Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Page 4

Fréttatíminn - 01.07.2011, Page 4
Evrópufundir Össurar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í vikunni með yfirmönnum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, auk fulltrúa Evrópuþingsins. Fundirnir voru í framhaldi af ríkjaráðstefnu ESB og Íslands í Brussel, þar sem eiginlegum samninga- viðræðum var hrundið úr vör með opnun fjögurra fyrstu kaflanna, að því er fram kemur í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Á fundi Össurar með Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB, voru efnisatriði og fyrir- komulag aðildarviðræðna Íslands við Evrópusam- bandið til umræðu. Utanríkisráðherra fundaði með Mariu Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Ráðherra hitti einnig Olli Rehn sem fer með efnahags- og gjaldeyrismál í framkvæmdastjórninni. -jh Sýningum á leikjum í hverri leik- viku er raðað niður eftir hverja umferð þannig að ákvörðun um hvaða leikur er opinn er tekin með stuttum fyrir- vara.  SjónvarpSréttur MeiStaradeild evrópu í íSlenSku Sjónvarpi 15 meistaradeildar- leikir í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Ari Edwald, forstjóri 365. Stíf skilyrði UEFA gera það að verkum að einn leikur í hverri spilaðri viku í meistaradeildinni verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Lionel Messi og félagar hans í Barcelona gætu verið í opinni dagskrá í Meistaradeildinni í vetur. Ljósmynd/Nordic Photos/AFP Fyrsta skref í haftaafléttingu að baki Fyrsta skrefinu í afléttingu gjaldeyrishafta er nú lokið með kaupum lífeyrissjóða á verðtryggðum ríkisskuldabréfum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri. Seðlabank- inn efndi fyrr í vikunni til útboðs þar sem bankinn bauðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Var útboðið miðað að lífeyrissjóðum, enda skilyrði um fimm ára lágmarkseign á ríkisbréfunum, sem að öðru leyti henta vel fjárfestingar- þörfum lífeyrissjóða. Í nýliðnum júní hafði Seðlabankinn selt eigendum aflandskróna rúmlega 61 milljón evra úr gjaldeyris- forða bankans á meðalgenginu 218,89 krónur á evru og þannig fengið í sinn hlut 13,4 milljarða króna. Í útboðinu nú bárust tilboð að fjárhæð 71,8 milljónir evra og var tilboðum tekið fyrir rúmlega 61,7 milljónir evra. Seðlabankinn hefur þannig, að því er Greining Íslandsbanka segir, aflað að nýju þess gjaldeyris sem reiddur var af hendi í fyrra útboðinu. -jh Mannréttindakaflinn klár Stjórnlagaráð hefur afgreitt mannréttinda- kafla A-nefndar inn í áfangaskjal. Hann telur alls um þrjátíu ákvæði en í núverandi stjórnarskrá eru 15 ákvæði um mann- réttindamál. Þar er m.a. lagt til ákvæði um mannlega reisn, jafnræðisreglan er mun ítarlegri en í núverandi stjórnar- skrá, kveðið er á um að allir skuli njóta mannhelgi og lagt er til ítarlegt ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnsýslu. Þá er lagt til nýtt ákvæði um frelsi fjölmiðla. Ný grein kemur fram í ákvæði um tjáningarfrelsi en þar er kveðið á um að stjórnvöld skuli tryggja aðstæður til opinnar og upp- lýstrar umræðu, svo sem óheftan aðgang að netinu og upplýsingatækni. Kveðið er á um frelsi menningar og mennta, um menningarleg verðmæti og að öllum beri að virða mannréttindareglur sem bindandi eru fyrir ríkið að þjóðarrétti. -jh Brot gegn EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudaginn að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn EES-samn- ingnum með kerfi sem sett var upp til aðstoðar fjármálafyrirtækjum. Með þessu kerfi var bönkum og sparisjóðum gert kleift að afla sér lausafjár með því að skila fasteignaveðlánum sínum til Íbúðalána- sjóðs í skiptum fyrir skuldabréf sjóðsins. Eftirlitsstofnunin telur, að því er fram kom í frétt Ríkisútvarpsins, að þar sem kerfið hafði meðal annars ótakmarkað umfang og gildistíma hafi verið um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Bankarnir gætu þurft að skila fénu. -jh VÆTUDAGAR Haltu regninu úti svo þú getir verið lengur úti. CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS AllhvAss vinDur sunnAnlAnDs og MEð rigningu, En léttir til og hlýnAr uM norðAn- og norðAustAnvErt lAnDið. hÖfuðborgArsvæðið: ÞURRt UM MoRgUNiNN, EN dÁLÍtiL RigNiNg SÍðdEgiS. frEkAr hlýtt, En vinDgjólA Af suðAustri, rigning EðA skúrir sunnAn- og suðAust- AnlAnDs, En Að MEstu þurrt norðAntil. hÖfuðborgArsvæðið: SKúRALEiðiNgAR, EN SóL Á MiLLi. Hiti 13 tiL 15 Stig. hlýtt fyrir norðAn, En sunnAn- og suðAustAnlAnDs áfrAM rigning EðA skúrir. hÖfuðborgArsvæðið: SóL MEð KÖFLUM og SKúRiR SÍðdEgiS. ÁFRAM FREMUR MiLt. batnandi tíð með blóm í haga Nú er sýnt að það hlýnar norðanlands. Spáð er lægð fyrir suðvestan landið og beinir hún lofti til okkar af suðlægum slóðum. Á laugardag og sunnudag er búist við allt að 15 til 18 stiga hita á Norðurlandi og almennt séð verður frekar milt annars á landinu. Fremur úrkomusamt verður sunnan- og suðaustanlands og einhverjar skúraleiðingar annars í flestum landshlutum, síst þó norðan- og norðvestantil. Nokkur strekkingur af SA, einkum á föstudag og laugardag. 12 11 15 15 10 14 15 17 11 12 13 12 18 11 12 Föstudagur laugardagur sunnudagurveður Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Þ að er rétt skilið að Stöð 2 Sport sýnir einn leik í opinni dag-skrá í hverri leikviku, óháð því hvar keppnin er stödd, riðlakeppni, 16-liða úrslit og svo framvegis,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, í samtali við Fréttatímann en fyrirtækið tryggði sér sýningarréttinn að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni frá haustinu 2012 til 2015 í síðustu viku. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst var 365 eina fjölmiðlafyrir- tækið á Íslandi sem bauð í réttinn því hvorki RÚV né Skjárinn lögðu inn tilboð. Stíf skilyrði um fjölda leikja í opinni dagskrá, sem og fyrirfram ákveðnir kostendur, voru meðal annars ástæður þess að Skjárinn lagði ekki fram tilboð. Alls eru þetta fimm- tán leikir á heilu tímabili næstu fjögur árin. Sama regla hefur gilt í núgildandi samningi sem rennur út vorið 2012. Ari segir þó að stöðinni sé í sjálfsvald sett hvaða leikir eru valdir til sýningar í opinni dagskrá. „Sýningum á leikjum í hverri leikviku er raðað niður eftir hverja umferð þannig að ákvörðun um hvaða leikur er opinn er tekin með stuttum fyr- irvara. Opni leikurinn er ýmist á þriðju- degi eða miðvikudegi og það er alltaf matsatriði hvaða leikur er áhugaverður hverju sinni. Úrslitaleikurinn er nú á laugardegi og alltaf opinn,“ segir Ari. Spurður hvernig upplýsingum um hvaða leikur er opinn er komið til neyt- enda segir Ari að það sé sett á vef Stöðv- ar 2, stod2.is, um leið og það liggur fyrir og einnig sé hægt að nálgast upplýsingar um það í þjónustuveri Stöðvar 2. Og það eru ekki bara leikirnir sem Stöð 2 Sport þarf að sýna í opinni dag- skrá. Stöðin er jafnframt skyldug til að senda út markaþátt í lok hverrar um- ferðar á miðvikudögum í opinni dagskrá, að sögn Ara. Fréttatíminn sendi Ara fyrirspurn um þá leiki í Meistaradeildinni sem voru sýndir í opinni dagskrá á síðasta tímabili. Í svari frá Ara kom fram ekki væri hægt að vinna þessar upplýsingar aftur í tímann. óskar hrafn þorvaldsson oskar@frettatiminn.is 4 fréttir Helgin 1.-3. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.