Fréttatíminn - 29.04.2011, Síða 56
Megas og Adele
á toppnum
Engar breytingar eru á toppsætum
Laga- og Tónlistans, listum Félags ís-
lenskra hljómplötu-
útgefenda. Megas
og Senuþjófarnir
eru í toppsætinu á
Tónlistanum, lista
yfir mest seldu
diskana, með disk
sinn (Hugboð um) vandræði. Breska
rokkgellan Adele er á toppi Laga-
listans þriðja vikuna í röð með lag
sitt Someone like you. Hljómsveitin
Valdimar skýst upp fyrir ungstirnið
Justin Bieber í annað sætið á Tón-
listanum með disk sinn Undraland
en Bubbi Morthens situr sem fastast
í öðru sæti Lagalistans með lagið
Ísabella. -óhþ
Sæmdarréttur
í brennidepli
Hamagangurinn í kringum verkið
„Fallegasta bók í heimi“ á sýning-
unni Koddu hefur heldur betur
hleypt lífi í listumræðuna á Íslandi.
Sæmdarréttur er orð sem heyrist
æ oftar fleygt í stóra Nýló-málinu
og ýmsar spurningar hafa vaknað í
því sambandi. Af þessu tilefni bjóða
ReykjavíkurAkademían og Meistara-
nám í menningarstjórnun við Há-
skólann á Bifröst til málstofu í húsa-
kynnum ReykjavíkurAkademíunnar
á 4. hæð JL-hússins föstudaginn 29.
apríl til þess að ræða sæmdarrétt-
inn í íslenskum höfundarlögum og
menningarlegu samhengi. Frum-
mælendur eru Teitur Skúlason
lögfræðingur og Egill Viðarsson,
meistaranemi í þjóðfræði við HÍ.
Fundarstjóri er Njörður Sigurjóns-
son, lektor við Háskólann á Bifröst.
Málstofan hefst klukkan 12.10 og
stendur til 13.30.
Jóhannes í Kastljós
Jóhannes Kr. Kristjánsson, fyrrum
ritstjóri fréttaskýringaþáttarins
Kompáss á Stöð
2, er nú farinn
að vinna fyrir
Kastljósið eftir
rúmlega tveggja
ára hlé frá ljós-
vakamiðlum, en
margar fréttir
Kompáss vöktu
mikla athygli. Á
Facebook-síðu sinni óskar Jóhannes
eftir að komast í samband við for-
eldra barna undir 18 ára aldri sem
eru í fíkniefnaneyslu eða á með-
ferðarheimilum. Jóhannes fjallaði
talsvert um læknadóp og fíkniefna-
neyslu í Kompási og greinilegt er að
hann er kominn á fulla ferð aftur.
Netfangið sem hann hvetur foreldr-
ana til að hafa samband við er j.kr.
kristjansson@gmail.com. -óhþ
HELGARBLAÐ Hrósið …
... fá aðstandendur Aldrei
fór ég suður fyrir frábæra
rokkhátíð á Ísafirði um
páskana.
Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Miðasala í síma 551 1200 • midasala@leikhusid.is
Glæsilegur Miller í Þjóðleikhúsinu.
J.V.J. (DV)
Hvílíkt drama, hvílíkt meistaraverk!
B.S. (pressan.is)
Algjör klassík! Leikur eins og hann gerist bestur.
I.Þ. (Mbl.)
Fantagóð sýning á allan hátt!
Leikurinn er upp á fimm stjörnur.
E.B. (Frbl.)
Tryggðu þér miða!
Sýningum
líkur
í maí!
Fréttir og
fréttaskýringar
Áskriftarsími: 445 9000
www.goggur.is
Ókeypis eintak bíður
þín víða um land
Útvegsblaðið
G o G G u r ú t G á f u f é l a G