundið þegar nær dregur keppnistímabilum, æfingaálag eykst og þyngdin verður meiri þá eykst álag á liðina og verkir gera vart við sig hér og þar í líkamanum. Olnbogar og hné verða t.d. aumari en vanalega og liðirnir eiga það til að bólgna upp. Oft hef ég þurft að bíta á jaxlinn sökum verkja. Ónot í fingri var hreinlega að gera út af við mig og var ég hættur að geta beygt fingurinn. Ég var búinn að fara á milli lækna en ekkert sást né fannst. Svo heppilega vildi til að ég var beðinn um að prófa nýtt efni á íslenskum markaði, NutriLenk Active sem hefur áhrif á liðvökvann og liðkar stirða liði. Ótrúlegt en satt þá varð ég laus við verkinn á einungis á nokkrum vikum. Ég byrjaði á að hlaða upp efninu í 2 vikur þ.e. 2 hylki á dag og fór svo niður í 1 hylki á dag. Annað sem kom mér á óvart var að þrátt fyrir að vera búinn að léttast þetta mikið þá hefur mér sennilega aldrei liðið betur t.d. í olnbogum og öxlum, en þetta eru staðir sem ég bjóst við að verða jafnvel viðkvæmari á meðan ég var að léttast. Það er frábært að finna þennan liðleika og vera laus við verki en þess vegna er auðvitað mikið auðveldara að æfa af krafti fyrir mót sumarsins segir Árni Freyr Gestsson að lokum en hann stefnir á að keppa á mótum í undir 105 kg. flokki. Aðeins 1 hylki á dag losaði mig út úr verkjapakkanum! NUTRILENK Árni Freyr Gestsson aflraunamaður NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA • NUTRILENK Active inniheldur vatns- meðhöndlaðan hanakamb sem inniheldur hátt hlutfall af náttúrulegum efnum svokallaðri Hýalúrónsýru sem getur hjálpað við að endurbyggja og viðhalda jafnvægi í liðum. • NUTRILENK Active eykur liðleika og lið- heilbrigði og sér til þess að liðirnir þínir séu heilbrigðir og vel smurðir, svo þú getir æft að fullum krafti án hindrana. • NUTRILENK Active auðvaldar liðunum að jafna sig eftir æfingar. NUTRILENK Active er unnið úr sérvöldum hanakömbum og inniheldur því engin fiskiprótein eða skelfisk, hvert hylki inni- heldur 28 gr. Hýalúrónsýru. Þægilegt aðeins eitt hylki á dag. Hver er munurinn á NUTRILENK Active og NUTRILENK Gold ? NUTRILENK Active er hentugt fyrir þá sem þjást af stirðleika og verkjum í liðum það hefur jákvæð áhrif á liðvökvann. NUTRILENK Gold er hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum. Gott byggingarefni fyrir liðbrjóskið. Get ég tekið inn hvorutveggja? - Já það getur unnið mjög vel saman. NUTRILENK Active er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. ---------------------------------------------- ACTIVE Skráðu þig á síðu na NUTRILENK fyrir liðina – því getur fylgt heppni! Hitamælirinn Stórir skartgripir hafa aldrei verið eins áberandi og nú. Stór og fyrirferðar- mikil hálsmen, áberandi eyrnalokkar af öllum stærðum og gerðum og stórir hringar á hverjum fingri. Þetta er sparilegt og á sama tíma töff og passar við hvað sem er. Litadýrðin er mikil í vor og öll litaflóran er leyfileg. Neon-litirnir eru gríðarlega áberandi hjá helstu hönnuðum heims og er það fyrir þá sem þora. Skærbleikur varalitur, neon-græn golla eða sjálflýsandi gleraugu. Þetta trend er allt á byrj- unarstigi og mun að öllum líkindum ná hámarki í sumar. Það ríður yfir mikil blómaplága hjá helstu fatahönnuðum heims. Þetta fyrirbæri kemur inn á hverju ári þegar líða fer á sum- arið, en nú er allt að drukkna í blómum – meira en áður fyrr. Blómakjólar, blómabuxur; allt til að koma sér í gírinn fyrir sumarið. Levi’s stuttbuxurnar sem seldar eru í vintage-versluninni Spúút- nik hafa alltaf gegnt ákveðnu hlutverki þegar líða fer á sumarið. Þetta eru gríðarlega vinsælar flíkur og hentugar fyrir sumarið. Þær eru sígildar og munu seint detta úr tísku. Nú er tímabært að klæðast slíkum og fá lit á leggina eftir þennan langa vetur. Pelsatískan hefur verið mjög áberandi og hreint út sagt nauðsynleg í vetur. Pelsinn sem hlýjar og verndar okkur fyrir vetrinum. En nú er maímánuður á næsta leiti og því tímabært að leggja pelsinn á hilluna og taka upp sumarlegri yfirhafnir. Skammdegisþunglyndið hefur fylgt þessum hræðilega langa vetri og við höfum ósjálfrátt klæðst dökkum flíkum. Nú þegar sólargangurinn er farinn að lengjast til muna er tímabært að leggja þann fatnað til hliðar og fara að lyfta sér aðeins upp með litríkari fatnaði. Ekki fyrir svo löngu var eftirsóttast að halda utan um allar sínar eigur í stórri handtösku sem fylgdi manni hvert sem var. Nú hafa hins vegar litlu, penu handtöskurnar, sem rúma aðeins það mikilvægasta, tekið við og eru nauðsynlegir fylgihlutir sem allir verða að eiga. Það er því ekki seinna vænna að setja þær stóru inn í geymslu. Þegar sólin fer að sýna sig meira er alltaf nauðsynlegt að hafa flott sólgleraugu við höndina. Hins vegar eru ekki hvaða sólgleraugu sem er leyfileg hjá tískulöggunum. Bý- flugnagleraugun, sem Olsen-systur gerðu svo vinsæl hér um árið, eru til dæmis komin á bannlista.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.